Menningaráð Vesturlands

Lokafrestur til þess að sækja um styrki Menningaráðs Vesturlands fyrir árið 2013 rennur út 18. nóvember.sjá  http://www.menningarviti.is/  

Styrkir til náms,- verkfæra- og tækjakaupa

Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðra. Umsækjendur skulu eiga lögheimili á Vesturlandi, búa við varanlega örorku og vera orðnir 18 ára.

Frábær dagur hjá Rauða kross deild Grundarfjarðar!

Þann 25. okt 2012 komu um 130 manns á kynningu á RKÍ og sýningu á yndislega fatnaðinum, sem okkar stórkostlegu handverkskonur hafa unnið þetta árið til að svara ákalli frá Hvíta-Rússlandi. Þar gat á að líta hvernig hægt er að nýta gömul föt og hanna og sauma alveg ný!   Sjá nánar hér  

Markaskrá Snæfellsness-og hnappadalssýslu er komin út.

Eigendur fjár- og hrossamarka í Grundarfirði geta nálgast skrána á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar milli kl. 10-14 alla virka daga.  

Velheppnaður starfsmannadagur

Grundarfjarðarbær efndi til starfsmannadags með öllum starfsmönnum bæjarins föstudaginn 19. október síðastliðinn. Haldið var í Borgarfjörðinn og byrjað á vinnudegi á Hótel Borgarnesi.   Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri og Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar,fóru yfir innri og ytri málefni er snúa að bæjarfélaginu. Þá kynnti Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri , niðurstöður starfsmannakönnunar sem nýverið var framkvæmd í fyrsta sinn meðal allra starfsmanna Grundarfjarðarbæjar. Samkvæmt könnuninni eru starfsmenn ánægðir og sáttir við margt en einnig komu ábendingar um ýmislegt sem má bæta. Unnið verður frekar úr niðurstöðum könnunarinnar og gerðar áætlanir um úrbætur þar sem þess er þörf.  

Rauði kross Íslands - Endurvinnsla – nýting á fötum!

Á fimmtudaginn 25. október verður sýning á þeirri frábæru vinnu sem verið hefur í gangi nú á haustdögum. Þar hafa fjölmargar konur lagt hönd á plóg við að breyta alls konar fötum í barnastærðir og garni í stórkostlegan fatnað fyrir börn, sem búa við mjög mikla fátækt og kulda í Hvíta-Rússlandi.   Sjón er sögu ríkari, komið og kíkið við á Borgarbrautinni frá kl 10:00 – 12:00!    

Karlakaffi í dag

Minnum á karlakaffið í dag klukkan 14:00 í Verkalýðsfélagshúsinu. Allir velkomnir.   

Auglýsing um kjörfund vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjörfundur, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskránni, verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 20. október 2012. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 10:00 til kl. 22:00. Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum.   Kjörstjórn Grundarfjarðar  

Lokað föstudaginn 19. október.

Grundarfjarðarbær efnir til starfsmannadags með öllum starfsmönnum bæjarins föstudaginn 19. október 2012. Af þeim sökum verða allar stofnanir Grundarfjarðarbæjar, nema höfnin og áhaldahús, lokaðar þann dag.      

Seinkun á kvikmyndahátíð

Vegna aukinnar aðsóknar í ferðaþjónustu í Grundarfirði í febrúar- og marsmánuði á næsta ári verður hátíðin ekki haldin í mars 2013 eins og gert var ráð fyrir.   Ástæðan á bakvið þessa gífurlegu aukningu eru háhyrningar sem koma inn í fjörðinn á þessum árstíma og hafa laðað að fjölda ferðamanna. Hátíðin verður þ.a.l. færð fram í nóvember 2013 en nákvæmar dagsetningar verða tilkynntar innan skamms.   Northern Wave