Björg Ágústsdóttir ráðin bæjarstjóri

Björg Ágústsdóttir verður nýr bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar.

Tilkynning um fundartíma bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að halda reglulega fundi sína annan fimmtudag í mánuði, kl. 16.30, í Ráðhúsi Grundarfjarðar.

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2018

Við minnum á hina árlegu Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar en þema keppninnar í ár er fuglar og dýr. Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu janúar til nóvember 2018 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.

Hátíðahöld á 17. júní í Grundarfirði

Hátíðardagskráin fyrir 17. júní 2018 hefst á Grundar- og Kvernárhlaupi kl 10:30. Skrúðganga fer frá víkingasvæðinu kl 13:45 og hátíðardagskráin byrjar kl 14:00 á svæðinu milli íþróttavallar og íþróttahúss. Dagskráin endar á sundlaugarpartýi í Sundlaug Grundarfjarðar og er ókeypis aðgangur í laugina á meðan.