Á góðri stund

Bæjarhátíðin „Á góðri stund“ fór fram um liðna helgi, dagana 25.–28. júlí. Að loknum hverfaskreytingum á fimmtudegi bauð Samkaup bæjarbúum og bestum til grillveislu í hátíðartjaldi. Að loknu grilli steig Sólmundur Hólm á svið og fór með uppistand. KK og Maggi Eiríks fylgdu svo í kjölfarið. Það má samt segja að stjörnur kvöldsins hafi verið þær Gréta Sigurðardóttir og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir. Þær sungu nokkur lög og spiluðu á gítar við mikla hrifningu áhorfenda.    

Það gengur á ýmsu hjá víkingunum

   

Froðugaman

    Börn og fullorðnir skemmtu sér vel á Kirkjutúninu í dag.

Grænir eru hugmyndaríkir

 

Le Soleal

  Lúxusskemmtiferðaskipið Le Soleal lagðist að Grundarfjarðarhöfn í morgun. Skipið fór síma jómfrúarferð í júní fyrr á þessu ári og er því alveg nýtt. Um borð eru um það bil 200 farþegar.         

Bærinn skartar sínu fegursta

    Bæjarbúar vinna hörðum höndum að því að koma bænum í hátíðarbúning.

Opnunartími sundlaugarinnar um helgina

Föstudagur: 07:00 - 20:00   Laugardagur: 10:00 - -19:00   Sunnudagur: 10:00 - -19:00   Athugið að ekki er hleypt ofaní laugina hálftíma fyrir lokun. Börn undir 10 ára þurfa að vera í fylgd með 15 ára eða eldri, ekki er leyfilegt að vera með fleiri en 2 börn nema að þau séu í fylgd með foreldri eða forráðamanni. Æskilegt er að fólk sé farið út úr húsi við lokun.  

Lengri opnunartími gámastöðvar

Opnunartími gámastöðvar verður lengdur á morgun, fimmtudag. Opið verður frá kl. 15:00 - 18:00 þannig að góður tími er til að losa sig við rusl fyrir hátíðarhelgina.

Hlutastörf í íþróttahúsi

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir starfskrafti í tvö hlutastörf, annars vegar baðvörð í kvennaklefa og hins vegar baðvörð í karlaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar.    Baðverðir hafa umsjón með baðvörslu í kvenna- og karlaklefum íþróttahúss ásamt þrifum.   Vinnutími er frá kl. 16:00 mánudaga til fimmtudaga, frá 2½ til 4 klst. á dag. Starfshlutfall er um 35%.   Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 430 8564 eða á netfangi steini@grundarfjordur.is   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2013. Ráðið er í störfin frá 2. september 2013. Umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is   Sækja um starf í íþróttahúsi 

Góð þátttaka í golfnámskeiði barna í Grundarfirði

                                    Í morgun hófst golfnámskeið fyrir börnsex ára og eldri á vegum Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði. Afar góð þátttaka er á námskeiðinu en alls taka þátt um 30 krakkar á öllum aldri. Það er Margeir Ingi Rúnarsson sem hefur umsjón með því en kennt er í tvo tíma í senn. Farið er yfir öll helstu grunnatriði golfíþróttarinnar á námskeiðinu, allt frá reglum og siðum til golfsveiflunnar sjálfrar, auk þess sem upphafshögg, vipp og pútt eru æfð. Námskeiðinu lýkur síðan á fimmtudaginn þar sem efnt verður til veislu fyrir þátttakendur.