Ályktanir aðalfundar SSV

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2004 var haldinn í Stykkishólmi 27. október sl. Meðal annars var rætt um tekjuþróun og sameiningu sveitarfélaga. Hér er að finna ályktanir fundarins.

Söngvakvöld á Krákunni

Í gær, 29. október var söngvakvöld á Krákunni með Árna Johnsen. Eins og við var að búast skemmtu menn sér hið besta og tóku gestir ágætlega undir með Árna. Flestir rauluðu með en sumir tóku undir hátt og snjallt og fjölgaði í þeim hópi þegar leið á kvöldið eins og gengur.   Árni Johnsen

Opnun myndlistarsýningar leikskólabarna

Í gær var opnuð myndlistarsýning leikskólabarna á Kaffi 59. Það var fullt út að dyrum við opnunina. Fram kom við opnunina að leikskólabörn eru fjölhæfir listamenn bæði í söng og myndlist. Þeir sem líta inn á sýninguna komast að raun um að fjölbreytni er mikil þó ekki sé fylgt formlega neinum þekktum stefnum í listsköpuninni. Sýningin er sölusýning og verður opin næstu daga.   Leikskólabörn og kennarar fyrir utan Kaffi 59

Dagur unga fólksins

Athugið að "Dagur unga fólksins" sem auglýstur var laugardaginn 30. október í Vikublaðinu Þey, færist til laugardagsins 13. nóvember. Fylgist með hér á heimasíðunni. 

Frá Vatnsveitu Grundarfjarðar

Vatnstruflanir verða í kvöld í Sæbóli vegna vinnu við tengingar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar hafa óhjákvæmilega í för með sér. Verkstjóri 

Fullt í Sögumiðstöðinni

Troðfullt var í Sögumiðstöðinni á sýningu heimildarmyndar Daggar Mósesdóttur um Maríu Runólfsdóttur sem var ættleidd frá Grænhöfðaeyjum tveggja ára gömul. María fór svo aftur, ásamt Dögg, til Grænhöfðaeyja rúmum 20 árum síðar til þess að hitta ættingja sína. Þetta er mynd sem óhætt er að mæla með.  

Hvað er Green Globe?

Þótt fjallað hafi verið um vottunarsamtökin Green Globe 21 af og til, bæði í bæjarblöðum og dagblöðum, allt frá því að sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi ákváðu að leita eftir vottun frá þeim skýtur þessi spurning aftur og aftur upp kollinum. Viljum við því svara henni.  

Sagnakvöld

Rökkurdagar, menningarhátíð Grundfirðinga hófst í gær með sagnakvöldi í Sögumiðstöðinni. Ingi Hans Jónsson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Jón Ásgeir Sigurvinsson sögðu sögur frá ýmsum löndum.   Ingi Hans sagði sögur af innlifun

Rökkurdagar

Í kvöld, 26. október kl. 21:00 verður menningarhátíð Grundfirðinga, Rökkurdagar, sett í Sögumiðstöðinni.   Dagskrá hátíðarinnar hefst með sagnakvöldi þar sem Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir segja ævintýri frá ýmsum löndum. Þá mun Jón Ásgeir Sigurvinsson blaða í Biblíunni. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Aðalfundur SSV

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) verður haldinn á Hótel Stykkishólmi á morgun, miðvikudaginn 27. október. Á fundinum verður m.a. rætt um sameiningu sveitarfélaga og framtíðarsýn Vesturlands þar sem lögð verða fram drög að vaxtasamningi. Á heimasíðu SSV má sjá dagskrá fundarins