Enska fyrir byrjendur - námskeið

Í byrjun janúar n.k. hefst á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands námskeið í ensku fyrir byrjendur. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum í Grundarfirði og er 30 kennslustundir (40 mín.) í 13 skipti. Kennari er Johanna E. Van Schalkwyk, sem kennir einnig ensku í Grunnskólanum. Sjá nánar á heimasíðu Simenntunarmiðstöðvarinnar.

Spilakvöld á Krákunni.

Í kvöld kl 20:00 verður Hjónaklúbburinn með félagsvist á Krákunni. Spilakvöldin á milli hátíðanna hafa alltaf verið vinsæl. Hvað ætli verði spilað á mörgum borðum í kvöld ? Glæsilegir vinningar. Hjónaklúbbur Eyrarsveitar.

UMFG sendi 3 lið á Jólamót Kópavogs.

Mánudaginn 27. des og þriðjudaginn 28.des fóru 4.fl kv og 3.fl kv á Jólamót Kópavogs. Mótið hjá 4.fl B byrjaði snemma á mánudagsmorguninn og þurfti því að leggja af stað frá Grundarfiðið kl 6 um morguninn. Stelpurnar í B liðinu spiluðu til hádegis og stóðu sig með ágætum og enduðu með 4 stig eftir keppnina.

Kveðskapur um Kirkjufell

Stökuseiður nefndist skemmtun sem haldin var 6. nóvember sl. á menningarhátíð Grundfirðinga, Rökkurdögum. Þá heimsóttu okkur góðir gestir, hagyrðingar víða af landinu, og seiddu fram margar góðar stökur. Þessar um Kirkjufellið voru kveðnar af Guðríði B. Helgadóttur úr Blöndudalnum, sem er 83 ára gömul.      Krýnd af sólar eldi og ís öll þín dulmögn skína. Kirkjufell! Þér krýp og kýs kveðju í lotning sína.  

Sögumiðstöðin opin fyrir unglinga

Íþrótta- og tómstundanefnd minnir á opið hús í Sögumiðstöðinni fyrir unglinga á milli kl. 21-23 eftirtalda daga til áramóta:   Í kvöld, mánudaginn 27. desember Þriðjudaginn 28. desember Miðvikudaginn 29. desember Fimmtudaginn 30. desember  

Þorláksmessustemning - helgistund í kvöld

Það er Þorláksmessustemmning í Grundarfirði, fallegt og stillt veður, um 10 stiga frost og skötuilminn leggur yfir bæinn – flestum til yndis.... nóg um það. Í veitingahúsinu Krákunni gæddu gestir sér á kæstri skötu í hádeginu og fyrirtæki Guðmundar Runólfssonar hf. bauð starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra upp á skötu og saltfisk í hádeginu, eins og gert hefur verið undanfarin ár.    Um 100 manns mættu í skötuveislu hjá Guðm. Runólfssyni hf.

Opið hús í Sögumiðstöðinni

Opið hús verður í Sögumiðstöðinni fyrir unglinga á milli kl. 21-23 eftirtalda daga til áramóta:   Miðvikudaginn 22. desember Fimmtudaginn 23. desember Mánudaginn 27. desember Þriðjudaginn 28. desember Miðvikudaginn 29. desember Fimmtudaginn 30. desember   Foreldrar sem gætu verið með unglingunum eitthvert þessara kvölda eru beðnir að hafa samband við bæjarskrifstofuna í síma 430 8500. Breyting getur orðið á opnunartímum. Fylgist með hér á heimasíðunni.

Kaffihúsaferð Leikskólabarna

Setið til borðs á Hótel Framnesi Börnin í Leikskólanum Sólvöllum gerðu sér glaðan dag í morgun og skelltu sér á kaffihús. Börn fædd 2002 fóru á Kaffi 59 og börn fædd 1999-2001 fóru á Hótel Framnes. Börnin fengu heitt súkkulaði með rjóma og smákökur. Árdís Sveinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður leikskólans, mætti á Hótel Framnes og las jólasögur fyrir börnin.    Árdís að lesa jólasögur fyrir börnin

Fólksfjölgun í Grundarfirði

Hagstofa Íslands gaf í morgun út bráðabirgðatölur yfir mannfjölda þann 1. desember 2004. Íbúar í Grundarfjarðarbæ voru 938 en voru 936 á sama tíma í fyrra. Íbúum hefur því fjölgað um tvo. Á öðrum stöðum á Snæfellsnesi var nokkur fólksfækkun á milli ára.

Litlu jólin og jólafrí í grunnskólanum

Föstudaginn 17. desember sl. voru litlu jólin í Grunnskóla Grundarfjarðar. Byrjað var á því að dansa kringum jólatréð í íþróttahúsinu en síðan fóru nemendur með umsjónarkennara sínum í stofur, áttu þar stund saman og skiptust á lukkupökkum.  Föstudagurinn 17. des var jafnframt síðasti kennsludagur grunnskólans og nemendur því komnir í jólafrí. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá miðvikudaginn 5. janúar.