Sigur og tap hjá 5.fl.karla

Strákarnir í 5.flokki fóru til Þorlákshafnar í dag  með A og B lið.

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn – 5. bindi komið út

Út er komið ritið Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, 5. bindi. Ritið er gefið út af Eyrbyggjum, hollvinasamtökum Grundarfjarðar og hefur komið út árlega síðan árið 2000. Efni ritsins hefur jafnan verið í takt við undirheiti þess; safn til sögu Eyrarsveitar, þar sem birst hefur ýmis fróðleikur tengdur fólki og viðburðum hér í sveit, greinar, ljósmyndir, viðtöl, skrár o.fl.  

4.fl karla tapaði í kvöld

 Strákarnir okkar áttu ekki sinn besta leik í kvöld og töpuðu á móti Haukum í Hafnarfirðinum 3-1, mark okkar skoraði Brynjar Kristmundsson

Svona á að halda veislu!

Árleg bæjarhátíð Grundfirðinga „Á góðri stund í Grundarfirði“ var haldin um helgina. Besta hátíð hingað til, sögðu margir og víst er að hátíðin tókst með eindæmum vel.     

Sögumiðstöð – einstök tækni í sýningahaldi

Þann 16. júní sl. var opnuð gestastofa Eyrbyggju – sögumiðstöðvar, sem er rekin af sjálfseignarstofnun í eigu margra aðila, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga. Nánar tiltekið var þar um að ræða „gestaþátt“ stafrænnar sögumiðstöðvar sem er annar áfangi í smíði heildstæðrar stafrænnar sögumiðstöðvar (Digital showroom ©).    

Sögumiðstöð – Brana SH - Íslands þúsund ár

Í dag kl. 18 verður með lítilli athöfn í Sögumiðstöð opnuð sýning sem ber yfirskriftina Sjósókn fyrri tíma.   Brana SH 20 Gestum mun nú í fyrsta sinn gefast kostur á að skoða bát Snorra Elíssonar frá Vatnabúðum í Eyrarsveit, sem nú hefur verið endurgerður sem sýningargripur. Báturinn, Brana SH 20, var byggður árið 1913 sem árabátur fyrir föður Snorra, Elís Gíslason. Árið 1930 var sett í hann vél, 3ja hestafla vél af gerðinni Sleipnir. Sú vél mun hafa verið í bátnum fram til 1950 er sett var í hann 4,5 hestafla vél, af sömu gerð. Sú vél hefur nú verið gerð upp og er komin aftur í Brönuna.      

„Á góðri stund“ - á morgun!!

Sögumiðstöð og Vorgleði   Eyrbyggja-sögumiðstöð býður gestum og gangandi upp á hinar ýmsu sýningar þessa hátíðarhelgi. Þar ber helst að nefna kvikmynd Daggar Mósesdóttur. Myndin er heimildamynd um Maríu Runólfsdóttir sem var ættleidd frá Grænhöfðaeyjum 2 ára gömul. María fór svo aftur, ásamt Dögg, til Grænhöfðaeyja rúmum 20 árum síðar til þess að hitta fjölskyldu sína.  

27 hafnir standast öryggiskröfur

  27 íslenskar hafnir uppfylla nú öryggiskröfur Alþjóðasiglingastofnunarinnar sem meðal annars eru gerðar vegna hugsanlegrar hryðjuverkaógnar, vopnasmygls og efnavopnaárásar. Alls 30 hafnarstjórnir á landinu hyggjast standast kröfur um siglingavernd.  

Opnunartími sundlaugar

Helgina 24.-25. júlí verður sundlaugin opin kl. 10-17 báða dagana.

Gámastöðin lokuð!

Vegna hátíðarhalda um helgina verður gámastöðin lokuð frá og með föstudeginum 23. júlí til og með mánudeginum 26. júlí. Bæjarbúar er vinsamlegast beðnir að taka tillit til þessa og skilja ekki eftir rusl við girðingu gámastöðvarinnar. Frá þriðjudegi verður opið eins og venjulega.