Fréttatilkynning frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi settu í sumar á laggirnar samstarfsnefnd sem er ætlað að meta kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna.  Á fundi Héraðsnefndar Snæfellinga með sveitarstjórnarmönnum í vetur kom fram að gott væri fyrir sveitarfélögin að vinna slíka úttekt og huga þannig að álitamálum í sameiningu sveitarfélaganna, m.a. í ljósi áfoma ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu sveitarstjórnarstigsins.   

Aðaltollhöfn í Grundarfirði?

Hafnarstjórn Grundarfjarðar hefur ákveðið að óska eftir því við fjármálaráðherra að Grundarfjarðarhöfn verði gerð að aðaltollhöfn. “Það breytir því að við getum tekið inn erlend skip sem hefðu þá Grundarfjarðarhöfn sem fyrsta eða síðasta viðkomustað hér á landi,” segir Björg Ágústsdóttirbæjarstjóri Grundarfjarðar. “Helstu rökin eru stóraukin umferð skemmtiferðaskipa og aukning á skipakomum almennt. Þá er mikið um löndun iðnaðarrækju til vinnslu hér á staðnum og einnig eru áform um byggingu frystihótels í tengslum við starfsemi hafnarinnar. Því teljum við að það geti styrkt höfnina og atvinnulífið á staðnum ef þetta gengur eftir,” segir Björg. Sótt á www.skessuhorn.is

Námsstefna slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Gunnar Pétur Gunnarsson, slökkviliðsstjóri og Bergur Hrólfsson, varaslökkviliðsstjóri fóru í gær á námsstefnu á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Markmið með námsstefnunni er að gefa félögum LSS færi á að kynna sér nýungar í búnaði og starfi.    

Frá Vatnsveitu Grundarfjarðar

Vegna viðgerðar á stofnæð í Hrannarstíg verða vatnstruflanir á eftirtöldum svæðum á laugardag og sunnudag: Smiðjustígur, Dvalarheimilið Fellaskjól, Hrannarstígur 12, 14 og 18, Hlíðarvegur frá Borgarbraut að Hrannarstíg og Fagurhóll. Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa.   Verkstjóri  

Útivistartímar

Foreldrar verum samtaka   Frá 1. september til 1. maí er útivistartími sem hér segir:   12 ára börn og yngri mega vera úti til kl. 20 13-16 ára börn mega vera úti til kl. 22   Aldur miðast við fæðingarár.   Íþrótta- og tómstundanefnd  

Frítt í sund - lengdur opnunartími

Frá og með nk. föstudegi verður sundlaugin opin alla virka daga kl. 13-20. Opnunartími á laugardögum verður óbreyttur, kl. 13-17. Frítt verður í sund kl. 13-16 á virkum dögum.    

Frá Norska húsinu

Í sumar efndi Byggðasafn  Snæfellinga og Hnappdæla til opinnar humyndasamkeppni um gerð minjagripa sem tengjast Norska húsinu eða Snæfellsnesi og sem nýta mætti til skrauts, skemmtunar eða daglegra nota. Markmiðið var að fá fram hugmyndir að hlutum sem hægt væri að selja í krambúð Norska hússins. Frá vinstri: Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Handverks og Hönnunar, Guðmundur Páll Ólafsson, ljósmyndari og rithöfundur, Ástþór Jóhannsson grafískur hönnuður, Steinþór Sigurðsson sýningarhönnuður, Elín Una Jónsdóttir safnvörður Snæfellsbæjar og Gunnar Kristjánsson verslunareigandi og formaður Safnanefndar Byggðasafnsins. Á myndina vantar Aldísi Sigurðardóttur forstöðumann Byggðasafns Snæfellinga. Fyrir borðsendanum er svo hundurinn Aska.

Frá hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar

Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar auglýsir til sölu hlutabréf Grundarfjarðarhafnar að nafnverði 3.862.694 kr. í hlutafélaginu Snæís hf. í samræmi við ákvörðun hafnarstjórnar um sölu bréfanna. Heimilt er að bjóða í hluta af heildareigninni.  

Leikskólaþing leikskólanna á Snæfellsnesi

Mánudaginn 4. október nk. er leikskólaþing leikskólanna á Snæfellsnesi. Þann dag eru leikskólarnir lokaðir og allt starfsfólk á námskeiði. Þrjú námskeið verða í boði sem starfsmenn skipta sér niður á. Námskeiðin eru um menningarlegan fjölbreytileika, könnunarleik yngri barna og heilbrigði og hreyfingu.

Friðrik Vignir með tónleika í Stykkishólmi

Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgel Bavo dómkirkjunnar í Haarlem, Hollandi Friðrik Vignir Stefánsson, organisti heldur orgeltónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 3. október 2004 kl. 17.00. Á efnisskránni er Prelúdía og fúga í C-dúr (BWV 545) eftir J.S. Bach, þrír sálmaforleikir eftir J.S. Bach, Prelúdía og fúga í C-dúr (BWV 547) eftir J.S. Bach, Forspil um sálm sem aldrei var sunginn eftir Jón Nordal, Himna rós, leið og ljós (lag úr Hymnodíu frá 18.öld) eftir Ragnar Björnsson, þrjár prelúdíur op. 2 eftir Árna Björnsson og þættir úr hinni þekktu Gotnesku Svítu eftir Leon Boëllmann.