Dómaranámskeið

Unglingadómaranámskeið í knattspyrnu verður haldið í Grundarfirði mánudaginn 2.maí kl 18:00.   Námskeiðið er fyrir 15 ára og eldri (10.bekkur), og fer fram í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Skráning er í síma 863-0185 eða á netfangið eygloj@simnet.is fyrir kl. 20:00 föstudagskvöldið 29.apríl.   Ekkert námskeiðsgjald!  

Bæjarstjórnarfundur

136. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 28. apríl 2011, kl. 16:30. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og fylgjast með því sem fram fer.  

Stjórnlagaþing unga fólksins

Elín Gunnarsdóttir og Sigrún Pálsdóttir   Tvær dömur fóru frá Grundarfirði fyrir hönd nýskipaðs ungmennaráðs bæjarins á þingið Stjórnlög unga fólksins. Þar fengu ungmenni hvaðanæva af landinu að taka þátt í að mynda sér skoðanir á stjórnarskrá Íslands og móta tillögur út frá þeim. Niðurstöður þingsins verða síðan kynntar fjölmiðlum og skýrsla afhent Alþingi og Stjórnlagaráði. Þeir sem stóðu að þessu þingi voru UNICEF, Umboðsmaður barna og Reykjavíkurborg. Markmið þingsins er að ungmenni fái að skipta sér aðeins af stjórnarskrárumbótum og leyfi rödd sinni að heyrast varðandi þetta mál.

Frumkvöðull Vesturlands

SSV-Þróun og ráðgjöf hefur um árabil staðið fyrir tilnefningu á Frumkvöðli Vesturlands. Þar hafa verið tilnefnd fyrirtæki, einstaklingar og samtök sem þykja hafa sýnt frumkvæði í þróun vöru, þjónustu eða viðburða fyrir landshlutann. Í ljósi breyttra efnahagslegra forsenda hefur verið ákveðið taka upp samstarf við Vaxtarsamning Vesturlands og veita peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í keppninni.

Þriggja tunnu sorpflokkun

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða að taka upp þriggja tunnu sorpflokkun í Grundarfirði.   Gert er ráð fyrir að nýtt kerfi taki gildi í vor eða snemma sumars og verður það kynnt vandlega fyrir íbúum. Rétt er að taka fram að með þessu er verið að gefa Grundfirðingum kost á að hefja flokkun sorps, enginn er skyldugur að taka þátt í þessu þó vissulega sé mikilvægt að ná sem mestri þátttöku.  

Átak í föngun óskráðra hunda og katta

Á næstu vikum mun hefjast sérstakt átak á vegum Grundarfjarðarbæjar til að fanga óskráða hunda og ketti í sveitarfélaginu. Allir þeir sem eiga hunda eða ketti sem ekki er leyfi fyrir eru hvattir til að sækja um leyfi á bæjarskrifstofunni.  

Opnunartími sundlaugarinnar í sumar

Sumarið 2011 verður opnunartími sundlaugarinnar með öðru sniði en verið hefur. Fyrstu vikurnar verður sundlaugin eingöngu opin fyrir skólasund. Opnað verður fyrir almenning 21. maí og opið verður til 21. ágúst þegar skólasund hefst að nýju.    

Örnámskeið um bókina Sýður á keipum

Örnámskeið rafbókasíðunnar Lestu.is er nýjung sem bókmenntaunnendur ættu að kíkja á. Sögusvið bókarinnar er Dritvík og Snæfellsnes. Sjá söguna rafrænt hjá Netútgáfunni.

Sumarstörf

Velferðaráðuneytið og Vinnumálastofnuna standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga,  fyrir námsmenn og atvinnuleitendur.    Til verkefnins renna 250 milljónir kr. fá Atvinnuleysistryggingasjóði auk 106 milljóna kr. úr ríkissjóði. Mótframlagi ríkisins er ætlað að mæta viðbótarkostnaði stofnana þess svo unnt sé að greiða laun samkvæmt kjarasamningum en sveitarfélögin munu sjálf standa straum af þessum viðbótarkostnaði. 

Aðalfundur ferðafélags Snæfellsness.

Aðalfundur ferðafélags Snæfellsness verður haldinn í Sögumiðstöðinni mánudaginn 18. apríl kl. 20.00 Allir velkomnir.