Opið hús á Eldhömrum

Þriðjudaginn 25. apríl var eitt ár liðið frá því að 5. ára deild Grunnskóla Grundarfjarðar tók til starfa. Af því tilefni verður opið hús á Eldhömrum föstudaginn 28. apríl milli kl. 15:00 - 16:00.   Allir hjartanlega velkomnir.     

Barnaheill

Árlega hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á íslandi er hafin. Sjá auglýsingu hér.    https://www.facebook.com/hjolasofnunBarnaheilla    

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær auglýsir starf aðalbókara laust til umsóknar. Aðalbókari hefur umsjón með bókhaldi Grundarfjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Hann annast bókun fylgiskjala, afstemmingar og aðra úrvinnslu úr fjárhagsbókhaldi, sér um reikningagerð, skýrslugerð og greiningarvinnu úr bókhaldi auk þess að annast uppgjör og áætlanagerð í samvinnu við yfirmann og endurskoðendur  

Enn frestast opnun sundlaugarinnar vegna veðurs

    Áætlað er nú að opna Sundlaug Grundarfjarðar næstkomandi þriðjudag, 2. maí kl 07:00. Opnunartímar fram að sumaropnun verða eftirfarandi: Mánudagar - miðvikudagar kl 7-8:30 og 16-19 Fimmtudagar - föstudagar kl 7-8 og 16-19 Laugardagar - sunnudagar kl 13-16   Þann 19. maí hefst svo sumaropnun og verður þá opið alla virka daga kl 7-21 og um helgar kl 10-18.   Sjáumst hress í lauginni :)

Jákvæð afkoma Grundarfjarðarbæjar árið 2016

Ársreikningar Grundarfjarðarbæjar A- og B- hluta sjóða fyrir árið 2016 voru lagðir fram á fundi bæjarstjórnar 6. apríl  2017.   Heildartekjur samstæðunnar allrar voru 965 m. kr., en heildarútgjöld hennar þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta að fjárhæð 47,2 m. kr. voru 870,1 m. kr.    

Nýir pottar og betra aðgengi að Sundlaug Grundarfjarðar

    Undanfarnar vikur hafa staðið yfir breytingar og endurbætur á sundlaug bæjarins. Komnir eru tveir nýir pottar og verða góðar tröppur með handriði settar við þá til að auðvelda aðgengi að pottunum. Einnig er verið að breyta stiganum ofan í sundlaugina og verður hann meira aflíðandi ofan í laugina sem gerir aðgengi í hana auðveldari. Þá er verið að mála búningsklefana, endurnýja grindverkið í kringum sundlaugargarðinn og að lokum verður restin af grasinu í garðinum fjarlægð og gervigras sett í staðinn.  

Sænsk ungmenni í Grundarfjarðarkirkju

Vikarbyn og Vattnäs spelmannslag er hópur 23 ungmenna sem spila á fiðlu. Þau eru á aldrinum 13-15 ára.  Hópurinn spilar hefðbundna tónlist frá Dalarna, Svíþjóð og öðrum norðurlöndum auk írskra þjóðlaga. Þau hafa áður heimsótt Írland og nú hlakka allir til þess að kynnast hinni stórkostlegu náttúru Íslands og tónlistararfi.    

Kynningarfundur um strandhreinsun og plastpokalaust Snæfellsnes

      Kynningarfundur um Burðarplastpokalaust Snæfellsnes og Norræna strandhreinsunardaginn á Snæfellsnesi verður haldinn á skrifstofu Svæðisgarðsins í Grundarfirði, Grundargötu 30, þann 12. apríl 2017 kl 15:00. Hægt er að fylgjast með verkefninu Burðarplastpokalaust Snæfellsnes á Facebook.  

Bæjarstjórnarfundur

204. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl 2017, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30.   Dagskrá: