Kindurnar rugluðust illa - héldu að komin væru áramót!

Frétt á vef Skessuhorns 29. janúar 2010: Tvílemba á Naustum. Ljósm. ADM.Fimm kindur af sautján hjá Halli Pálssyni bónda á Naustum í Grundarfirði eru nú bornar í þessum mánuði en sú fyrsta bar 8. janúar. Tvær kindur að minnsta kosti eiga eftir að bera síðar í mánuðinum. Þekkt er að ein og ein kind taki upp á því að halda við hrút á óvenjulegum tíma, en undantekning að svo margar kindur beri á þessum árstíma. Hallur bóndi hefur reyndar ákveðna kenningu um ástæðuna: “Menn velta fyrir sér að sökum þess að Hólmarar skutu óvenjulega miklu upp af flugeldum á Dönskum dögum síðla í ágúst, þá hafi kindurnar einfaldlega ruglast í ríminu, haldið að það væru komin áramót og drifið sig til lags við hrútinn sem gekk hér úti í nágrenninu og er frá næsta bæ. Meðan önnur kenning kemur ekki fram, þá læt ég þessa standa,” sagði Hallur.    Nánar í Skessuhorni vikunnar.  Já , áhrif bæjahátíðanna koma fram með margvíslegum hætti.

Ný vefsíða Grundarfjarðarhafnar

  Nú hefur verið opnuð ný vefsíða fyrir Grundarfjarðarhöfn. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um höfnina og fjölbreytt úrval þjónustaðila á svæðinu. Netfangið er grundport.is.

Grundfirski Gullhópurinn lætur að sér kveða

Níu galvaskir Grundfirðingar eru nú staddir í Vín til að styðja við bakið á íslenska landsliðinu í handbolta. Þeir hafa vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu og háværan stuðning. Gullhópinn skipa þeir Sigurður Óli Þorvarðarson, Konráð Hinriksson, Jóhannes Þorvarðarson, Hinrik Jóhannesson, Lýður Valgeir Jóhannesson, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Hlynur Sigurðsson, Illugi Pálsson og Guðmundur Reynisson.   Hér má sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Gullhópinn 28. jan. og í kvöldfréttum RÚV 27. janúar var að finna þetta skemmtilega viðtal.

Fundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskra sveitafélaga og Samtök sveitafélaga á Vesturlandi (SSV) boða til sameiginlegs kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið. Fundurinn verður í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 3. febrúar klukkan 17. Auglýsingu um kynningarfundinn má finna hér.   Allir velkomnir og íbúar á Vesturlandi hvattir til að mæta. 

Ferðalag yfir Breiðafjörð (ekki með Baldri)

Í dag kom pósturinn með pakka til okkar í Leikskólanum Sólvöllum. Pakkinn vakti að vonum mikla athygli þar sem hann var svolítið skrítinn í laginu.   

Starf í boði við leikskólann

Við Leikskólann Sólvelli  vantar leikskólakennara til starfa frá 1. febrúar. Vinnutími 8:00-16:00.   Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg. Færni í mannlegum samskiptum Frumkvæði í starfi Jákvæðni, sveigjanleiki og áhugasemi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta.   Ef ekki fæst leikskólakennari í stöðuna verða aðrar umsóknir skoðaðar.  

Breyttur viðverutími hjá fulltrúa sýslumanns

 Frá og með fimmtudeginum28. janúar n.k. verður viðvera fulltrúa sýslumanns Snæfellinga í Grundarfirði sem hér segir.

Pub Quiz nr 10 í kvöld

Í kvöld, þriðjudaginn 26 jan verður Pub Quiz nr 10 haldið á Kaffi 59. Keppnin byrjar kl 21:00 og stendur til 23:00. Þemað að þessu sinni er almenn þekking og nú hefur Meistaraflokksráð tekið á það ráð að fá kvenlega visku því að annar spurningahöfunda er engin önnur en Lára Magg og því verður fróðlegt að sjá útkomuna í kvöld. Að venju er verðið aðeins 500 kr. á mann sem rennur óskiptur til Meistaraflokks Grundarfjarðar.   Sjáumst hress í kvöld Meistaraflokksráð  

Konur eru konum bestar – sjálfstyrkinganámskeið

Í upphafi árs er tilefni fyrir konur að minna sig á hversu mikill auður býr í þeim sjálfum og öðrum konum. „Konur eru konum bestar“ er námskeið fyrir konur á öllum aldri. Mömmur, ömmur, frænkur, systur og vinkonur eru hvattar til að koma og njóta samverunnar.  

Hagkvæm hollusta

Frábært námskeið fyrir þá sem langar til að breyta matarræðinu eða bæta við hollum og bragðgóðum mat úr úrvals hráefni fyrir sanngjarnt verð. Hollt fyrir budduna, línurnar og andann……