Sigur hjá 5.fl.karla

Grundfirðingar tóku á móti Snæfell í síðasta leik héraðsmótsins og sigruðu leikinn 8-2. Strákarnir áttu góðan leik og dreifðust mörkin nokkuð jafnt niður á leikmenn. Strákarnir spiluðu 2 leiki í þessu héraðsmóti, á móti Víking Ólafsvík fyrr í sumar sem þeir unnu 3-2 og svo á móti Snæfell í kvöld sem þeir unnu 8-2 og eru því héraðsmeistarar 2004

30 ára starfsafmæli Hildar ljósmóður

Hildur á 30 ára starfsafmæli sínuHildur Sæmundsdóttir, ljósmóðir í Grundarfirði, á 30 ára starfsafmæli í dag. Hún hóf störf á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar þann 1. september árið 1974. Í tilefni dagsins færði Grundarfjarðarbær Hildi blómvönd með þökkum fyrir frábæra þjónustu við Grundfirðinga, unga sem aldna, á starfsferli sínum.

Tilkynning frá Vatnsveitu Grundarfjarðar

Verið er að vinna við vatnslögn efst á Hrannarstíg. Vegna tenginga verður lokað fyrir vatnið á eftirtöldum stöðum kl. 20:00 í kvöld og fram eftir kvöldi: Smiðjustígur, Dvalarheimilið Fellaskjól, Fossahlíð, Hamrahlíð, Hrannarstígur 8-14 og Grundargata 35. Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Orgeltónleikar í Stykkishólmskirkju

Friðrik Vignir Stefánsson, organisti heldur orgeltónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 5. september 2004 kl. 17.00. Á efnisskánni er Prelúdía og fúga í C-dúr (BWV 545) eftir J.S. Bach, þrír sálmaforleikir eftir J.S. Bach, Forspil um sálm sem aldrei var sunginn eftir Jón Nordal, Himna rós, leið og ljós (lag úr Hymnodíu frá 18.öld) eftir Ragnar Björnsson, þrjár prelúdíur op. 2 eftir Árna Björnsson og þættir úr hinni þekktu Gotnesku Svítu eftir Leon Boëllmann.  

Víkingur Ó á leið í 1.deild ?

Á sunnudaginn er síðasti leikur sumarsins hjá Víking Ó og kemur þá í ljós hvort liðið leikur í annarri eða 1. deild að ári. Leikurinn fer fram á Leiknisvellinum í Reykjavík og hvetjum við alla til að skella sér í bæinn og hvetja Víkingana áfram. Í liði Víkings eru Grundfirðingarnir Hemmi Geir, Tryggvi, Hrannar, Jón Pétur, Rangar og Villi.    

Fyrsta skólasetning Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Fyrsta skólasetning Fjölbrautaskóla Snæfellinga var haldin hátíðleg í gær, mánudaginn 30. ágúst. Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari, setti skólann í fyrsta skipti. Þingmenn kjördæmisins voru viðstaddir athöfnina ásamt menntamálaráðherra. 

Kort af Snæfellsnesi

Reynir Ingibjartsson hefur gefið út 4 kort af Snæfellsnesi. Það fyrsta, Inn -Snæfellsnes, nær annars vegar yfir Hnappadalssýslu á sunnanverðu Snæfellsnesi og hins vegar yfir Helgafellssveit og Skógarströnd á norðanverðu Snæfellsnesi. Annað, Kringum Snæfellsjökul, nær frá Fróðárheiði og út Snæfellsnesið.

Uppskeruhátíð UMFG

UMFG hélt svokallaða uppskeruhátíð síðastliðn fimmtudag. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir nokkrar greinar. Í frjálsum íþróttum voru veittar viðurkenningar fyrir bestu mætinguna og besta árangurinn, í sundi fengu allir þeir sem æfðu í sumar mynd af sér og í fótbolta voru veittar viðurkenningar í fyrir mætingu og prúðmennsku í 7.-5. fl en í 4. og 3. fl fyrir mætingu og þar var valinn leikmaður ársins.  

Skjár Einn á Snæfellsnesi

Tsc.is hefur hafið útsendingu á netinu á Skjá Einum. Áskrifendur Tsc.is sem hafa VDSL dekurtengingu geta horft á Skjá Einn með því að fara inná heimasíðu www.tsc.is og smellt þar á Skjá Einn merkið.

Skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn sumarið 2004Komur skemmtiferðaskipa til hafnar í Grundarfirði voru alls 13 í sumar. Skipin voru 6 talsins. Columbus og Ocean Monarch komu þrisvar,  Funchal og Hanseatic komu tvisvar og Delphin og Adriana komu einu sinni. Með skipunum voru alls 4540 farþegar. Áhöfn skipanna er í kringum 200 manns hverju sinni, eftir stærð þeirra. 8 skip hafa nú þegar bókað komu sína fyrir næsta sumar.