Rauði krossinn

Rauða kross vinir vinna nú hörðum höndum að því að útbúa pakka fyrir börnin 0 - 1 árs í Hvíta- Rússlandi eins og undanfarin 5 ár. Við þiggjum allar góðar gjafir, nú vantar sérstaklega frotte lök til að sauma bleyjur úr.   Saumað er í Sögumiðstöðinni á miðvikudögum frá kl 13:00.   Á síðasta fundi bárust þessi stórkostlegu ungbarnateppi, Auk þess stór poki fullur af ungbarnafatnaði. Kærar þakkir vinir og velunnarar RKÍ. Endilega komið við og sjáið hvað hægt er að töfra fram með hugvitseminni!  

Rekstur vatnsveitunnar kominn í jafnvægi

Rekstur vatnsveitu Orkuveitunnar í Grundarfirði er kominn í gott horf eftir truflanir snemma vikunnar. Tilmæli til íbúa um að spara vatn eru ekki lengur í gildi þó skynsamleg umgengni sé áfram brýnd fyrir fólki þar eins og annarsstaðar.

Minnum á hugmyndasamkeppnina

Grundarfjarðarbær efnir til hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á Sögumiðstöð, Grundargötu 35. Á síðustu mánuðum hafa miklar breytingar á starfsemi hússins átt sér stað. Húsið gegnir nú hlutverki menningar- og samfélagsmiðstöðvar. Þangað geta félagasamtök og klúbbar leitað og fengið aðstöðu fyrir fundi.   Sjá nánar hér!  

Kaldavatnsskortur - Uppfært 20.2.2014 kl. 9:00

Nú í morgun var vatnsstaða í miðlunargeymi vatnsveitunnar 80% og virðist ljóst að hvatning til íbúa um að spara vatn hafi skilað góðum árangri. Ekki er sýnilegt grugg í vatni frá holum og sérstök vakt Orkuveitustarfsfólks heldur áfram.   Hvatning um að fara sparlega með kalda vatnið stendur enn, meðan kalt er í veðri.    

Grunnskóli Grundarfjarðar fær Grænfánann

Í morgun fékk Grunnskóli Grundarfjarðar afhentan Grænfánann við hátíðlega athöfn. Farið var í gegnum merkingu grænfánans og við minnt á að jörðin getur verið án okkar en við getum ekki lifað án jarðarinnar. Runólfur Guðmundsson afhenti fimm spjaldtölvur að gjöf frá G.Run og talaði um mikilvægi þess að fara vel með tæki og húsnæði Grunnskólans. Grunnskóli Grundarfjarðar þakkar G.Run fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Einnig þökkum við öllum þeim fyrirtækjum í bæjarfélaginu sem gáfu styrki til kaupa á níu öðrum spjaldtölvum sem mikið hafa verið nýttar í skólastarfinu í vetur.  Myndir má sjá hér.     

Opnir tímar UMFG í Hreystiviku

Á meðan Hreystivikan stendur yfir opnar UMFG ákveðna tíma í fótbolta, blaki, karate, fimleikum og frjálsum. Í þessa tíma eru allir velkminur og kjörið tækifæri til þess að kynna sér nýjar greinar. Hér fyrir neðan eru tímasetningar opnu tímanna.    

Hreystivika 17. - 23. febrúar

Vikuna 17. – 23. febrúar verður haldin Hreystivika í Grundarfirði. Grundarfjarðarbær vinnur vikuna í samsarfi við Ungmennafélagið, Ræktina, Dvalarheimilið Fellaskjól og fleiri aðila og félagasamtök í Grundarfirði. Markmið Hreystiviku er að vekja athygli á og stuðla að andlegu og líkamlegu hreysti. Þá er það einnig markmið Hreystiviku að sem flestir bæjarbúar finni eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá er að finna hér.  

Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum haldið í Grundarfirði

  Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verður haldið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði miðvikudaginn 19. febrúar 2014, kl. 13:30 - 16:30. Fyrirlestrar og umræður verða um einkenni þolenda kynferðisbrots, skaðlega kynhegðun barna og klám, rannsóknir kynferðisbrota og annarra brota gegn börnum, réttindi barna og fræðsluefni fyrir kennara, börn og foreldra. Fyrirlestrar eru fluttir af fagfólki sem hefur mikla reynslu og þekkingu á málaflokknum, það stýrir jafnframt umræðum með þátttakendum. Allir eru velkomnir og er starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsstarfs, heilsugæslu, barnaverndarmála og félagsþjónustu auk löggæslu og sveitarstjórna sérstaklega hvatt til að mæta.

Atvinnuráðgjafi SSV

Næstkomandi fimmtudag, 13. febrúar, verður atvinnuráðgjafi SSV með viðveru í Grundarfirði frá kl. 13:30 - 15:30. Margrét Björk Björnsdóttir veitir viðtöl og ráðgjöf að þessu sinni í Sögumiðstöðinni.

Bæjarstjórnarfundur

167. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 13. febrúar 2014, kl. 16:30.   Dagskrá fundarins: