Dagana 20. og 21. maí var 17 manna hópur að störfum í Samkomuhúsinu í Grundarfirði við undirbúningsvinnu vegna Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Hópurinn var samsettur af fulltrúum ýmissa aðila og sjónarmiða, s.s. framhaldsskólanefnd sveitarfélaganna, fulltrúum frá menntamálaráðuneyti, frá foreldrum úr Stykkishólmi, Snæfellsbæ og Grundarfirði, fjarnema úr Grundarfirði, formanni húsnæðisnefndar sveitarfélaganna, auk aðfenginna ráðgjafa s.s. kennsluráðgjafa frá Háskóla Íslands, reynds framhaldsskólakennara (í fjarnámi m.a.) og skólameistara.
Menntamálaráðuneytið fékk Susan Stuebing, virtan bandarískan sérfræðing sem búsett er í Hollandi, til samstarfs við undirbúning að stofnun skólans.