Kirkjuskólinn og Skátar

Kirkjuskóli hefst á morgun, miðvikudag 2. feb. kl. 16.15 Skátar byrja á fimmtudaginn 3. feb. Drekaskátar kl. 16.00 Fálkaskátar kl. 17.00  

Vesturlandsslagur í Gettu betur í kvöld

Fyrri umferð í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hófst á Rás 2 í gærkvöldi. Í kvöld etja hins vegar kappi allir framhaldsskólar Vesturlands og hefst dagskráin kl. 19.30 með sannkölluðum Vesturlandsslag þegar lið Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði mætir nemendum frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Strax á eftir þeirri viðureign, eða kl. 20, mætir síðan Menntaskóli Borgarfjarðar sigursælu liði Verzlunarskóla Íslands. Alls taka keppnislið frá 30 skólum þátt í Gettu betur að þessu sinni en keppnin er með útsláttarsniði sem fyrr í tveimur umferðum. Fimmtán sigurlið og stigahæsta tapliðið úr fyrri umferð keppa í seinni umferðinni og þá keppa sigurliðin átta úr seinni umferðinni síðan í Sjónvarpinu.  Af vef Skessuhorns, www.skessuhorn.is

Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa lagt niður

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja niður embætti skipulags- og byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2011. Ástæðan minnkandi verkefni hjá embættinu.   Samið hefur verið við Snæfellsbæ um kaup á þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa frá sama tíma.  

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2010/2011

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 999/2010um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011   Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður)   Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu  nr. 68/2011 í Stjórnartíðindum.

Háls-,nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði föstudaginn 4. febrúar   n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, sími 430 6800  

Skólahreysti 2011

Miðvikudaginn 26. janúar var haldin innanhússkeppni í skólahreysti hérna í grunnskólanum.  Keppnin gekk mjög vel og tóku alls 19 nemendur skólans þátt, frá 7.-10. bekk.     Keppendur í skólahreysti 2011 / myndir Sverrir Karlsson     Sjá fleiri myndir hér.                                          

Bæjarstjórnarfundur

132. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn föstudaginn 28. janúar 2011, kl. 16:15 í Samkomuhúsinu. Öllum er velkomið að sitja fundinn og fylgjast með því sem fram fer.  

Þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar

Verður í samkomuhúsinu laugardaginn 5. febrúar. Hver verður fyrstur á húninn? Sjá auglýsingu hér. 

Opið fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/Velferðarráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2011 lausa til umsóknar. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum:   verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar viðskiptahugmynd sé vel útfærð veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar og gerðar markaðsáætlunar, þróunar vöru eða þjónustu, hönnunar og efniskostnaðar. ennfremur get konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og hafa hug á því að stofna fyrirtæki á næstunni eða hafa stofnað fyrirtæki og ekki hafið rekstur, sótt um styrk til að koma henni í framkvæmd.   Nánari upplýsingar er að finna hér.

Elsti Grundfirðingurinn 95 ára

Svanborg R. Kjartansdóttir hélt upp á 95 ára afmælið sitt í gær með vinum og vandamönnumn. Hún fæddist 23. janúar árið 1916 á Þórdísarstöðum í Eyrarsveit. Svanborg bjó í Vindási alla sína búskapartíð en hefur síðastliðin þrjú ár búið á Dvalarheimilinu Fellaskjóli í góðu yfirlæti. Ættartréð er orðið hið glæsilegasta og á Svanborg 103 afkomendur.   Við óskum Svanborgu innilega til hamingju með afmælið.