Kjörskrá vegna kosninga til stjórnlagaþings

Kosning til stjórnlagaþings verður laugardaginn 27. nóvember 2010. Á kjörskrá eru allir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 6. nóvember 2010 uppfylli þeir aö öðru leyti skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Gerum góðverk 2010. Vilt þú vera með?

Fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið sig saman um að prjóna fyrir íslensk börn. Hlutirnir verða afhendir í byrjun desember til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar. Allt kemur til greina,sokkar, vettlingar, ennisbönd, treflar og húfur, þvíallt mun koma sér vel.

Álftnesingar í heimsókn

Starfsfólk bæjarskrifstofu Álftaness komu við á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar þann 22. október á leið sinni í heimsókn til vinarbæjar þeirra Snæfellsbæjar. Þau skoðuðu Fjölbrautaskóla Snæfellinga í fylgd með Jóni Eggerti skólameistara, svo lá leiðin á Kaffi 59 þar sem  léttur hádegisverður var í boði áður en þau héldu áfram leið sinni til Snæfellsbæjar.   

Kvennafrídagurinn í Grundarfirði 2010

    Eins og víða á landinu tóku konur í Grundarfirði sig saman og lögðu niður vinnu kl. 14.25 í gær, á kvennafrídaginn. Margar þeirra komu saman á Kaffi 59  og áttu notalega stund saman.  Kaffi 59 bauð upp á kaffi og nýbakaðar kleinur. Björg Ágústsdóttir rifjaði upp tilkomu kvennafrídagsins og síðan var gerð heiðarleg tilraun til að syngja lagið „Áfram stelpur“. Að endingu flutti Elna Bárðarson hjónabandsvísur eftir Árna heitinn Helgason frá Stykkishólmi. Gerði hún það með tilþrifum og uppskar mikið lófatak fyrir. Þess má geta að Elna er 88 ára gömul og býr á Dvalarheimilinu Fellaskjóli. Að samverustundinni lokinni héldu konurnar út í nýfallinn snjóinn, en þessum fyrsta snjó vetrarins hafði kyngt niður í stafalogni meðan á samverustundinni stóð. Myndir

Kvennafrídagur í Grundarfirði.

Þann 24. október 1975 voru íslenskar konur hvattar til þess að taka sér frí einn dag. Það var til þess að minna á mikilvægi atvinnuframlags kvenna, innan heimilis og utan. Þessi dagur markaði tímamót í sögu jafnréttis á Íslandi. Þó margt hafi áunnist á 35 árum er enn verk að vinna: óútskýrður launamunur er enn til staðar og í ár er kastljósinu sérstaklega beint að þeirri staðreynd að ofbeldi gagnvart konum og börnum er allt of algengt.   Konur í Grundarfirði! Sýnum samstöðu með stallsystrum okkar vítt og breitt um landið og TÖKUM OKKUR FRÍ í dag – hittumst kl. 14.25 í KAFFI 59 og eigum góða stund saman. Kaffiveitingar gegn vægu gjaldi.   Konurnar í leikskólanum óska eftir samvinnu við foreldra og biðja þá foreldra sem það geta, að sækja börn sín fyrir kl. 14.25 í dag.   Áfram stelpur!     

Uppskeruhátíð ferðaþjónustuaðila í Grundarfirði

Sunnudaginn 17. október var haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustuðila í Grundarfirði. Dagurinn hófst á siglingu og sjóstangveiði í hressilegu veðri. Afli var rýr en ánægjan í hámarki. Er í land var komið hélt hópurinn til fundar í Sögumiðstöðinni. Farið var yfir ferðamannavertíðina og ferðaþjónustuaðilar kynntu sig og kynntust öðrum. Margar skemmtilegar hugmyndir voru reifaðar og greinilegt að það er hugur í ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Lokapunktur á góðum degi var svo hátíðarkvöldverður á Hótel Framnesi. Þar gæddi hópurinn sér á ljúffengum kræsingum og móttökuhópur hafnarinnar tók lagið.

Bæjarskrifstofan lokuð í hádeginu á föstudag

Bæjarskrifstofan verður lokuð á milli kl. 12 og 13 föstudaginn 22. október vegna starfsmannafundar.

Kynning á vefsíðu

 Twitters og Kwitters gefur nýja möguleika á að fylgjast með hugðarefnunum.

Fjárhagsáætlunargerð 2011

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar  fyrir árið 2011. Auglýst er eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er varða næsta fjárhagsár Grundarfjarðarbæjar eru hvattir til að skila þeim á bæjarskrifstofuna til skrifstofustjóra fyrir 19. október 2010. skrifstofustjóri.  

Borgarafundur gegn einelti

Síðastliðinn þriðjudag stóðu samtökin Heimili og skóli fyrir borgarafundi undir yfirskriftinni „Stöðvum einelti strax. Vel var mætt á fundinn sem haldinn var í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Á fundinum voru erindi frá samtökum Heimilis og skóla, Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Olweusaráætluninni og Liðsmönnum Jericho, sem eru hagsmunasamtök foreldra þolenda eineltis og uppkominna þolenda. Að framsögum loknum voru pallborðsumræður. Almenn ánægja var með fundinn og foreldrar voru kvattir til að kynna sér eineltismál frekar.