Norræna bókasafnavikan

Mánudaginn 14. nóvember 2011 hefst Norræna bókasafnavikan. Mánudagurinn er stóri upplestrardagurinn. Fylgist með á Facebook og skemmtið ykkur yfir norrænum húmor. Norræn fyndni 1998.

Tilkynning vegna breytinga í útboði á snjómokstri

Tilkynning vegna breytinga á lið 13.d. og 31 í útboði á snjómokstri fyrir Grundarfjarðabæ.   Til þeirra er málið varðar: Ákveðið hefur verið að breyta eftirfarandi skilyrðum í útboði á snjómokstri í Grundarfirði eins og lýst er hér að neðan:  

Útboð - snjómokstur 2011

Grundarfjörður óskar eftir tilboðum í snjómokstur í bænum frá nóvember 2011 til júní 2015. Tilboðsgögn má nálgast á vef Grundarfjarðarbæjar og á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar Grundargötu 30. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar eigi síðar en kl. 11, miðvikudaginn 9. nóvember og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Grundarfjarðabær.  

Fjölskyldudagur 30. október 2011.

Frá vinstri: Salbjörg S. Nóadóttir, Kolbrún Grétarsdóttir og Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri   Sunnudaginn 30. október sl. var haldinn fjölskyldudagur í samkomuhúsi Grundarfjarðar. Þar bauð 9. bekkur grunnskólans upp á kaffiveitingar og ýmislegt til skemmtunar.

Aurskriða féll í Kirkjufelli fyrr í mánuðinum

Hér má sjá hvar spýjan féll úr Flettum. Ljósm. SK.   Stór og löng aurskriða féll í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur vikum. Skriðan féll í Búðarlandi en Valgeir Þór Magnússon bóndi í Kirkjufelli segir grenjandi rigningar hafa verið dagana áður. “Það var mikil mildi að skriðan skyldi ekki falla nálægt bæjum eða fólki. Þó var fé á beit í fjallinu þegar skriðan féll en ég get þó ekki séð að það vanti neitt fé hjá okkur. Það er auðvitað búið að smala og flestar kindur voru heima í túni þegar skriðan féll,” sagði Valgeir í samtali við Skessuhorn.

Íþróttaskólinn fellur niður í dag

Íþróttaskólinn fellur niður í dag vegna brúðleiksýngar sem verður í Sögumiðstöðinni klukkan 17.00 í dag.

Ríkisfang: Ekkert

Hvernig er hægt að vera ríkisfangslaus? Hvað eru landtöku-byggðir? Og hvernig er að búa í tjaldi? Sigríður Víðis Jónsdóttir fjallar um málefni Palestínu, stofnun Ísraelsríkis, vegatálma á Vesturbakkanum og sýnir myndir af vettvangi. Hún svarar spurningum og les upp úr bók sinni Ríkisfang: Ekkert, sem fjallar um palestínsku flóttakonurnar á Akranesi sem fengu hæli á Íslandi haustið 2008. Sigríður er fædd á Akranesi 1979.

Opið hús í Grunnskóla Grundarfjarðar

Opið hús  verður í Grunnskóla Grundarfjarðar föstudaginn 28. október frá kl.11:00 – 12:30. Skólastofur verða opnar og mörg falleg verk eftir nemendur hanga á veggjum skólans. Einnig er gestum frjálst að koma og fylgjast með kennslu. Hatta- og hárskrautsdagur verður á morgun sem setur skemmtilegan svip á daginn.

Sveitarútilega Fálkaskáta úr Grundarfirði.

Daganna 21-23. október fóru 24 fálkaskátar Skátafélaginu Erninum - Æskulýðsfélagi Setbergssóknar í sveitarútilegu sína sem var haldin á hinum forna þingstað Þingvöllum í Helgafellssveit.      

Lúðrasveit Tónlistaskólans á ferðinni.

Lúðrasveit tónlistaskólans ásamt Baldri, stjórnanda sveitarinnar.   Í tilefni Rökkurdaga fór Lúðrasveit tónlistaskólans á flakk um bæinn og spilaði vel valin lög fyrir bæjarbúa. Á þriðjudagsmorgun spiluðu þau, undir styrkri stjórn Baldurs tónlistakennara, í anddyri bæjarskrifstofunnar, viðstöddum til mikillar ánægju. Frábær hópur sem lét sig ekki muna um það að flækjast á milli staða með öll sín hljóðfæri og taka nokkur lög. Takk fyrir okkur. Hér má sjá fleiri myndir.