Sagnasamkeppni Rökkurdaga

Á samverustund í Sögumiðstöð, sunnudaginn 27. október, voru úrsilt sagnasamkeppni Rökkurdaga gerð kunn. Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur hóf dagskrána á því að lesa upp úr tveimur skáldsagna sinna, en las því næst sögurnar sem lentu í þremur efstu sætunum. Í þriðja sæti varð sagan Tjái eftir Sigríði Diljá Guðmundsdóttur og hlaut hún 5.000 kr. í verðlaun. Í öðru sæti varð

Breytt tímatafla

Það er búið að breyta á mánudögum og miðvikudögum.  Búið að færa hnit til kl. 18:00 og það sem kemur á eftir er búið að færa upp um 1 tíma.  Þessi tímatafla tekur gildi mánudaginn 3. nóv. 2008. kveðja Stjórn UMFG 

Barnaball

  Dansgólfið var skrautlegt í félagsmiðstöðinni Eden sl. laugardag þegar íþróttaskólinn stóð fyrir balli fyrir yngstu börnin. Börnin skemmtu sér konunglega og eins og sést á myndinni var það hin frjálsa aðferð í dansinum sem réði ríkjum.      

Bangsadagurinn heldur áfram

Fjöldi barna kom á bókasafnið með bangsa, mömmur, pabba og afa meðferðis. Kíkið á mynd og frásögn af bangsadeginum fyrri. 

Miðgarður vígður við hátíðlega athöfn

Í gær, þriðjudaginn 21. október, var vígð ný bryggja í Grundarfjarðarhöfn sem ber nafnið Miðgarður. Vígsluathöfnin var hin hátíðlegasta. Eftir stutt ávarp frá Guðmundi Inga Gunnlaugssyni klipptu þeir Sturla Böðvarsson forseti Alþingis, Jóhannes Sverrisson frá Siglingastofnun og Hafsteinn Garðarsson hafnarvörður Grundarfjarðarhafnar á vígsluborðann. Að því loknu fór sr. Aðalsteinn Þorvaldsson með bæn og blessaði mannvirkið. Að lokinni athöfn var móttaka í samkomuhúsi Grundarfjarðar þar sem gestir nutu veitinga í boði Grundarfjarðarhafnar.

Dagskrá Rökkurdaga

Rökkurdagar 2008  Skelfing í skammdeginu - uppákomur fyrir alla fjölskylduna.  

Skapandi handverk úr heimabyggð

Annar fundur handverkfélagsins var haldinn miðvikudagnn 15. október og var vel mætt. Við áttum notalega kvöldstund saman þar sem margt var spjallað ásamt því að Salbjörg Nóadóttir las smásögu eftir Kristínu Marju Baldursdóttur úr bókinni Kvöldljósin eru kveikt. Á meðan lestrinum stóð vann fólk að þeim verkefnum sem það hafði komið með með sér eða einfaldlega lagði við hlustir og fékk sér kaffisopa. Viljum við þakka Salbjörgu kærlega fyrir lesturinn.  

Stofnfundur Taflfélags Grundarfjarðar

Stofnfundur Taflfélags Grundarfjarðar verður haldinn á Kaffi 59 sunnudaginn 26. október klukkan 17:00. Allir skákáhugamenn velkomnir. 

Miðgarður vígður á þriðjudaginn

Nýja bryggjan í Grundarfjarðarhöfn, Miðgarður, verður vígð við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 21. október klukkan 16:00. Smíði bryggjunnar hófst í júlí 2006. Hún er 80 metra löng og 20 metra breið og dýptin við hana er 6 metrar við stórstraumsfjöru. Hún mun leysa af Litlubryggju sem er 65 ára gömul, sem var 40 metra löng og 7,5 metrar á breidd.  

Vísindavaka í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Laugardaginn 18. október nk. kl. 14.00-18.00  mun hópur sem nefnir sig W23 halda vísindavöku í húsnæði FSN í Grundarfirði. Vísindavakan er opinn dagur fyrir alla sem vilja koma og kynna sér starfsemi W23 hópsins og náttúrufarsrannsóknir á Snæfellsnesi.