Byggðakvóti Grundarfjarðarbæjar og fleiri byggða

Sjávarútvegráðuneytið hefur, með vísan til 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007, samþykkt sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirtöldum sveitarfélögum: Grundarfjarðarbæ, Fjarðabyggð, Strandabyggð, Norðurþing, Grímseyjarhrepp, Seyðisfirði og Vopnafjarðarhrepp sbr. meðfylgjandi skjal. Auk byggðakvóta ofangreindra sveitarfélaga sem úthlutað verður samkvæmt sérstökum skilyrðum er hér auglýst úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins Ölfus. Samkvæmt auglýsingu Fiskistofu, sem birtast mun víðar á næstunni, er hægt að sækja um byggðakvóta þessara sveitarfélaga með því að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til Fiskistofu. Umsóknarfrestur er til 11. júlí nk.    Auglýsing um staðfestingu sérreglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta. 

Til hamingju Herdís

Grundfirskur verðlaunahundur 29. júní 2007 Íslenski fjárhundurinn Kirkjufells-Kappi varð íslenskur meistari á sumarsýningu Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var um síðustu helgi í reiðhöllinni í Víðidal. Eigandi og ræktandi hundsins, Herdís G. Tómasdóttir í Grundarfirði var að vonum bæði glöð og stolt yfir titlinum. Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þarf hundur að hafa unnið þrjú meistarastig hjá þremur mismunandi dómurum á þremur sýningum. Til gamans má geta þess að hálfsystir Kappa frá sama ræktanda vann hvolpaflokk 7-9 mánaða hvolpa af tegundinni íslenskur fjárhundur og hafnaði í fjórða sæti sem besti hvolpur sýningar.    Frétt í Skessuhorni. 

Frábær sumarhelgi í Grundarfirði

                                      Sumar, sól, golf, sund, gönguferðir og ótal margt annað = Grundarfjörður á góðri sumarhelgi.  Spáin er frábær fyrir helgina og útsýnið er eins og myndin sýnir sem tekin var um kl. 08.00 í morgun.  Betra verður það ekki.  

Grill hjá vinnuskólanum

    Grill var hjá  vinnuskólanum í gær, grillveislan var haldinn í þríhyrning. Krakkarnir eiga eftir að vinna til 4 júlí, en þá líkur starfi hjá fyrri hóp bæjarvinnunnar í sumar. Seinni hópurinn mun svo hefja störf 2. júlí n.k. Hér má sjá fleyri myndir frá grillinu

Sumarveður og framkvæmdagleði í Grundarfirði

  Undanfarna daga og vikur hefur veðrið leikið við Grundfirðinga.  Bjartviðri, sól og hlýindi hafa einkennt veðrið um nokkurt skeið.  Helst er að vantað hafi rigningu stund og stund fyrir gróðurinn sem líður fyrir langvarandi þurrkatíð.   Góða veðrið er nýtt til hins ýtrasta til þess að framkvæma og koma sem mestu í verk.  Unnið er að byggingu frystihótels á landfyllingu við Grundarfjarðarhöfn og er það farið að taka á sig mynd enda er áætlað að það taki til starfa í haust.  Fyrirhuguð er bygging saltskemmu í sumar á landfyllingu við Grundarfjarðarhöfn sem verður komin í fulla notkun með haustinu.  Samkaup eru að byggja yfir verslun sína í Grundarfirði og verður hún væntanlega komin í nýja húsnæðið í haust eða vetur.  Fólk dyttir að húsum sínum og lóðum og drífur í að ljúka við nýframkvæmdir á meðan góða veðrið varir.  Bæjarfélagið er að ganga frá nokkrum opnum svæðum sem unnið var í á síðasta ári og fyrr með jöfnun, þökulagningu og sáningu grasfræja.  Fyrirhuguð er gerð gangstétta við nýjar götur og endurnýjun eldri gangstétta að hluta.  Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í dag í veðurblíðu eins og hún gerist best.

Líf vænna umhverfis

Eins og flestum er vonandi kunnugt um hefur Íslenska gámafélagið og Grundarfjarðarbær gert með sér þjónustusamning um grænar tunnur fyrir heimilin í Grundarfirði. Tunnurnar taka við pappír, dagblöðum, tímaritum, ruslpósti, fernum, bylgjupappa, plastumbúðum, niðursuðudósum og minni málmhlutum. Tunnurnar verða

Að taka til og snyrta

Nýlega er yfirstaðið átak í hirðingu rusls og drasls frá bæjarbúum sem tóku vel við sér þegar átakið var framlengt til 17. júní sl.  Margir eiga góðar þakkir skyldar fyrir að hafa snyrt vel og vandlega umhverfis húseignir sínar og lóðir.   Enn vantar þó á því t.d. er allmikið dót á nokkrum athafnalóðum sem ekki virðist vera í virkri notkun og er til óprýði í umhverfi sínu.  Athafnafólk og fyrirtækjaeigendur, takið þetta föstum tökum og leggið ykkar af mörkum til þess að Grundarfjarðarbær hafi snyrtilegt og umhverfisvænt yfirbragð. 

Að dreifa möl um götur

Á vegum bæjarins eru götur Grundarfjarðarbæjar sópaðar af og til.  Þetta er gert til þess að fá snyrtilegra yfirbragð á bæinn og einnig til þess að verja malbikið skemmdum.  Ef möl og grjót liggja stöðugt á malbikinu skemmist það og verður holótt.  Á nokkrum stöðum háttar þannig til að malarplön eru við hús og vill mölin berast út á göturnar.  Þetta á ekki síst við um Grundargötu.  Eigendur allra húsa eru eindregið beðnir um að takmarka þetta eins og hægt er.  Nokkrir verktakar eiga það einnig til að aka vörubílum með malarfarma um götur bæjarins og virða ekki reglur um frágang farms, þ.e. hafa pallana ekki lokaða að aftan svo mölin sáldrast á göturnar.  Gott væri ef allir sameinuðust um að stoppa þessa óæskilegu malardreifingu nú þegar og kappkosta að hafa sem snyrtilegast yfirbragð á bænum.

Græn tunna á öll heimili ???

Ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á skoðanakönnun sem er í gangi varðandi "grænar tunnur".  Verið er að kanna hvort hemili í Grundarfjarðarbæ hafi áhuga fyrir því að hafa "græna tunnu" heima til þess að losa í pappír og plast (dagblöð, tímarit, umbúðir o.þ.h.).  Íslenska gámafélagið hf. býður fram þessa þjónustu gegn gjaldi sem er áætlað að verði nálægt 1.000 krónum á mánuði.  Lágmarksfjölda notenda þarf til þess að þjónustan verði sett af stað og miðað er við 40 heimili.  Skorað er á alla sem áhuga hafa, að láta skoðun sína í ljós með því að svara skoðanakönnuninni á heimasíðunni.

Nytjagámur

Nú er komin nytjagámur á gámasvæðið. Þar getur fólk gefið hluti sem það er hætt að nota. Markmiðið með nytjagáminum er að endurnýta húsmuni og þangað getur fólk komið og skoðað úrvalið.