Frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar

  Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 1. september. Það eru örfá laus pláss til umsóknar í nám á píanó, í tré- og málmblástursdeild, á slagverk og gítar.   Nánari upplýsingar og innritun eru í Tónlistarskólanum og í síma 430 8560.   Kennarar Tónlistarskóla Grundarfjarðar.  

UMFG óskar eftir þjálfurum

  Ungmennafélag Grundarfjarðar óskar eftir að ráða knattspyrnu- og fimleikaþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Einnig vantar þjálfara til afleysinga í frjálsum íþróttum og í blaki í vetur vegna fæðingarorlofs.   

Starf við ræstingu

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til að sinna ræstingu á einni af húseignum bæjarins. Um er að ræða 24 klst. á mánuði í 9 mánuði á ári. Vinnutími er sveigjanlegur.    

Hlutastarf í íþróttahúsi

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir baðverði í kvennaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar til að sinna baðvörslu og þrifum. Vinnutími er frá kl. 15:50 mánudaga til fimmtudaga og aðra hverja helgi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 430 8564 og 861 2576 eða á netfangi steini@gfb.is    

Skólasetning í Grunnskóla Grundarfjarðar

Björgvin Sigurbjörnsson aðstoðarskólastjóri og Sigurður Gísli Guðjónsson tóku við blómvöndum úr hendi bæjarstjóra við skólasetninguna   Nýir skólastjórnendur Grunnskóla Grundarfjarðar settu nýtt skólaár í dag að viðstöddum fjölda nemenda, kennara og foreldra. Sigurður Gísli Guðjónsson situr nú sinn fyrsta vetur sem skólastjóri grunnskólans og lagði línurnar fyrir veturinn við setningu skólans í dag. Það var síðan nýr aðstoðarskólastjóri, Björgvin Sigurbjörnsson sem setti skólann formlega.    

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 27. ágúst n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar,  sími 432 1350  

Starf skipulags- og byggingarfulltrúa.

 Grundarfjarðarbær auglýsir starfskipulags- og byggingarfulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu samfélagi.     Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni.   Byggingarfulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.  Um er að ræða 100% starf og er umsóknarfrestur til og með 3. september nk.  

Sundlaug Grundarfjarðar

Sundlaug Grundarfjarðar tilkynnir að sumaropnunin lýkur á sunnudaginn 23. ágúst. En við ætlum að hafa opið á virkum dögum frá 7-8 og 16-19, á meðan skólasundið er enn í gangi.   Um að gera að nýta tækifærið og skella sér í sund.  

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra heimsótti Grundarfjörð

    Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra heimsótti Grundarfjörð í gær og skoðaði ferðamannastaði, heimsótti ferðaþjónustuaðila á svæðinu og kynnti sér nýsköpun í bænum.  

Kaupstaðarréttindi Grundarfjarðar 1786-1836

  Grundarfjörður ásamt Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum hlaut kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786. Mynd Collingwood frá 1897.