Þrettándabrenna

Hrafnkellsstaðabotni í Kolgrafafirði Grundarfjarðarbær býður til þrettándabrennu þriðjudaginn 6. janúar kl. 18.00 í Hrafnkellsstaðabotni í Kolgrafafirði. Vitað er til þess að álfakóngur og drottning hans verði á sveimi og eru allir hvattir til að leggja þeim lið með því að mæta í búningum. Foreldrafélag grunnskólans býður upp á heitt súkkulaði. Björgunarsveitin Klakkur verður með flugeldasýningu. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börn sín og kveðja jólin.  

Ályktun bæjarráðs vegna rofs á ljósleiðaratengingu við Snæfellsnes

Upp úr hádegi hinn 29. des sl. rofnaði allt ljósleiðarasamband við Snæfellsnes. Af þessum sökum urðu verulegar truflanir á símasambandi, útsendingum útvarps, sjónvarps og ekki síst var ómögulegt að ná nokkru netsambandi í tölvum. Netsamband komst ekki aftur á fyrr en langt var liðið á morgun þann 30. des. 2014.   Rof af þessum toga veldur gríðarlegum óþægindum fyrir einstaklinga og ekki síður fyrirtæki, sem eru meira og minna háð góðu netsambandi í starfsemi sinni.   Ekki verður hjá því komist við atvik eins og þetta að minna á mikilvægi þess að leitað verði leiða til þess að lágmarka möguleika á því að óhöpp af þessum toga geti átt sér stað.     Í því sambandi er mikilvægt að unnið verði að því að tenging Snæfellsness með ljósleiðara verði gerð öruggari, m.a. með tengingu frá norðanverðu nesinu yfir í Dali og þannig komið á hringtengingu ljósleiðaratengingar.  

Opnunartími bæjarskrifstofu yfir hátíðarnar

24. desember – lokað 29. desember – opið kl. 10-14 30. desember – opið kl. 10-14 31. desember – lokað 2. janúar – lokað   

Ári eftir íbúaþing

Nú er ár liðið frá íbúaþingi sem haldið var á vegum Grundarfjarðarbæjar í nóvember í fyrra og því ekki úr vegi að rifja upp helstu skilaboð íbúa og hvernig þeim hefur verið fylgt eftir.    Á þinginu voru flutt erindi um sjávarútveg, ferðaþjónustu, Svæðisgarðinn Snæfellsnes, menntun og málefni ungs fólks og eldri borgara.  Þátttakendur stungu síðan upp á umræðuefnum sem rædd voru í hópum.    Í samantekt um íbúaþingið er sagt frá erindunum og niðurstöðum umræðuhópa.  Eftir þingið fór stýrihópur yfir hugmyndir sem fram komu og gerði tillögur um eftirfylgni, sem bæjarráð fjallaði um.  Sumt var einfalt að framkvæma og annað stærra og flóknara og þarf lengri tíma.  Einhverjar hugmyndanna eiga ekki eftir að verða að veruleika og aðrar snúa að félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum, t.d. skólunum og eru í þeirra höndum.   

Frá heilsugæslunni

   

Jól og áramót á bókasafni Grundarfjarðar

Um jól og áramót er opið á virkum dögum. Á Þorláksmessu verður opið til kl. 21:00 ef veður leyfir. Fyrsti dagur eftir áramót er mánudagurinn 5. janúar.     Opið er kl. 14-18, mánudaga-fimmtudaga. Gleðileg jól og þakkir fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða. Nýjar bækur 2014. Myndasíður, nýjar og gamlar bækur.  Sektir hækka um áramót. Sjá hér neðar. 

Kirkjuhald

 

Auglýsingar um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi í Grundarfirði.

    Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015. Aðveitustöð – Aðalskipulagsbreyting   Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  11.desember 2014 að auglýsa  „Lýsingu“ samkvæmt 1. mgr.  30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu með færslu tengivirkis í aðveitustöð og lagningu jarðstrengja, auk þess að færa tengivirki fjær íbúðarbyggð. Markmiðið er einnig að breytingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma. Sjá nánar í lýsingu.   Lýsingin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 17. desember 2014 til 8. Janúar 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is  í síðasta lagi 8. janúar 2014 _____________________________________________________________   Auglýsing um nýtt deiliskipulag vestan Kvernár - Aðveitustöð.   Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  11.desember 2014 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu  samkvæmt  41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er áætlað fyrir eina iðnaðarlóð og aðkomu að henni. Á lóðinni sem er 4.900m² að stærð, er heimilt að reisa allt að 620m² byggingu. Hámarkshæð húss er 9.25m frá gólfi jarðhæðar. Skipulagssvæðið sem er rúmir 7.6ha er suðaustan þéttbýlisins og liggur á milli ánna Gilóss og Kvernár. Sjá nánar í deiliskipulagstillögu og greinagerð.   Deiliskipulagstillagan og greinagerðin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 17. desember 2014 til 29. janúar 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér deiliskipulagið og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 29. janúar 2014 ____________________________________________________________   Auglýsing um Breytingu á deiliskipulagi Framness.   Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  11.desember 2014 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt  43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í sameiningu lóða 4b og 6 á Nesvegi í lóð 6. Lóðarmörk lóðar 4 breytist jafnframt á móti lóð 6. Nýtingarhlutfallið breytist úr 0.90 í 0.95. Mesta leyfilega hæð mannvirkis verður 16m. Sjá nánar upplýsingu á breytingu á deiliskipulagi.   Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 17. desember 2014 til 29. janúar 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 29. janúar 2014   Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.  

Boðskort á útskrift

Fjölbrautaskóla Snæfellinga 19. desember   Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 19. desember í  hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.   Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari  

Bæjarstjórnarfundur

180. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 11. des. 2014, kl. 16:30.