Fjölbrautaskóli Snæfellinga boðar til foreldrafundar

Foreldrafundur verður haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þriðjudaginn 3. september kl. 20:00 – 21:30. Fundurinn er haldinn í húsnæði Fjölbrautaskólans og verður sendur í fjarfundi til framhaldssdeildar á Patreksfirði.  

Við minnum á ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2013

Grundarfjarðarbær efnir á ný til ljósmyndasamkeppni árið 2013. Þetta er í fjórða sinn sem bærinn blæs til ljósmyndasamkeppni og hefur þótt takast vel til. Á þennan hátt hefur bærinn fengið nýjar myndir til birtingar og þátttakendur sínar myndir birtar. 

Niðurskurður til löggæslu- og heilbrigðismála gagnrýndur

Að frumkvæði fulltrúa Grundarfjarðarbæjar í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi samþykkti stjórnin svohljóðandi bókun um heilbrigðismál á síðasta fundi sínum: "Stjórn SSV gagnrýnir viðvarandi niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og skorar á nýja ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra að standa vörð um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni , með sérstaka áherslu á heilsugæsluna."

Verð á skólamat lækkar

Verð á skólamat lækkar um mánaðamótin úr 410 kr. í 324 kr. Lækkunin nemur 21%. Verð á skólamat í Grundarfirði er nú eitt það lægsta á landinu.   Jafnhliða verðlækkun mun fyrirkomulag á innheimtu skólamálsverða breytast. Nú verður einungis hægt að skrá nemendur í fullt fæði og innheimt fast mánaðargjald mánuðina september - maí, 4.900 kr.  

Tónleikar Arnar Inga voru vel sóttir í Sögumiðstöðinni

    Það var góð stemming í Sögumiðstöðinni í gær þegar tónleikagestir nutu magnaðra jazztóna quartets Arnar Inga Unnsteinssonar.  

Aðstoð í eldhúsi

Leikskólinn Sólvellir auglýsir eftir starfskrafti til að sinna aðstoð í eldhúsi. Vinnutími er kl. 8:00 - 14:00.   Nánari upplýsingar veitir Matthildur S. Guðmundsdóttir í síma: 438-6645 eða á netfangi matthildur@gfb.is   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala - og Snæfellsness (SDS).   Umsóknarfrestur er til 29. ágúst nk.   Sækja um starf í eldhúsi   

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Kennsla hefst í tónlistarskóla Grundarfjarðar mánudaginn 2. september nk. Umsóknum má skila á netfangið: tonskoli@gfb.is   Skólastjóri 

Tónleikar í Sögumiðstöðinni 22. ágúst kl 20.00

Í tilefni þess að Örn Ingi Unnsteinsson, Grundfirðingur, útskrifaðist úr tónlistarskóla FÍH í vor ætlar hann að koma til Grundarfjarðar og halda tónleika með hljómsveit.   Á efnisskránni verða jazzstandardar og frumsamið efni. Aðgangseyrir er 1000 kr. Frítt er fyrir 14 ára og yngri.

Vatnslaust

Vatnslaust er í Sæbóli, viðgerð stendur yfir.  

Afmæli Grundarfjarðar

Þann 18. ágúst 1786 gaf Danakonungur út tilskipun um að sex verslunarstöðum væri veitt kaupstaðaréttindi. Kaupstaðirnir voru Grundarfjörður, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Kaupstaðirnir sex áttu að verða miðstöðvar verslunar, útgerðar og iðnaðar hver í sínum landshluta. Auk þess áttu þeir að vera aðsetur ýmissa opinberra embættismann og stofnana.