Spurning vikunnar

105 manns spreyttu sig á spurningu vikunnar að þessu sinni. Rétt svar við henni er að sundlaugin var vígð þann 5. júní 1977 og á hún því 30 ára afmæli á þessu ári. 66 (62,9%) voru með rétt svar. 

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga

Bæjarbúum er bent á að athuga lögheimilisskráningu sína svo að þeir verði á réttum stað í kjörskrá þegar kemur að kjördegi alþingiskosninga 12. maí nk. Þeir íbúar sveitarfélags sem uppfylla öll kosningarréttarskilyrði á viðmiðunardegi kjörskrár eru teknir inn á kjörskrá.  Viðmiðunardagur vegna kjörskrárinnar er 5. apríl 2007.   Eftirfarandi skilyrði eru þau sem uppfylla þarf:   Vera 18 ára þegar kosning fer fram. Vera íslenskur ríkisborgari. Vera skráður með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá fimm vikum fyrir kjördag, þ.e. 5. apríl n.k.    Eyðublöð fyrir lögheimilisskráningu má nálgast á bæjarskrifstofu Grundafjarðar. Ganga þarf frá breytingum á lögheimili í síðasta lagi 4. apríl n.k. vegna komandi Alþingiskosninga.      

Rýnihópur 2. fundur

  Fundur var haldin  með rýnihópi vegna fyrirhugaðrar byggingar íþróttamiðstöðvar í samkomuhúsinu 27. mars sl.  Á fundinn kom teymið sem unnið hefur með rýnihópnum, þ.e. arkitektar, ráðgjafaverkfræðingur og hópstjóri.  Farið var yfir hugmyndir og tillögur sem fram komu á 1. fundi rýnihópsins.  Ráðgjafateymið lagði fram hugmyndir um kostnað og hugmyndir arkitektanna um rýmisþörf einstakra þátta.  Rýnihópurinn fór yfir það sem fram kom og gerði viðbótartillögur sem unnið verður frekar úr.   Hér má sjá myndir af fundinum  

Slökkviliðið mætti á starfsmannafund í leikskólanum

  Slökkviliðið mætti á starfsmannafund í leikskólanum mánudaginn 26. mars sl. til þess að kenna starfsmönnum notkun eldvarnarteppa og slökkvitækja.  Áður höfðu starfsmenn farið  yfir neyðaráætlun  leikskólans og haldin var æfing í viðbrögðum þeirra við bruna og hvernig rýma eigi skólann.   Mikilvægt er að rifja þetta reglulega upp og einnig er þetta liður í árlegri símenntun starfsmanna.   Sjá myndir hér.

Áhugavert starf

Svæðisfulltrúi Vesturlands fyrir UMFÍ Ungmennafélag Íslands óskar eftir að ráða svæðisfulltrúa með aðsetur í Stykkishólmi.   Starfið er krefjandi, fjölbreytt og líflegt. Um er að ræða 100% starf. Svæðisfulltrúi þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð og hafa góða framkomu. Þekking á starfi ungmennafélagshreyfingarinnar er góður kostur.   Umsóknarfrestur er til 10. apríl n.k.   Hér  má sjá frekari upplýsingar um starfið.

Auglýsing um byggðakvóta 2007

Grundarfjarðarbæ gefst kostur á að sækja um byggðakvóta til sjávarútvegsráðuneytisins skv. auglýsingu um úthlutun byggðakvóta 2007.   Sveitarstjórnir eru umsóknaraðilar fyrir byggðarlögin innan sveitarstjórnarumdæmanna og annast öll samskipti við ráðuneytið vegna úthlutunarinnar.  Fiskistofa mun úthluta byggðakvóta eftir mat á umsóknum frá sveitarfélögunum.   Til greina við úthlutun byggðakvóta koma byggðarlög með færri en 1500 íbúa sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og sem háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski.  Ennfremur byggðarlög sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnuástand í þeim.  

Nýtt - útibú frá sýsluskrifstofunni með fastan opnunartíma í Grundarfirði

Frá og með 1. apríl 2007 mun opnunartími skrifstofu sýslumanns Snæfellinga í Snæfellsbæ og á nýrri skrifstofu í Grundarfirði vera frá kl. 11:00 – 15:00 alla virka daga.    Sýslumaður Snæfellinga 23. mars 2007 Ólafur K. Ólafsson

Nýtt á vefnum

Nú er hægt að sjá tölur yfir landaðan afla í Grundarfjarðarhöfn í hverri viku á heimasíðunni.  Farið er inn á undirsíðuna ,,Grundarfjarðarhöfn” sem er í glugga hægra megin á hemasíðunni og smellt á  ,,Aflatölur”.  Þá kemur upp annar gluggi sem birtir töflur yfir landaðan afla.   Hér er hægt að fara beint inn á undirsíðunna

Heimili og skóli óskar eftir tilnefningum til foreldraverðlauna

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt 15.maí 2007 í 12. sinn. Að auki verða veitt hvatningarverðlaun til einstaklinga og skóla ef tilefni þykir til. Leitað er eftir tilnefningum um einstaklinga, sveitarfélög eða skóla sem hafa stuðlað að:   -   árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara -   jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla -   því að brúa bilið milli foreldra og nemenda   Í ár verður sérstaklega horft til eftirfarandi viðfangsefna:   -   Markvisst, öflugt og skipulagt starf foreldraráðs eða     foreldrafélags -   Þróunarverkefna sem taka til samstarfs heimila og skóla -   Nýbúafræðslu þar sem markvisst er unnið með foreldrasamstarf -   Sveitarfélög sem styðja markvisst við foreldrasamtök og foreldra í     sínu sveitarfélagi   

Spurning vikunnar

Það voru flestir með það á hreinu hvað borinn, sem notaður var á Berserkseyri, heitir. Hann heitir Sleipnir. 172 svöruðu spurningunni og voru 142 eða 82,6% með rétt svar.