Útskriftarnemendur á leið í skrúðgöngu
í veðurblíðunni í gær.Í gær, Þriðjudaginn 31. maí, var útskrift í Leikskólanum Sólvöllum. Í ár voru útskrifaðir 13. nemendur. Athöfnin fór fram í samkomuhúsinu þar sem útskriftanemendur mættur ásamt foreldrum sínum og öðrum ættingjum. Þau settu upp hatta sem þau höfðu búið til, foreldrafélagið gaf þeim rós og þeim var afhent ferlimappa. Eftir athöfnina í samkomuhúsinu var farið í skrúðgöngu út í Kaffi 59 þar sem krakkanna beið pizzuveisla.