Hamingjuóskir til kvenfélagskvenna

    Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og af því tilefni óskar Grundarfjarðarbær kvenfélaginu Gleym mér ei hjartanlega til hamingju með daginn. Grundarfjarðarbær þakkar Gleym mér ei fyrir allt hið óeigingjarna og mikilvæga starf sem félagið hefur unnið á liðnum árum og óskar kvenfélagskonum heilla og velfarnaðar í áframhaldandi vinnu sinni í þágu samfélagsins.   

Erlend millisafnalán

Í tilefni af stefnumóti Svæðisgarðsins í síðustu viku verður erlent safnefni uppi við næstu vikur og kynning veitt á þjónustu millisafnalána fyrir fólk með erlend móðurmál. Interlibrary loan service of mother languages in Iceland. Velkomin.  

Northern Wave kvikmyndahátíðin tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2016

  Kvikmyndahátíðin Northern Wave International Film Festival er á lista yfir þau tíu verkefni sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina árið 2016 fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Það er til mikils að vinna því handhafi Eyrarrósarinnar fær, auk nafnbótarinnar, 1.650.000 krónur auk flugferða frá Flugfélagi Íslands.

Íbúð til leigu

Laust er til leigu raðhús með bílskúr að Ölkelduvegi 1 í Grundarfirði. Húsið er í eigu Íbúðalánasjóðs, en framleigist af Grundarfjarðarbæ. Húsnæðið leigist í því ástandi sem það er.   Umsóknum skal skila inn á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar eða á netfangið: grundarfjordur@grundarfjordur.is, eigi síðar en föstudaginn 12. febrúar nk.  

Hundahreinsun

Dýralæknir verður í áhaldahúsinu fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi frá kl.13-17. Öllum hundaeigendum er skylt að mæta með hunda sína.  

Skólanefnd Grundarfjarðar boðar til fundar.

Bréf til foreldra/forráðamanna.   

Stefnumót í bókasafni á Snæfellsnesi

Kynning á þjónustu og viðburðum í bókasafninu í Sögumiðstöðinni. Fræðsluganga um bókasafnið, saga Grundarfjarðar rúllar í Bæringsstofu.Sérstök áhersla á erlend millisafnalán frá bókasöfnum á Íslandi. Svæðisgarðurinn kynnir samvinnuverkefni. Vöfflur og hressing.

Viðtalstímar bæjarfulltrúa miðvikudaginn 20. janúar nk.

   Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur ákveðið að bæjarfulltrúar verði með viðtalstíma annan hvern mánuð 3. miðvikudag mánaðarins.   Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður miðvikudaginn 20. janúar nk. klukkan 17-18 í Ráðhúsi Grundarfjarðar.   Íbúar Grundarfjarðar eru hvattir til þess að nýta tækifærið og ræða við bæjarfulltrúa.   Bæjarstjóri  

Snæfellsnes - Ísland í hnotskurn

    Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á áhugavert námskeið fyrir heimafólk á Snæfellsnesi í átthagafræði, staðháttum, útivist, ferðamennsku, gestamóttöku, upplýsingaöflun og miðlun.   Námið fer að mestu fram í fjarnámi en þrjár námslotur verða að auki, á mismunandi stöðum á Snæfellsnesi.  

Viðvera og viðtalstímar atvinnuráðgjafa SSV