Augnlæknir

31. maí nk.

Dagskrá Sjómannadagshelgarinnar

Dagskrá

Kvennahlaup ÍSÍ

Laugardaginn 2. júní verður kvennahlaup ÍSÍ haldið í Grundarfirði og hefst hlaupið kl 10:00 við íþróttahús bæjarins

Sumarnámskeið 2018

Sumarnámskeið Grundarfjarðarbæjar hefjast mánudaginn 4. júní og verða í boði fyrir börn fædd 2006-2012. Námskeiðin verða í tvær vikur í júní, eingöngu fyrir hádegi og síðan tvær vikur seinni part sumars. Skráningareyðublað má nálgast hér eða á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar.

Grundarfjarðarbær auglýsir að nýju eftir sumarstarfsfólki við umsjón og aðstoð á sumarnámskeiðum fyrir börn.

Sumarnámskeið – umsjónarmaður og aðstoðarmaður Leitað er að umsjónarmanni sumarnámskeiða fyrir börn í júní og ágúst. Starfið felst í skipulagningu, utanumhaldi og umsjón námskeiðanna. Jafnframt er leitað að aðstoðarmanni sem aðstoðar umsjónarmann við námskeiðahaldið. Umsækjendur þurfa að vera hugmyndaríkir, hafa getu til að vinna sjálfstætt, góða hæfni í mannlegum samskiptum auk reynslu og ánægju af að vinna með börnum. Starfstímabil er frá byrjun júní og fram í miðjan ágúst, með 5-6 vikna fríi á tímabilinu. Vinnutími er breytilegur. Um hlutastarf er að ræða.    

Hreyfivika UMFÍ verður dagana 28. maí - 3. júní

  Hin árlega Hreyfivika UMFÍ hefst á mánudaginn og að vanda er glæsileg dagskrá hreyfingar fyrir allan aldur komin út í Grundarfirði. Dagskránni er dreift í öll hús bæjarins í dag og á morgun svo allir ættu að geta kynnt sér hvaða möguleikar eru í boði þessa viku. Dagskrána má finna með því að smella hér.  

Vinnuskóli sumarið 2018

    Sumarið 2018 verður Vinnuskóli Grundarfjarðar starfræktur frá 4. júní til 9. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk.   Nemendur hafa þegar fengið umsóknareyðublöð afhent í skólanum en einnig má nálgast þau hér og skila á bæjarskrifstofu.  

Hreyfivika UMFÍ er í næstu viku

Hin árlega Hreyfivika UMFÍ verður dagana 28. maí - 3. júní næstkomandi. Að vanda hefur verið útbúin dagskrá fyrir Grundarfjörð og eru allir hvattir til að taka þátt í Hreyfivikunni, hvort sem er þátttaka í dagskránni eða bara hreyfing á eigin forsendum.

Opinn framboðsfundur

 

Bæjarstjórnarfundur

216. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 23. maí 2018, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 15:00.