Framkvæmdaáætlun staðardagskrá 21

Vinnu við framkvæmdaáætlun staðardagskrár 21 er lokið. Áætlunin tekur til stefnu í holræsa og fráveitumálum, úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum, náttúrumengun, gæði neysluvatns, menningarminjum og náttúruvernd, umhverfisfræðslu, opinber innkaup, ræktun og útivist og að lokum umferð og flutninga.   Tilkynning um almennan kynningafund verður auglýst síðar.   Framkvæmdaáætlun staðardagskrár 21    

Staða skólameistara við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Snæfellinga rann út föstudaginn 21. nóvember sl.  Menntamálaráðuneytinu bárust átta umsóknir um stöðuna.

Hundur í óskilum

Hundur hefur verið í óskilum í áhaldahúsinu frá því á laugardaginn. Eigandi hundsins vinsamlegast vitji hans sem fyrst svo ekki þurfi að koma til frekari aðgerða.

Veðrið í Grundarfirði

Veðurstofa Íslands er búin að setja upp sjálfvirka veðurstöð í Grundarfirði.  Stöðin er staðsett í landi Grafar. Veðurstöðin mælir hita, vindhraða, vindátt og úrkomu á 10 mín fresti allan sólarhringinn.  

Framhaldsskólafréttir

Skólameistari Í dag, 21. nóvember kl. 16.00, rennur út umsóknarfrestur um stöðu skólameistara fyrir Framhaldsskóla Snæfellinga. Auglýsinguna má finna með því að smella hér. Það er menntamálaráðherra sem skipar í stöðu skólameistara, en það gerir hann að fenginni umsögn skólanefndar skólans.

Framtíðarsýn í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi

Í tengslum við ákvörðun sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi um að leita eftir vottun  frá umhverfisvottunarsamtökunum Green Globe 21 fer nú fram vinna að stefnumótun um framtíðarsýn í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi.   Leitað er eftir tillögum og hugmyndim um allt það sem snýr að ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Boðið verður upp kaffi á fundunum sem verður í Grundarfirði Fimmtudaginn  20. nóvember í Samkomhúsinu Grundarfirði. Stjórnandi: Ragnhildur Helga Jónsdóttir, UMÍS ehf. Environice, Borgarnesi   FUNDURINN HEFST KL. 20:30

Minnisvarði um Edduslysið afhjúpaður

Næst komandi sunnudag 16. nóvember verða liðin 50 ár frá því að síldveiðiskipið Edda GK 25 fórst í aftakaverðri hér út á Grundarfirði. Sjómannadagsráð Grundarfjarðar hefur að undanförnu undirbúið uppsetningu minnisvarða um þetta hræðilega slys. Ráðið leitaði til Árna Johnsen um gerð minnisvarðans sem reistur verður við Grundarfjarðarhöfn.  

Reglur um úthlutun byggðakvóta

Bæjarráð Grundarfjarðar hefur gert tillögu til Sjávarútvegsráðuneytisins að úthlutunarreglum vegna úthlutunar 18 þorskígildistonna er úthlutað hefur verið til Grundarfjarðar.  

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn október 2003 - samanburður 2002

Í Grundarfjarðarhöfn var landaður afli í október 1.327.739 kg en í október 2002 1.229.798 kg.   Hér fyrir neðan er aflinn sundurskiftur eftir tegundum bæði árin.   Skipakomur í Grundarfjarðarhöfn þ.e. landanir á fiski á síðasta fiskveiðiári voru 2.693.  

Verndarsvæði Breiðafjarðar

Á bæjarstjórnarfundi 16. október sl. samþykkti bæjarstjórn ályktun um verndarsvæði Breiðarfjarðar.   Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir að kannað verði hvort hægt sé að breyta mörkum verndarsvæðis Breiðafjarðar, þannig að Grundarfjarðarbær standi utan þess og/eða aðrir möguleikar kannaðir er myndu einfalda stjórnsýslu vegna verndunar Breiðafjarðar.