Fundargerðir framkvæmdaráðs Snæfellsness

Vakin er athygli á því að fundargerðir framkvæmdaráðs Snæfellsness eru aðgengilegar á vef Grundarfjarðarbæjar. Neðarlega á hægri hlið forsíðunnar, undir dálknum gaman að skoða, er hægt að smella á Green Globe 21 merkið og þá opnast undirsíða með ýmsum upplýsingum um Green Globe 21 og stefnu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi í sjálfbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála Snæfellsness. Hægt er að fara beint inn á síðuna hér.

Opinn kynningarfundur um hitaveitumál

Orkuveita Reykjavíkur, í samvinnu við Grundarfjarðarbæ, boðar til kynningarfundar um hitaveituvæðingu Grundarfjarðar.   Fundurinn verður haldinn í samkomuhúsi Grundarfjarðar í kvöld,  1. nóvember, kl. 20.00  Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið yfir rannsóknir og fyrirhugaða lagningu hitaveitu, skv. samningi við Grundarfjarðarbæ. Á fundinum verður kynnt staða rannsóknanna og áform um framkvæmdir við lagningu veitunnar, auk þess sem fulltrúar OR munu kynna fyrirtækið og leita eftir sjónarmiðum íbúa.    Allir hvattir til að mæta!

Staðan í hópleiknum.

  Aðeins hefur saxast á forskot EÝ hópsins og nú munar aðeins einu stigi á þeim og Sætum. Gaman að sjá hvernig fer í næstu viku. Eý er í fyrsta sæti , sætir í öðru og stelpurnar í Hársport United í því þriðja. UMFG þakkar góðar viðtökur við kökubasarnum. Stöðu allra hópanna má sjá hér fyrir neðan.

Stór glæsilegur kökubasar.

 Núna er í Sögumiðstöðinni glæsilegur kökubasar með fulllt af hnallþórum og öðru góðgæti. Opið er fyrir 1x2 til kl 12:30. Sögumiðstöðin verður opin til kl 16 í dag. Til sýnis eru einnig munir tengdir enska boltanum.

Gatnagerð, skipulagshönnun og útboð sorpmála

Á fundi bæjarráðs þann 26. október sl. og á fundi umhverfisnefndar þann 18. október sl. var kynnt tillaga um gatnagerð í Fellabrekku. Um er að ræða nýjan botnlanga, sem kemur í framhaldi af núverandi hluta Fellabrekku. Á næstu dögum verður tillagan kynnt íbúum í nágrenninu.    

Menningarsamningur og vaxtarsamningur á aðalfundi SSV

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) var haldinn föstudaginn 28. október, á Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd.  

Rökkurdagar fara vel af stað

Rökkurdagar í ár hafa farið mjög vel af stað. Vika er liðin og margir skemmtilegir menningarviðburðir hafa átt sér stað. Aðsókn að viðburðum hefur verið góð, enda dagskráin fjölbreytt.    

Atvinnuráðgjöf Vesturlands

Kristín Björg Árnadóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands frá og með 1. nóvember n.k. Hún mun hafa ferðamál sem sitt sérfag, en hún lauk námi í markaðshagfræði í janúar sl. frá Vitus Bering skólanum í Horsens, Danmörku.  

Grundarfjarðarhátíð á Classic Rock í Reykjavík

Hljómsveitin Feik frá Grundarfirði mun spila á Classic Rock, Ármúla 5 í Reykjavík, föstudagskvöldið 28. og laugardagskvöldið 29. október n.k. frá kl. 23:00 til kl. 03:00 bæði kvöldin. Aðgangseyrir er 500 kr. Allir Grundfirðingar, bæði heimamenn og brottfluttir, eru hvattir til að mæta á þessa einstöku hátíð!

Nýr vegur yfir Kolgrafafjörð formlega vígður

Föstu­daginn 21. október sl. opnaði sam­göngu­ráð­herra formlega nýjan veg um Kolgrafafjörð.   Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klippir á borðann ásamt Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóra. Mynd: G. Kristj. Verkið var boðið út í febrúar 2003. Samið var við Háfell ehf. og Eykt ehf. um verkið og hófust framkvæmdir í lok apríl 2003. Vegurinn var lagður bundnu slitlagi og opnaður fyrir umferð haustið 2004 sem var 6 mánuðum á undan áætlun. Verktakinn lauk síðan við sinn hluta verksins sl. sumar.