Vegna tímatöflu sumarsins og fl.

Það er smá villa í timatöflu sumarsins sem dreifð hefur verið í hús.  Inn á hana vantar frjálsar 9 ára og yngri á þriðjudögum kl.  10.00.  Föstudaginn 30. maí verða engar æfingar hjá UMFG.  Í næstu viku verður haldið Steinþórsmót, nánar auglýst síðar.   Kveðja UMFG

Sjómannadagurinn 2008

Vegna fráfalls félaga okkar, Péturs Kr. Elíssonar, verður öllum atburðum á vegum sjómannadagsráðs aflýst sem vera áttu á laugardeginum 31. maí.  Á sunnudeginum, 1. júní, kl. 14, verður Sjómannadagsmessa í Grundarfjarðarkirkju og kl. 15 verður kaffisala á vegum kvenfélagsins Gleym mér ei, í félagsheimilinu.  Hvetjum alla sjómenn til að fjölmenna í kirkjuna.   Sjómannadagsráð. Jón Frímann Eiríksson  

Úthlutun framlaga til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar úr sjóði vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar - Reykofninn ehf. fékk framlag

Listi yfir framlög til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar hefur verið birtur hjá Byggðastofnun.  Framlög þessi eru úr sjóði sem ríkisstjórnin myndaði vegna mótvægisaðgerða sinna vegna skerðingar á þorskaflaheimildum.  Eitt fyrirtæki í Grundarfirði fékk úthlutað framlagi sem er Reykofninn ehf.  Framlagði er kr. 2.100.000 og er aðstandendum Reykofnsins ehf. óskað til hamingju og þess óskað að framlagið dugi vel í þeirra merkilega þróunarstarfi.   Svo er önnur hlið á þessum úthlutunum.  Nokkrar aðrar umsóknir fóru frá Grundarfirði sem ekki fengu náð fyrir augum úthlutunaraðila.  Sama var upp á teningnum þegar úthlutað var úr sambærilegum sjóði vegna styrkja til ferðaþjónustuverkefna.  Nokkrar góðar og metnaðarfullar umsóknir voru sendar.  Sumar fengu góða úrlausn, aðrar enga.  Þegar skoðað er hvernig staðið hefur verið að málum í þessum mótvægisaðgerðum öllum má spyrja í fullri vinsemd:  Staðir sem hafa á milli 40 og 50% atvinnuþátttöku í fiskveiðum og vinnslu virðast ekkert sérstaklega vera taldir koma til greina við þessar úthlutanir umfram aðra og hvers vegna er þá verið kenna þessar úthlutanir við mótvægisaðgerðir vegna skerðingar á þorskaflaheimildum?

Dagur barnsins

Spáð í hönnun.   Dagur barnsins var haldinn hátíðlegur í Grundarfirði í gær, sunnudaginn 25. maí með skemmtilegri dagskrá fyrir börn og aðstandendur þeirra. Góð mæting var í sandkastalakeppnina undir Kirkjufelli og eins og sjá má á myndunum var mikill metnaður hjá fólki í smíð kastalanna. Myndirnar eru hér ásamt nokkrum myndum frá höfninni þar sem boðið var upp á andlitsmálun.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga útskrifar í sjötta sinn

Í dag útskrifaði Fjölbrautaskóli Snæfellinga 12 nemendur með stúdentspróf. Hrönn Björgvinsdóttir, nemandi á félagsfræðabraut hlaut þrenn verðlaun við útskriftina. Fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk hún verðlaun frá Grundarfjarðarbæ. Fyrir góðan árangur í spænsku og sálarfræði fékk hún verðlaun sem gefin voru af Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Jóhannes Fannar Einarsson fékk verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræði frá Kaupþingi banka og fyrir góðan árangur í þýsku fékk hann verðlaun frá Þýska sendiráðinu. Gísli Sveinn Gretarsson fékk verðlaun frá Danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku.   Frétt á heimasíðu Skessuhorns 23. maí 2008  

Tilkynning frá vinnuskólanum

Vinnuskólinn mun hefja starfsemi mánudaginn 2. júní 2008.  Unglingum er gefinn kostur á því að taka þátt í starfi vinnuskólans á öðru af tveimur tímabilunum í sumar. Fyrra tímabilið hefst 2. júní og stendur til 3. júlí að báðum dögum meðtöldum. Seinna tímabilið hefst 30. júní og stendur til 31. júlí að báðum dögum meðtöldum.  Starfsemin verður mánudaga til fimmtudags í hverri viku frá kl. 08:30-12:00.  Vinnuskólinn starfar ekki á föstudögum.   Skráning er hafin fyrir vinnuskólann og eru þau sem hug hafa á að taka þátt hvött til þess að skrá sig sem fyrst.  

"Dagur barnsins" í fyrsta sinn

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ákveðið að haldinn verði "Dagur barnsins" einu sinni á hverju ári.  Dagurinn sem valinn var er 25. maí og ber upp á sunnudag í þetta sinn.  Dagurinn er haldinn undir heitinu "gleði og samvera".  Í Grundarfjarðarbæ verða nokkrir viðburðir í tilefni dagsins næsta sunnudag sem einmitt eru tengdir þessu heiti.  Nefna má, að á dagskrá verður dorgveiði á bryggjunni, andlitsmálun á bryggjunni, sandkastalakeppni á Kirkjufellssandi, gönguferð í fjörunni, lautarferð í Torfabót þar sem einnig verða íþróttir og leikir.  Hvatt er sérstaklega til þess að foreldrar og börn taki þátt í þessum atburðum saman.  UMFG og foreldrafélög grunnskólans og leikskólans hafa umsjón með öllum atriðunum sem eru skipulagðir sem samverustundir foreldra og barna.  Fylgist með auglýsingum í Vikublaðinu og á heimasíðu bæjarins um nánari upplýsingar og tímasetningar.   Frítt verður í sund allan sunnudaginn 25. maí n.k. fyrir foreldra og börn.  Sundlaugin verður opin frá kl. 10.00 - 19.00.

Fyrsta skemmtiferðaskipið kemur í fyrramálið!

Klukkan átta að morgni föstudagsins 23. maí fáum við Grundfirðingar fyrsta skemmtiferðaskipið í heimsókn.  Þetta er skipið MS Fram frá Noregi. Skipið er 114 metrar að lengd og rúmir tuttugu metrar á breidd. Það vegur 12700 tonn og ber 500 farþega.  Það er glænýtt, var smíðað árið 2007 og er sérhannað til siglinga við norðurheimskautið. Þetta er önnur ferð skipsins til Íslands, og er aðeins höfð viðkoma í tveimur höfnum hér við land, í Grundarfirði og í Reykjavík, áður en haldið er til Grænlands. Skipið kemur, eins og áður sagði, klukkan 8:00 og heldur úr höfn aftur klukkan 15:00. Flestir farþegar eru Svíar, Danir og Norðmenn.  

Laus störf í heimaþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfsfólki til að annast heimilishjálp í   Grundarfjarðarbæ  og Stykkishólmsbæ