Vorhreinsun í Grundarfirði

Helgina 11.-12. maí 2013 verður hreinsunardagur í Grundarfirði. Allir eru hvattir til hreinsunar á sinni lóð og nánasta umhverfi. Gámastöðin verður opin lengur laugardaginn 11. maí eða frá kl. 12:00-16:00. Götur verða svo sópaðar mánudaginn 13. maí.   Tökum höndum saman og gerum bæinn okkar snyrtilegan fyrir sumarið.   Grundarfjarðarbær    

Sumarstörf í menningarmiðstöð

Laus eru til umsóknar sumarstörf í upplýsingamiðstöð ferðamanna sem starfrækt verður í Menningarmiðstöð Grundarfjarðar. Viðkomandi starfsmenn munu jafnframt sinna veitingasölu. Góð tungumálakunnátta og góð þekking á staðháttum æskileg.   Vinnutími er breytilegur á opnunartíma menningarhúss frá byrjun júní til ágústloka.   Sækja um sumarstarf í menningarmiðstöð.   Umsóknarfrestur er til og með 8. maí nk.   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunni í síma 430 8500. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á grundarfjordur@grundarfjordur.is   

Bæjarstjórnarfundur

160. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, þriðjudaginn 30. apríl 2013, kl. 16:30.   Dagskrá:  

Breytingar í Sögumiðstöðinni

Eins og bæjarbúar hafa tekið eftir standa yfir framkvæmdir í húsnæði Sögumiðstöðvarinnar.  Undanfarin 10 ár hefur verið unnið þarna mikið frumkvöðlastarf sem Ingi Hans Jónsson hefur leitt.   Sögumiðstöðina hafa sótt þúsundir ferðamanna í gegnum árin en óbreyttur rekstur var ekki sjálfbær.  Eftir miklar vangaveltur um stöðu og möguleika Sögumiðstöðvarinnar var tekin sú ákvörðun að efla hana sem menningarmiðstöð. Að þeirri stefnumótun kom stjórn Eyrbyggju-Sögumiðstöðvar og bæjarstjórn. Menningarmiðstöðin á að hafa það lykilhlutverk að íbúar Grundarfjarðar líti á hana sem stað fyrir fjölbreytta félagsaðstöðu.  

Sumardagurinn fyrsti.

Dagskrá 25. apríl í tilefni af Umhverfisdeginum.   Svo framarlega sem jörð verður auð og veður skaplegt á Umhverfisdaginn, býður Skógræktarfélag Eyrarsveitar fólki að koma í aðkomusvæðið við Ölkelduveg frá kl. 13 til 16. Grenitré, hæð frá 50 til 120 cm með rót verða til sölu. Verð frá 500 kr stk. Afsláttur ef keypt eru mörg. Einnig er hægt að leggja fram pöntun á trjám. Sýning verður á grisjun í Bergfurulundinum. Formaður sýnir tæknina með keðjusöginni ( eyðilegginguna ) og hægt er að kaupa arinvið sem fellur til við verkið, þá eða seinna. Skógræktin skoðuð og fylgst er með hvernig trjátegundir spjara sig í náttúrunni.   Verið vekomin.   Skógræktarfélagið    

Aðalfundur skógræktarfélagsins

Enn minnum við á aðalfund Skógræktarfélagsins sem verður í dag 24. apríl klukkan 17:00 að Grundargötu 51 hjá Sunnu Njálsdóttur. Verum dugleg að mæta og gerum okkur skemmtilega stund. Aðalfundir og skógræktarfundir ganga ekki aðallega út á það að tala bara um þessi tré. Hér hittist fólk og talað er um fólkið, fjöllin og fjörðinn. Sveitamenn og þorparar hittast og ýmislegt ber á góma. Endilega komið, nóg pláss hjá Sunnu og Gunna Jó. Þeir sem vilja ganga í félagið eru hvattir til að koma og kynnast starfinu. Bakið þarf ekki að vera í lagi.   Verið velkomin    

Tónleikar stórsveitarinnar

Stórsveitin er skipuð ungmennum sem eru í námi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga og er sveitin að æfa tvisvar í viku að staðaldri og er áfangi í námi þeirra við FSN.   Mánudaginn 22. apríl eru tónleikar í sal FSN kl 19:30.   Á efnisskránni eru lög sem brúar bilið á mili kynslóða. T.d. má nefna lög eftir Bítlanna, James Brown, Stevie Wonder og Hauk Morthens. Einnig er tónlist eftir Adele, Michael Jackson og fleiri yngri tónlistarmenn. Þetta er metnaðarfull dagskrá sem flutt verður og vonandi munu sem flestir fjölmenna á þessa glæsilegu tónleika.   Stórsveitin vill sérstaklega bjóða eldri borgurum á tónleika og fá þeir frían aðgang að þeim. Einnig er ókeypis aðgangur fyrir 18 ára og yngri. Miðaverð er aðeins 1000 kr.   Þess má geta að meðlimir Stórsveitar Snæfellsness koma af öllu Snæfellsnesi.

Kæru Grundfirðingar nú höldum við Kótilettukvöld sem enginn má missa af.

Kótilettur, grænar baunir, sulta, smjör, kartöflur og frábær skemmtidagskrá í boði.Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á þennan viðburð og skemmta sér með okkur. Allur ágóði fer í rekstur meistaraflokks Grundarfjarðar sumarið 2013.Fyndnasti maður Íslands árið 2011. Daníel Geir Moritz mun skemmta.Uppboð og sitthvað fleiraVeislustjórn í höndum Kára P. Ólafssonar Miðvikudaginn 24. apríl. Miðaverð er aðeins 2500 kr. fyrir mat og skemmtun. Forsala aðgöngumiða er hafin hjá Guðrúnu í síma 866 9700      

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum.

Námsgreinar   Stöðuhlutfall   Danska             50%   Efnafræði         50% Enska               75%    afleysing í eitt ár Íslenska          100%  afleysing í eitt ár Líffræði             50% Spænska           50%    afleysing í eitt ár   Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans.      

Síldardauðinn í Kolgrafafirði – opinn fundur með ráðherra

Umhverfis- og auðlindaráðherra mætir á opinn fund um síldardauðann í Mynd: Tómas Freyr KristjánssonKolgrafafirði fimmtudaginn 18. apríl, kl. 17:00-18:45, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Á fundinum verður fjallað um rannsóknir á lífríki og umhverfi, vöktun svæðisins, hreinsunaraðgerðir og viðbúnað fyrir framtíðina. Auk ráðherra mæta á fundinn fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Náttúrustofu Vesturlands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, auk fulltrúa ráðuneytis og heimamanna.   Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Grundarfjarðarbær