Álagning fasteignagjalda 2012

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2012 hafa verið póstlagðir og munu berast fasteignaeigendum næstu daga. Jafnframt er unnt að skoða álagningu á vefsíðunni island.is undir mínar síður og munu álagningarseðlar framvegis eingöngu verða birtir þar nema í sérstökum undantekningartilvikum.  

Samanburður á lönduðum afla o.fl. um Grundarfjarðarhöfn 2004-2011

Í meðfylgjandi töflu sést umfang landaðs afla, vöruflutninga og annars um Grundarfjarðarhöfn árin 2004-2011.   Grundarfjarðarhöfn 2004-2011

Stuttmyndahátíðin Northern Wave

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í fimmta sinn 2.-4. mars næstkomandi í Grundarfirði. Yfir 160 stuttmyndir bárust hátíðinni í ár en 49 myndir voru valdar til sýningar. 39 af þessum myndum keppa í verðlaunaflokknum “Alþjóðlegar stuttmyndir” og 10 í verðlaunaflokknum “Íslenskar stuttmyndir”.  

Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa

Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa skv. ákvæðum reglugerðar nr. 1182/2011 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2011/2012.   Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér.  Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2012.

Blak - Heimaleikur 3 flokkur

Heimaleikur í Íþróttahúsinu Grundarfirði. Heimaleikur UMFG 3 fl. kvk. Fimmtudaginn 26.1 2012 kl: 20.00 (átta) UMFG– Stykkishólmur  

Snjómokstri hætt kl. 19 í kvöld

Snjómokstri verður hætt kl. 19 í kvöld vegna veðurs. Fram til kl. 19 verður reynt að halda helstu götum færum. Snjómokstur hefst ekki aftur fyrr en veður lægir.

Lesklúbbur í Bókasafni Grundarfjarðar

  Lesum Eyrbyggju í febrúar og mars. Hittumst á bókasafninu fimmtudaginn 26. janúar  kl. 20 og ræðum saman um lesefnið og ákveðum tíma.  

Íbúðir til leigu

Grundarfjarðarbær auglýsir tvær íbúðir bæjarins til leigu. Um er að ræða íbúð að Grundargötu 65 og Sæbóli 44. Íbúðin á Grundargötu er 88 ferm 4ra herbergja neðri hæð en íbúðin að Sæbóli er 89,5 ferm. þriggja herbergja parhús.   Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500.  

Leiksýningin „Góðir Hálsar“

Sýningin er byggð á sögunni af Axlar-Birni og sækist eftir að nýta sér leikhúsformið til fulls til að segja sögu morðingjans. Áhorfendur taka virkann þátt í sýningunni sem er allt í senn blóðbað, sögustund með raðmorðingja og karíókíkvöld.   Í þessari sýningu er saga morðingjans sögð út frá hans sjónarhorni og lítur Björn og þessa kvöldstund í leikhúsinu sem sína eigin syndaaflaus. Góðir Hálsar fékk frábærar viðtökur í ágúst þegar hún var frumsýnd og fékk meðal annars 4 stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðins.  

Vikublaðið Jökull

Vikublaðið Jökull verður borinn í hús í dag. Vaskir skátar ætla að dreifa blaðinu þar sem póstþjónustan liggur niðri í dag og á morgun.