Til hamingju með daginn, kvenfélagskonur!

    Grundarfjarðarbær óskar kvenfélagskonum innilega til hamingju með dag kvenfélagskonunnar í dag, 1. febrúar.   Einnig færum við konunum í kvenfélaginu Gleym mér ei þakki fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins okkar hér í Grundarfirði um árabil.    

Sameiginleg ályktun bæjarstjóra á Snæfellsnesi, vegna yfirstandandi sjómannaverkfalls.

Verkfall sjómanna hefur staðið í  sjö vikur.  Þetta hefur veruleg áhrif á launþega til lands og sjávar. Jafnframt eru áhrifin orðin alvarleg fyrir rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi og hjá aðilum sem þjónusta sjávarútveg á einn eða annan veg.   Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu.  Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi.   Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finnur einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá er líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst.  Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.   Mikilvægt er að samningsaðilar leggi sig alla fram um að samningar náist eins fljótt og kostur er.. Stjórnvöld verða að koma að lausn mála með  með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi getur ekki gengið mikið lengur. Skaðinn er þegar orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt.   Staða samfélagsins á Snæfellsnesi markast mjög af sjávarútvegi. Bæjarstjórar á Snæfellsnesi, í  Stykkishólmi, Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ vilja því  beina þeim tilmælum til samninganefnda útgerðar og sjómanna að leggja sig fram um að ná samningum og ljúka verkfalli. Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga.   Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.   Undir þetta rita bæjarstjórar ofangreindra sveitarfélaga.    

Breytt fyrirkomulag rekstrar Gámasvæðis bæjarins við Ártún.

Fyrirkomulagi rekstrar á Gámasvæði bæjarins verður breytt á þessu ári.  Breytingin er gerð í þeim tilgangi að minnka kostnað við rekstur svæðisins og ennfremur og ekki síður til þess að flokka betur allt sorp sem kemur inn á gámasvæðið.  Markmiðið er að endurvinna sem mest af sorpinu og lágmarka það sorp sem fer til urðunar.  

Stígamót

  Stígamót auglýsa að fljótlega hefjist ókeypis þjónusta fyrir brotaþola kynferðisofbeldis á Vesturlandi. Þjónustan verður staðsett í Borgarnesi. Nú eru talsmenn Stígamóta á ferð um landshlutann að kynna starfsemina fyrir fagaðilum og almenningi.  

Vísnasamkeppni grunnskólanna

Margrét Helga Guðmundsdóttir í 7. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar var hlutskörpust nemenda á miðstigi í vísnasamkeppni grunnskólanna sem Menntamálastofnun stóð fyrir. Unnur Birna Þórhallsdóttir íslenskukennari afhenti henni viðurkenningarskjal og bókaverðlaun frá Menntamálastofnun í dag. Vinningsbotn Margrétar er feitletraður hér fyrir neðan.Til hamingju!   

Hundahreinsun í Grundarfirði

Dýralæknir verður í áhaldahúsinu fimmtudaginn 26.janúar næstkomandi frá kl.13-16.30. Öllum hundaeigendum er skylt að mæta með hunda sína.    

40 ára leikskólastarfi fagnað í Grundarfirði

  Nemendur leikskólans Sólvalla tóku lagið fyrir gesti   Síðastliðinn laugardag var því fagnað að 40 ár eru síðan leikskólastarf hófst í Grundarfirði, en það var þann 4. janúar árið 1977 sem opnaður var leikskóli í húsi grunnskólans. Vel var mætt til afmælishátíðarinnar sem haldin var í Samkomuhúsi Grundarfjarðar en í kjölfarið var opið hús í leikskólanum Sólvöllum þar sem starfsfólk kynnti starf leikskólans frá stofnun hans.  

55 ár frá því Grunnskóli Grundarfjarðar var vígður

    Í dag eru liðin 55 ár frá því Grunnskóli Grundarfjarðar var vígður og hófst kennsla í elsta hluta skólans í kjölfarið. Kennarar og nemendur gerðu sér dagamun í tilefni af afmælinu; sungu afmælissönginn og gæddu sér á köku.  

Könnun á áformum markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Grundarfirði, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Grundarfjarðar, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.  

Þrettándabrenna og flugeldasýning!

    Grundarfjarðarbær býður til árlegrar þrettándabrennu föstudaginn 6. janúar kl 18:00 í Hrafnkelsstaðabortni í Kolgrafafirði. Flugeldasýning verður í boði björgunarsveitarinnar Klakks, álfar sveima um svæðið og Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar býður upp á heitt súkkulaði.   Mætum öll með góða skapið og kveðjum jólin saman!