Við tímamót

Nú í lok árs 2013 eru sérstök tímamót hjá Grundarfjarðarbæ. Árið hefur verið viðburðaríkt og góðum árangri hefur verið náð á mörgum sviðum.   Undanfarin ár hefur mikil orka farið í að endurreisa fjárhag sveitarfélagsins svo það hafi burði til að takast á við ný verkefni. Með samstilltu átaki bæjarstjórnar, starfsfólks og íbúa Grundarfjarðar hefur okkur tekist að snúa fjárhag þess þannig að jafnvægi hefur verið náð í rekstrinum. Það er undirstaða uppbyggingar næstu ára. Rekstrarafgangur verður á þessu ári og áætlanir ganga út á að svo verð næstu árin. Skuldir sveitarfélagsins munu fara niður fyrir lögbundið hámark mun fyrr en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Á fyrstu vikum nýs árs lýkur formlegu samstarfi Grundarfjarðarbæjar og Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna fjárhagslegrar úttektar á sveitarfélaginu árið 2012.  

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Klakks

Opnunartími flugeldasölunnar. Sjá auglýsingu hér.   

Íbúð á Hrannarstíg 30

Íbúð fyrir eldri borgara á Hrannarstíg 30 er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 10% hlutareign. Íbúðin er þriggja herbergja, 80m2 auk 23m2 bílskúrs, alls 103m2.   Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2014.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað - ath. ekki er nauðsynlegt að nota þetta eyðublað en mikilvægt er að upplýsingar sem óskað er eftir í "reglum vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara", komi fram í umsókn.   Væntanlegir umsækjendur eru  því hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun íbúða fyrir eldri borgara sem eru hér meðfylgjandi.   Bæjarstjóri    

Flokkum sorp

Grundarfjarðarbær, ásamt öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi, hafa verið í fararbroddi í umhverfismálum á undanförnum árum. Það skiptir miklu máli, því það eru mikil verðmæti fólgin í góðri umgengni og meðferð úrgangs er meðal mikilvægustu umhverfismála.   Sveitarfélögin á Snæfellsnesi voru þau fyrstu í Evrópu til að fá umhverfisvottun og tóku forystu meðal sveitarfélaga á Íslandi á leiðinni að sjálfbærri þróun.   Auðlindir heimsins eru ekki óþrjótandi og í sorpi eru fólgin verðmæti sem mikilvægt er að nýta. Ávinningur af flokkun heimilissorps er ótvíræður, m.a. sá að nýta dýrmætan urðunarstað lengur og endurvinnsla er ódýrari en frumvinnsla. Kostnaður við urðun sorps fer hækkandi og því er mikilvægt að draga úr urðun svo sem kostur er.  

Heimsending matar

Í samstarfi við Fellaskjól stendur eldri borgurum til boða að fá heimsendan mat í hádeginu alla virka daga. Hver skammtur kostar 750 kr. Aðeins er í boði full áskrift, þ.e. alla virka daga mánaðarins.   Um er að ræða tilraunaverkefni og verður þjónustan endurmetin í ljósi reynslunnar.   Skráning og nánari upplýsingar fást á Fellaskjóli í síma 438 6677.   Grundarfjarðarbær og Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól

Opnunartími bæjarskrifstofu yfir hátíðarnar

24. desember – lokað 27. desember – opið kl. 10-14 30. desember – opið kl. 10-14 31. desember – lokað 2. janúar – lokað  

Gjafir frá Paimpol

Jólakveðja frá Bókasafni Grundarfjarðar     Í nóvember 2013 heimsóttu Grundarfjörð gestir frá Paimpol sem gistu í heimahúsum og skoðuðu sig um á Snæfellsnesi. Eftir heimsóknina fengum við sendan pakka sem innihélt bækur nokkurra íslenskra höfunda, þýddar á frönsku.   Kærar þakkir, Mercy beaucoup, Claudine Panciroli 

Lýsing vegna breytingar aðalskipulags þéttbýlis Grundarfjarðar 2003-2015, hafnarsvæði.

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu.   Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015, Hafnarsvæði.   Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi þéttbýlis í Grundarfirði. Tilgangur með breytingunni er að laga landnotkun að skilgreiningu athafnarsvæðis í nýjum lögum og skipulagsreglugerð. Einnig er lögð áhersla á að tryggja möguleika fyrir fjölbreytilega starfssemi með vissri blöndun byggðar. Lýsingin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, (klikka hér) og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Grundargötu 30 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 20. desember til 9. janúar og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is  í síðasta lagi 9. janúar 2014   Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.  

Jólin á bókasafninu

Kynning á unglingabókum, höldum áfram með músastiga og stjörnurnar fimmtudaginn 19. des. kl. 16-18.   Óvissujólabókapakkar undir jólatréð Bókasafnið vill koma til móts við heimilin og bjóða upp á bókapakka handa fjölskyldunni. Foreldrar. Munið að þið eruð besta lestrarhvatningin fyrir börnin ykkar og unglingana. Þau njóta þess að láta lesa fyrir sig. Bókasafnið er í Sögumiðstöðinni Opið á Þorláksmessu kl. 14-21, til kl. níu.