Nýr læknir á heilsugæslustöðina

Hjalti Guðmundsson læknir tekur til starfa á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í dag, 1.júlí. Hann mun starfa hér í 2 mánuði, eða til 1. september nk.

Skemmtiferðaskipið Ocean Monarch

Skemmtiferðaskipið Ocean Monarch kom til Grundarfjarðar á áttunda tímanum í morgun. Skipið ristir mjög djúpt og getur því ekki laggst að bryggju. Farþegar skipsins eru um 400, flestir þýskir, og fara um 320 þeirra í rútuferðir í dag. Sem stendur er verið að ferja farþegana í land. Áætlað er að skipið verði hér til 13:30. Þess má geta að Ocean Monarch er eina skipið sem ekki getur laggst að bryggju af þeim 13 skipum sem heimsækja Grundarfjarðarhöfn þetta sumarið.    

Breytingar á sundæfingum.

Við höfum ákveðið að breyta æfingatímunum í sundi. Tímarnir sem voru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:30 verða framvegis á mánudögum kl.11 og miðvikudögum kl.10.

Skin og skúrir í boltanum.

Á mánudaginn spilaði 3.fl kvenna UMFG við Ægir frá Þorlákshöfn og unnu stelpurnar okkar leikinn 5-2. Hafdís Lilja og Kristín voru báðar með 2 mörk og Diljá skoraði 1. Í gær þriðjudag var leikur í 4.fl karla og spiluðu strákarnir okkar við lið Breiðabliks leikurinn endað með sigri Breiðabliks 0-5. Stelpurnar í 4.fl spiluðu á Selfossi í gær og töpuðu báðum leikjunum. A liði tapaði 2-6 og B liði 1-4. Mörk A liðsins gerðu Helga Rut og Laufey Lilja en mark B liðsins gerði Björg.

KB banka mótið í fótbolta

Það voru 47 krakkar frá UMFG sem tóku þátt á KB- banka mótinu í fótbolta sem haldið var í Borgarnesi um síðustu helgi. Veðrið hefði mátt vera betra en við létum það ekki hafa áhrif á okkur. Krakkarnir okkar náðu góðum árangri og komu tvö lið heim með gull.

Ráðgjafarfyrirtækið Alta opnar útibú í Grundarfirði

Í tilefni af opnun útibús ráðgjafarfyrirtækisins Alta í Grundarfirði bauð fyrirtækið til kynningarfundar í Sögumiðstöðinni í hádeginu í gær. Verkefnisstjóri Alta í Grundarfirði er Sigurborg K. Hannesdóttir en framkvæmdastjóri Alta er Halldóra Hreggviðsdóttir. Á meðfylgjandi mynd eru þær stöllur Sigurborg og Halldóra.     

Frá Sundlaug Grundarfjarðar

Sundlaugin verður opin frá kl. 10:00 - 19:00 um helgina, 26. - 27. júní.   Sjáumst í sundi!!

Skemmtiferðaskipið Columbus í Grundarfjarðarhöfn

Skemmtiferðaskipið Columbus kemur til hafnar hér í Grundarfirði á morgun, laugardaginn 26.júní kl. 08:00. Að venju verður tekið á móti áhöfn og farþegum við komu skipsins. Gestum verður boðið að heimsækja Sögumiðstöð og fá þar að kynnast sögu bæjarins í myndum og máli. Af þessu tilefni verða verslanir og þjónustustaðir með lengri opnunartíma þennan dag.   Sjá nánar (english)

Sumarleyfi sóknarprests

Elínborg Sturludóttir, sóknarprestur, verður í sumarleyfi frá 29. júní til 30. júlí, en ekki til 30. ágúst eins og misritaðist í auglýsingu í Þey. Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur í Stykkishólmi, þjónar prestakallinu á meðan. Sími Gunnars er: 438 1632 og 854 3496.

Hrefnuveiðar - yfirlýsing Grundarfjarðarhafnar

  Í tilefni af frétt á vef Bæjarins besta í dag, vill hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar koma eftirfarandi á framfæri.   Í bréfi til Sjávarútvegsráðuneytisins þann 15. júní sl. óskaði hafnarstjórn Grundarfjarðar eftir því að... ,,ráðuneytið taki Grundarfjarðarhöfn út af skrá yfir löndunarhafnir vegna hrefnuveiða” eins og sagði orðrétt í bréfinu.