Umfjöllun um hönnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í erlendu fagtímariti

Í nýjasta hefti tímarits OECD, Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar í Paris, um skólamannvirki er að finna ítarlega grein um undirbúning hönnunar fjölbrautaskólans.  Höfundur greinarinnar, Susan Stuebing Ráðgjafi í þróun lærdómsumhverfisstýrði síðastliðið sumar vinnuhópum verðandi nemenda og sérfræðinga á sviði menntamála, foreldra og fleiri, sem lagði síðan línurnar fyrir arkitekta hússins, Sigurð Björgúlfsson og Indro Candi frá VA arkitektum.   

Tilkynning frá Vatnsveitu Grundarfjarðar

  Verulegur vatnsskortur er hjá vatnsveitunni. Búið er að loka fyrir vatn í sumum íbúðahverfum og verður að líkindum lokað fram á kvöld. Verið er að vinna að viðgerðum á vatnslögn og fólk er vinsamlegast beðið um að spara vatnsnotkun.   EB

Ljósmyndavefur Bæringsstofu

Ljósmyndavefur Bæringsstofu hefur nú verið opnaður!   http://www.storytelling.is/myndir.html  

Vel heppnuð ráðstefna í Kaikoura

Eins og flestum er sjálfsagt kunnugt vinna sveitarstjórnirnar á Snæfellsnesi nú að því að fá vottun frá Green Globe 21 fyrir Snæfellsnes sem sjálfbært samfélag með aðaláherslu á umhverfisvæna ferðaþjónustu. Stjórn undirbúnings að þessu verkefni er í höndum Leiðarljós ehf. og Umís ehf., en fyrirtækin hafa notið aðstoðar stýrihóps frá sveitarfélögunum.  

Eyrbyggja-sögumiðstöð

Ljósmyndavefur Bæringsstofu verður virkur þann 24. mars nk. Inn á vefinn hafa verið settar um 800 myndir frá ýmsum tímum úr safni Bærings Cecilssonar. Þennan dag hefði Bæring heitinn orðið 81 árs og er nú ár liðið frá því að ættingjar hans afhentu Grundarfjarðarbæ safn hans. Hér á bæjargátt Grundarfjarðar hefur verið komið fyrir merki Bæringsstofu og komast notendur inn á myndver Bæringsstofu með því að velja merkið.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir lausar stöður

 Í gær birtist í Vikublaðinu Þey auglýsing frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga um lausar stöður. Auglýstar eru 4,5 stöður framhaldsskólakennara, til að sinna íslenskukennslu, stærðfræði, ensku, dönsku og lífsleikni. Námsráðgjafi í 30% starf, bókasafns- og upplýsingafræðingur í 50% stöðu, kerfisstjóri í 50% stöðu og fjármálastjóri í heila stöðu.    

Vatnslaust

 Vatnslaust verður á Smiðjustíg og ofanverðan Hrannarstíg fram eftir degi.   JH    

Nýtt bókasafnskerfi

Bókasafn Grundarfjarðar er meðal þeirra mörgu safna sem munu geyma bókaupplýsingar sínar í Gegni, hinu nýja landskerfi bókasafna. Bókasafnskerfið mun ná til um 90% landsmanna. Með því verður hægt að skoða útlán sín á vefnum og panta bækur.  

Flaggað í hálfa stöng

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flaggað skuli í hálfa stöng við opinberar byggingar í dag í ljósi hörmunganna sem hryðjuverkin í Madrid hafa valdið. Þá hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands ákveðið að aflýsa árlegri veislu, sem átti að vera á Bessastöðum í kvöld til heiðurs ríkisstjórn, erlendum sendiherrum og æðstu embættismönnum íslenska ríkisins.   Frétt á www.mbl.is    

Sameiningarnefnd heimsækir sveitarstjórnarmenn á Snæfellsnesi

Þriðjudaginn 9. mars síðastliðinn hélt sameiningarnefndin á fund sveitarstjórnarmanna á Snæfellsnesi til að ræða framtíðarsýn sveitarfélaganna á svæðinu. Á Snæfellsnesi eru sex sveitarfélög; Kolbeinsstaðahreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundafjarðarbær, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær með rúmlega fjögur þúsund íbúa alls.