Strandganga

Hér má sjá auglýsingu um strandgöngu sem farin verður fimmtudaginn 3. júlí n.k. Þessi ganga er á vegum þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. 

Ísveisla síðasta dag fyrir sumarfrí

 N1 bauð börnunum í leikskólanum Sólvöllum í ísveislu í morgun. Eins og sést á myndunum voru börnin ánægð með ísinn. Leikskólinn fer í sumarfrí á morgun, miðvikudag og opnar aftur 6. ágúst. Fleiri myndir eru hér.      

Vegna ruslatunna.

Hafi fólk spurningar eða vandamál tengt ruslatunnum, svörtum og grænum skal hafa samband við Ingibjörgu (Bibbu)  í síma 840 5728.  

Fótbolti 3.fl kv

Grundarfjarðarvöllur í dag  kl 18:00 Snæfellsnes - HK 3.fl kvenna Ekki missa af þessum leik!

Barna og unglingamót HSH í frjálsum íþróttum

9 - 10 ára hópurinn frá UMFG Barnamót HSH fyrir 10 ára og yngri í frjálsum íþróttum var haldið í blíðskaparveðri á Lýsuhól 23 júní.  Níu  krakkar mættu frá UMFG og stóðu sig með prýði.  8 ára og yngri kepptu í 60 m hlaupi, boltakasti og langstökki en 9-10 ára kepptu auk þess í kúluvarpi, hástökki og 600 m hlaupi.  Að loknu móti var boðið upp á grillaðar pylsur og safa.  

Malbikun lokið.

Nú eru framkvæmdir við malbikun í bænum afstaðnar og ásýndin öll önnur. Alls voru um 30.000 fermetrar malbikaðir og þar af 8.600 hjá einkaaðilum.  

Sumarhátíð leikskólans

Árleg sumarhátíð leikskólans var haldin 24. júní. garðurinn var skreyttur, allir sem vildu voru málaðir og haft gaman. Í hádeginu voru pylsur grillaðar. Hér má sjá myndir frá hátíðinni. 

Vinnuskólinn í heimsókn á bæjarskrifstofunni

Unglingarnir sem starfa í vinnuskólanum komu í heimsókn á bæjarskrifstofuna í morgun. Þar var þeim afhentir stuttermabolir merktum "Landsmóti unglinga 2009" sem haldið verður í Grundarfirði á næsta ári. Þar sem sólin skín skært á krakkana í vinnunni þessa dagana þá var þeim boðið upp á svaldrykk og að sjálfsögðu voru teknar af þeim myndir.

Vinnuskólinn

Seinni hópur vinnuskólans tekur til starfa mánudaginn 30. júní 2008. Þeir unglingar sem sótt hafa um eru beðnir að mæta á mánudagsmorguninn kl. 8.30 í áhaldahúsinu. Þeir sem vilja skrá sig í vinnu í þennan hóp eru beðnir að koma á bæjarskrifstofuna og fylla út umsóknareyðublöð.

Fjöruferðir og vikuleg dagskrá framundan í þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Fimmtudagskvöldið 26. júní nk. kl. 19 verður fyrsta fjöruferðin af fjórum í sumar á vegum þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og sjávarrannsóknarsetursins Varar. Farið verður í fjöruna við Gufuskálavör með mánaðar millibili og fegurð hennar og fjölbreytileiki kannaður og fylgst með breytingum á lífríkinu með ýmsum athugunum. Mismunandi áherslur verða í hverri ferð og mun Erla Björk Örnólfsdóttir sjávarlíffræðingur leiða ferðirnar. Hver ferð stendur í um 1-2 klst. og er fólki bent á að mæta í stígvélum og klæða sig eftir veðri. Ekki er nauðsynlegt að mæta í allar ferðirnar en örugglega skemmtilegast! Laugardaginn 28. júní hefst svo vikuleg dagskrá þjóðgarðsins sem stendur til 14. ágúst. Þá verður barnarstund við tjaldsvæðið á Anrarstapa á laugardögum frá 11-12, gönguferð frá Arnarstapa að Hellnum á laugardögum, ganga frá Búðum að Frambúðum á sunnudögum, á þriðjudögum ganga frá Svalþúfu að Lóndröngum og leiðin Djúpalónssandur-Dritvík verður gengin á fimmtudögum. Allar göngurnar byrja kl. 14 og stand í um 1-2 klst. Landverðir þjóðgarðsins sjá um leiðsögn og er frítt í allar göngur og barnastund eins og í aðra viðburði á vegum þjóðgarðsins. Sumardagskrá þjóðgarðsins í heild sinni má finna á vef þjóðgarðsins á síðunni www.ust.is .   Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lára Pálmadóttir, sérfræðingur S: 436 6860/822 4009