Bæjarstjórnarfundur

Fundarboð 208. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 1. nóvember 2017, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30 .   Dagskrá:  

Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga

Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Grundarfirði verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 28. október 2017.   Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til kl. 22:00.   Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum.     Kjörstjórn Grundarfjarðar   

UMFG fékk körfubolta að gjöf frá KKÍ

  Aðalsteinn Jósepsson tók við boltunum fyrir hönd UMFG og Grunnskóla Grundarfjarðar. Með honum er hluti af yngri hópi körfuboltaiðkenda hjá UMFG.   Í upphafi vetrar fékk Ungmennafélag Grundarfjarðar tuttugu körfubolta og Grunnskóli Grundarfjarðar fimm bolta að gjöf frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Allir boltarnir eru plastboltar af gerðinni Spalding og merktir Dominos, sem er aðal styrktaraðili úrvalsdeildar karla og kvenna á Íslandi.  

Tónleikar kirkjukórsins

Kór Grundarfjarðarkirkju verður með tónleika í kvöld þriðjudaginn 24.október kl.20.30 í kirkjunni.   Allir velkomnir og frítt inn.

Framlagning kjörskrár

Kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna alþingiskosninga 28. október 2017 hefur verið yfirfarin og staðfest af bæjarráði.   Kjörskráin liggur frammi á bæjarskrifstofunni, almenningi til sýnis, frá og með miðvikudeginum 18. október til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar.   Athugasemdum við kjörskrá má koma á framfæri í samræmi við lög um kosningar til sveitarstjórna.     Bæjarstjórinn í Grundarfirði  

Matráður óskast til starfa

Leikskólinn Sólvellir óskar eftir að ráða matráð í 100% stöðu. Starfið felst í yfirumsjón með eldhúsi. Matráður sér um matseld á heitum mat og bakstur, skipuleggur matseðla og annast innkaup á matvörum. Matráður hefur umsjón með matseld hádegismatar fyrir um 150 manns ásamt morgunmat og miðdegishressingu fyrir um 65 manns. Vinnutími er kl. 8:00-16:00.  

Fjárhagsáætlun 2018 - umsókn um styrki

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2018.   Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2017 sendi beiðni þess efnis á netfangið: grundarfjordur@grundarfjordur.is. Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 15. október 2017.     

Síðasti opnunardagur sundlaugar á laugardag en áfram opið í potta

    Síðasti opnunardagur sundlaugarinnar í Grundarfirði verður laugardaginn 14. október. Áfram verður þó opið fyrir aðgang í heitu pottana og vaðlaug í allan vetur sem hér segir:   Mánudagar - föstudagar kl 17-21 laugardagar kl 13-17  

Rökkurdagar verða haldnir dagana 26. október - 4. nóvember

    Rökkurdagar verða haldnir hér í Grundarfirði dagana 26. október til 4. nóvember næstkomandi. Undirbúningur fyrir menningarhátíðina er í fullum gangi og dagskráin að taka á sig mynd. Við viljum gjarnan heyra frá fólki og fyrirtækjum sem hafa hug á að taka þátt í hátíðinni með viðburði eða öðru sem á heima inni í dagskrá Rökkurdaga.   Þetta árið ætlum við að enda Rökkurdagana með stæl því hljómsveitin Á móti sól mun leika fyrir dansi í Samkomuhúsinu að kvöldi laugardagsins 4. nóvember og halda uppi stuði fram á nótt.  

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 28. október. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum:   Akranes – skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18, virka daga kl. 10.00 til 15.00Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00Búðardal – skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11, virka daga kl. 12.30 til 15.30Eyja- og Miklaholtshreppi, skrifstofu hreppsstjóra, Þverá, virka daga kl. 12.00  til 13.00Grundarfirði - skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13.00 til 15.00Snæfellsbæ – skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, virka daga kl. 9.00 til 12.00 og 12.00 til 15.30Stykkishólmi – skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00. Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánari samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.