Hafsteinn Garðarsson ráðinn hafnarstjóri

Á fundi hafnarstjórnar 30. desember var samþykkt að ráða Hafstein Garðarsson sem hafnarstjóra Grundarfjarðarhafnar frá 1. janúar 2011. Hafsteinn hefur starfað sem hafnarvörður við höfnina frá október 2000 og séð um daglegan rekstur hennar.   Fundargerð hafnarstjórnar

Gamlárshlaup 2010 í Grundarfirði.

Það er tilvalið að kveðja gamla árið með hollri hreyfingu í góðum félagsskap og skora jafnvel á sjálfa(n) sig í leiðinni! Þess vegna er nú í annað sinn efnt til Gamlárshlaups 31. desember n.k.  

Sorphirða

Sorp verður tekið miðvikudaginn 29. desember í stað 30. desember vegna slæmrar veðurspár. 

Sálfræðingur - laus staða

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, FSSF,-  auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings við stofnunina.  Um er að ræða 100% stöðugildi. Verksvið:  Félagsþjónusta og velferðarmálefni; ráðgjöf, greining, leiðsögn, einstaklinga og fjölskyldna;  barnavernd, málefni  fatlaðra;  teymisviðfangsefni. Sjá nánar auglýsngu hér.   

Jólaball

Leikklúbbur Grundarfjarðar og Foreldrafélag grunnskólans standa fyrir glæsilegu jólaballi fyrir alla Grundfirðinga, þriðjudaginn 28. desember í samkomuhúsi Grundarfjarðar klukkan 15:00. Hressir jólasveinar mæta á svæðið ásamt foreldrum sínum og frændfólki. Þau ætla að taka nokkur lög og jafnvel gefa góðum krökkum eitthvað góðgæti. Hægt er að reikna með óvæntum uppákomum, sérstaklega fyrir þá sem þykjast hafa sagt skilið við barnæskuna.500 krónur inn. Hver miði er með happdrættisnúmer og frábærir vinningar í boði.Hlökkum til að sjá ykkur,   Leikklúbburinn og Foreldrafélag grunnskólans.  

Þorláksmessa - létt tónlist í Grundarfjarðarkirkju.

Organisti Grundarfjarðarkirkju mun spila létta tónlist milli kl. 21.30 - 22.30 sem gestir geta notið í styttri eða lengri tíma og mætt þegar hentar á tilgreindum tíma.  

Opnunartími bæjarskrifstofunnar um jól og áramót

Opnunartími bæjarskrifstofunnar verður sem hér segir um jól og áramót:   Aðfangadagur - lokað. 27. -30. desember - opið 9:30-15:30. Gamlársdagur - lokað. 3. janúar - lokað. Frá 4. janúar verður opið samkvæmt nýjum opnunartíma skrifstofunnar, kl. 10-14.

Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju.

Jóhanna Guðrún verður með jólatónleika í Grundarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 22. desember og byrja þeir kl. 20.00. Húsið opnar kl. 19.00. 

Jólin í Þórðarbúð

Einu sinni byrjuðu jólin alltaf í Þórðarbúð.  Dagana 21. – 23. desember, kl. 16 – 18, verður sérstök jólasýning í leikfangasafninu Þórðarbúð í Sögumiðstöðinni.   

Bæjarstjórnarfundur

131. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 21. desember 2010, kl. 16:30 í Samkomuhúsinu. Fundurinn er opinn og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer.