Útskrift í Leikskólanum

  Miðvikudaginn 30. maí sl. var útskrift í Leikskólanum Sólvöllum. Í ár eru útskrifaðir 8 nemendur. Athöfnin fór fram á Drekadeildinni þar sem útskriftarnemendur mættu ásamt foreldrum sínum og öðrum ættingjum. Krakkarnir settu upp hatta sem þau höfðu búið til, foreldrafélagið gaf þeim rós og þeim var afhent ferlimappan sín. Eftir athöfnina á Drekadeildinni var farið í skrúðgöngu út á Kaffi 59 þar sem flatbökuveisla beið þeirra. Eftir helgi fara þau í útskriftaferð frá Kl. 9:00 til 19:00.  

Sjómannadagurinn 2007

Dagskrá:   Föstudagur 1 júní kl 18:00 Sjómannadagsmót G.Run í golfi á Bárarvelli   Laugardagur 2 júní Kl 11:00 Messa í Grundarfjarðarkirkju Kl 13:30 Hátíðarhöld á bryggjunni. Keppni í ýmsum greinum á milli áhafna, keppt verður um nýjan verðlaunagrip, andlitsmálning fyrir börnin. Hvað þarf marga krakka til að leggja 3 sjómenn í reiptog?? Kl 16:30 Knattspyrnuleikur á Grundarfjarðarvelli milli áhafna Þorvarðar Lárussonur og Hrings.   Sunnudagur 3 júní Kl 14:00 Skemmtisigling um Grundarfjörð Afmæliskaffi Kvenfélagsins Gleym mér ei í Samkomuhúsi Grundafjarðar kl. 15-17.

Framlengjum hreinsunardagana

Allir með hreinar lóðir fyrir 17. júní   Ákveðið hefur verið að framlengja hreinsunardagana til 15. júní n.k.  Það er gert til þess að engir sem þurfa að losna við ónýta muni og annað drasl, missi af tækifæri til þess að það verði sótt þeim að kostnaðarlausu heim að lóðarmörkum.  Áhaldahúsið mun á þessum tíma fram að 17. júní sækja dót og drasl heim að lóðarmörkum.  Hafið samband við bæjarverkstjórann í síma 691-4343.   Opið er alla virka daga í gámastöðinni frá kl. 16.30 - kl. 18.00.   Drífum í að hreinsa allt drasl í burtu fyrir 17. júní.   Markmiðið er að Grundarfjörður verði til fyrirmyndar í umgengni og allir þurfa að leggja sitt af mörkum.   Heilbrigðisfulltrúi Vesturlands og skipulags- og byggingafulltrúi Grundarfjarðar fóru um Grundarfjarðarbæ fyrir nokkrum dögum og tóku myndir og skrifuðu punkta hjá sér um drasl og fleira við athafnasvæði og á lóðum fyrirtækja.  Þeir sem í hlut eiga mega eiga von á bréfi frá þessum embættum um málið innan tíðar.  Nú er um að gera að vera á undan með tiltektina þannig að þessi embætti þurfi ekkert að aðhafast frekar.   Bæjarstjóri.  

Aðalfundur Skóræktarfélags Eyrarsveitar

Í dag, 1. júní 2007, verður haldinn aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarsveitar. Fundurinn verður haldin í sal Verkalýðsfélagsins að Borgarbraut 2 Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar líka velkomnir. Hér má finna upplýsinga um félagið.  

Til hamingju sjómenn

Grundarfjarðarbær færir öllum sjómönnum nær og fjær hamingju- og heillaóskir í tilefni af sjómannadeginum 3. júní 2007.   Bæjarstjóri.

UMFG mætir Aftureldingu í bikarkeppni KSÍ

UMFG frá Grundarfirði mætir Aftureldingu frá Mosfellsbæ í 2. umferð Visa-bikarsins.  Leikurinn verður föstudagskvöldið 1. júní kl. 20:00 á Varmárvelli í Mosfellsbæ.   Um að gera að mæta og hvetja strákana til dáða.

Búast má við rafmagnstruflunum

Búast má við rafmagnstruflunum á Snæfellsnesi á í dag kl 9.00 og fram eftir degi. 

Nýir búningar og tap.

5.fl kv tapaði 0-9 gegn A liði ÍA og 0-2 gegn B liði ÍA. Ekki sú byrjun sem við vildum sjá en stelpurnar eru staðráðnar í því að gera betur næst. Þetta var fyrsti leikur sameiginlegs liðs Snæfellsness í 5. fl. Greinilegt var að andstæðingarnir hafa æft mikið saman og á stórum velli. Nýir keppnisbúningar voru vígðir og þökkum við styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn. Það eru Landsbankinn, Fiskmarkaðurinn, Islandia og fótbolti.net. B lið 5.fl kv

Útskrift í leikskólanum

Útskrift elstu nemenda leikskólans er í dag miðvikudaginn 30. maí kl: 18:30 í leikskólanum. Eftir útskrift verður farið í skrúðgöngu út í Kaffi 59 þar sem allir fá flatbökuveislu.    

5.fl kvenna leikur í dag.

Í dag hefur 5.fl kvenna keppni á íslandsmótinu í knattspyrnu. Leikurinn er á Ólafsvíkurvelli og hefst leikur A liðs kl 17:00 og leikur B liðs kl 17:50. Stelpurnar spila í nýjum keppnisbúningum og eru aðalstyrktaraðilar á þeim Landsbankinn á Snæfellsnesi og Fiskmarkaðurinn. Vonumst til að sjá sem flesta á Ólafsvíkurvelli og hvetja stelpurnar áfram í sínum fyrsta leik.