Starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar

    Grundarfjarðarbær auglýsingar starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu umhverfi. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.  

Laus störf leikskólakennara á Sólvöllum

    Leikskólinn Sólvellir, Grundarfirði, auglýsir eftir deildarstjórum og sérkennslustjóra. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli með nemendur á aldrinum eins til fimm ára. Skólaárið 2016-2017 verður fjöldi nemenda á bilinu 50 -55.

Auglýsing um kjörfund vegna forsetakosninga

Kjörfundur vegna forsetakosninga í Grundarfirði verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 25. júní 2016. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til kl. 22:00.   Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum.   Kjörstjórn Grundarfjarðar   

Lóðir undir íbúðarhúsnæði.

 Á fundi bæjarstjórnar 9. júní sl. var samþykkt tillaga bæjarráðs að auglýsa lausar lóðir undir íbúðarhúsnæði í Grundarfjarðarbæ með 50% afslætti á gatnagerðargjöldum sem úthlutað yrði á árinu 2016, hér má sjá lista og kort yfir lóðirnar.  

Starf skipulags- og byggingafulltrúa

Grundarfjarðarbær auglýsir starf skipulags- og byggingafulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu umhverfi. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.  

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla vegna kjörs forseta Íslands á að fara fram laugardaginn 25.  júní 2016. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum:   Akranesi - skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18,  virka daga kl. 10.00 til 15.00 Borgarnesi - skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2,  virka daga kl. 10.00 til 15.00 Búðardal - skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11,  virka daga kl. 12:30 til 15.30 Eyja- og Miklaholtshreppi - skrifstofu hreppsstjóra, Þverá, virka daga kl. 12.00 til 13.00 Ólafsvík - skrifstofu sýslumanns, Bankastræti 1a á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10.00 til 14.00 Stykkishólmi - skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2,  virka daga kl. 10.00 til 15.00 Grundarfirði – skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2, kosning hefst þar 7. júní  og verður kosið á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 17.00 til 19.00   Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.   Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.    

Fyrsta útskriftin frá Eldhömrum

    Það var glæsilegur hópur verðandi skólabarna sem útskrifaðist frá leikskóladeildinni Eldhömrum sl. þriðjudag, 14. júní. Börnin gerðu útskriftarhatta fyrir daginn og fengu góðar gjafir í tilefni af útskriftinni. Foreldrafélag leikskólans gaf merkta íþróttapoka, handklæði og vatnsbrúsa og Grunnskólinn gaf börnunum reynitré. Að auki fengu útskriftarnemarnir möppur með myndum úr starfinu á Eldhömrum. Það var auðvitað slegið upp fínustu grillveislu fyrir útskriftarnemana, foreldra þeirra og starfsfólk og boðið upp á pylsur, djús, kaffi og tertu.  

Lýsing skipulagsverkefnis vegna endurskoðunar aðalskipulags

    Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt lýsingu skipulagsverkefnis vegna endurskoðunar aðalskipulags bæjarins. Í verkefnislýsingunni er gerð grein fyrir tilganginum með endurskoðun aðalskipulagsins og hvernig staðið verður að henni. Þar er því lýst hvernig skipulagsgerðin tengist ýmsum öðrum áætlunum og stefnum ríkis og sveitarfélaga, t.d. hvernig tekið verður tillit til nýlegs svæðisskipulags fyrir Snæfellsnes. M.a. er farið yfir það hvernig unnið verður að greiningu og stefnumótun við áætlunargerðina, auk þess sem lýst er hvernig samráð verður við íbúa og aðra um verkefnið.   

Góð gjöf til Eldhamra frá kvenfélaginu Gleym mér ei

    Leikskóladeildin Eldhamrar fékk góða heimsókn frá kvenfélaginu Gleym mér ei í gær, 13. júní. Það voru þær Mjöll og Sólrún Guðjónsdætur sem komu færandi hendi fyrir hönd kvenfélagsins með tvö hjól til leikskóladeildarinnar sem Anna Rafnsdóttir, deildarstjóri Eldhamra, veitti viðtöku.   Eins og sjá má þá voru börn og starfsfólk Eldhamra himinlifandi með þessa frábæru gjöf sem kemur að góðum notum og er kvenfélaginu Gleym mér ei færðar kærar þakkir fyrir.  

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Mýrarhúss.

  Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  12. maí 2016 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt  43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í því að ný sumarhúsalóð, merkt 6, er skilgreind norðan við lóð 5. Lóðin er 1050 m² að stærð og innan byggingarreits er heimilt að reisa 75 m² sumarhús. Mesta leyfilega hæð mannvirkis verður 5m. Sjá nánari upplýsingar í deiliskipulagstillögu.