Norðurljósasýning

Norðurljósaspá gerir ráð fyrir líflegum norðurljósadansi í kvöld. Virkni þeirra var mikil í gærkvöldi og spár benda til þess að hún verði ekki minni í kvöld.   Til þess að norðurljósin sjáist enn betur verður slökkt á götuljósum í bænum í kvöld. Vonandi verða veðurguðirnir hagstæðir þannig að unnt verði að fylgjast með ljósadýrð himinhvolfanna.   Góða skemmtun!  

Fjárhagsáætlun 2017 - umsóknir um styrki

    Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2017.   Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2017 sendi beiðni þess efnis á netfangið: grundarfjordur@grundarfjordur.is. Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til og með laugardagsins 15. október 2016.     

Bókasafnið opið í september

Bókasafn Grundarfjarðar er opið í september kl. 9-17 og í vetur frá 3. október er opið kl. 13:00-17:00 mánudaga til fimmtudaga. Bókasafnið er aðgengilegt meðan Kaffi Emil er opið. Hér má sjá myndir sem sýna aðkomu og aðstöðu bókasafnsins í Sögumiðstöðinni. Myndasýningar eru alltaf í Bæringsstofu og barnadeild framan við Þórðarbúð. Verið velkomin.

Kynningarfundur um stefnumarkandi stjórnunaráætlanir

    Nánari upplýsingar og skráning á kynningarfundinn er á vef Ferðamálastofu.  

Réttað í nýsmíðaðri Hrafnkelsstaðarétt á laugardag

    Næstkomandi laugardag, 17. september verður réttað í fyrsta sinn í nýrri rétt í Kolgrafafirði. Réttin er í landi Hrafnkelsstaða og nefnist Hrafnkelsstaðarétt. Vígsluathöfn hefst klukkan 16 og í beinu framhaldi af vígslunni hefjast réttirnar. Hrafnkelsstaðarétt var smíðuð af sjálboðaliðum úr Búnaðarfélagi Eyrarsveitar og starfsmönnum Grundarfjarðarbæjar. Smíðin gekk hratt og vel fyrir sig enda harðduglegt fólk þarna á ferð.  

Konur meirihluti blóðgjafa í Grundarfirði

    Blóðbankabíllinn stóð við Samkaup-Úrval í Grundarfirði síðastliðinn þriðjudag við blóðsöfnun. Starfsfólk bílsins sagðist afar ánægt með Grundfirðinga þegar kemur að blóðgjöf og sagði þá duglega að mæta. Sérstaklega sagði starfsfólk áberandi hvað konur á svæðinu væru öflugir blóðgjafar en þær eru í meirihluta blóðgjafa hér í Grundarfirði. Starfsfólk Blóðbankans vildi gjarnan koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa fyrir góða þátttöku í blóðgjöf nú sem áður.  

Minnum á ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar

    Við minnum á ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar sem er undir formerkjunum líf og leikur árið 2016. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu þrjús ætin í keppninni; 50.000 kr fyrir fyrstu verðlaun, 30.000 kr fyrir önnur verðlaun og 20.000 kr fyrir þau þriðju.  

Leikskólinn Sólvellir óskar eftir starfsfólki

Leikskólinn Sólvellir Grundarfirði, óskar eftir að ráða leikskólakennara Í 100% starf.   Einnig er óskað eftir starfsmanni í þrif.   Upplýsingar gefa leikskólastjórar í síma 438- 6645.    

Lestur er bestur - út fyrir endimörk alheimsins

  Bókasafnsdagurinn í Grundarfirði. Vefsíða bókasafndagsins okkar með samantekt á bestu „hinu og þessu“. Lestrarbæklingar fyrir foreldra. Hressing í Bæringsstofu kl. 13-17.Athugið. Við þiggjum bókagjafir í flökkubókahilluna (gefins-skipti)Sjáumst, Sunna.   Hljóðbókasafnið býður upp á YouTube myndband um aðgang að hljóðbókum.    

Háls-, nef og eyrnalæknir