Þetta er jú vinnan okkar

Bókasafnið býður upp á aðstoð við upplýsingaleit. Fjarnemar og aðrir sem vilja nýta sér aðstoðina eru hvattir til að kynna sér þjónustuna. Sjá meira á upplýsingasíðu bókasafnisns. 

Fréttir af undirbúningi unglingalandsmóts 2009

Fyrir stuttu kom til starfa á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar ungur byggingafræðingur, Jón Pétur Pétursson.  Jón Pétur er Grundfirðingur, sonur P. Guðráðs Péturssonar, sérkennara og ökukennara og Hjördísar Vilhjálmsdóttur, sérkennara.  Jón Pétur er verkefnaráðinn til þess að vinna að undirbúningi framkvæmda sem framundan eru vegna unglingalandsmótsins árið 2009.  Í æði mörg horn er að líta við þennan undirbúning. Sem dæmi má nefna að móta þarf svæði fyrir boltaleiki og leggja þarf gerviefni á brautir og stökksvæði íþróttavallarins..... 

Höfðingleg gjöf frá Kvenfélaginu Gleym mér ei

  Mánudaginn 17. mars sl. afhenti Kvenfélagið Gleym mér ei Samkomuhúsinu í Grundarfirði 250 matardiska og 250 súpuskálar að gjöf.  Kvenfélagskonur gefa Samkomuhúsinu þennan búnað af því fé sem þær hafa safnað með margvíslegri sjálfboðavinnu.   

Skrifstofa Sýslumanns Snæfellinga og Lögreglunnar á Snæfellsnesi í Grundarfirði.

Vegna breytinga á símakerfi embættisins  eru númer þess í Grundarfirði eftirfarandi: Skrifstofan: 430-4128 Lögreglan: 430-4144 Skrifstofan að Hrannarstíg 2 er opin, eins og verið hefur, frá kl. 11:00 til kl. 15:00. Upplýsingar um netföng starfsmanna er að finna á síðunum http://www.syslumenn.is og http://www.logreglan.is   Sýslumaður Snæfellinga Ólafur K. Ólafsson          

Viðburðarvika á Vesturlandi

Menningarráð Vesturlands hefur ákveðið að efna til Viðburðarviku á Vesturlandi sem hefst síðasta vetrardag, 23. apríl og lýkur 30. apríl. Sendur verður út bæklingur þar sem auglýstir verða viðburðir sem standa yfir á þessum tíma. Auglýsingabeiðnir þurfa að berast eigi síðar en 31. mars nk. Menningarráð tekur á móti auglýsingum og gefur upplýsingar um Viðburðavikuna í síma 433-2313 og 892-5290, einnig í tölvupósti menning@vesturland.is

Slökkvilið Grundarfjarðarbæjar á æfingu

    Nesbyggð ehf. gaf Slökkviliði Grundarfjarðarbæjar og slökkviliði Snæfellsbæjar gamla húsið að Búlandshöfða til slökkviliðsæfinga. Laugardaginn, 9. mars sl. var síðan farið í æfingar og úr varð mikil og góð æfing fyrir slökkviliðsmenn. Slökkviliðin vilja koma fram þakklæti til eigenda Nesbyggðar ehf. fyrir góða gjöf sem nýttist þeim vel við æfingar. Hér má sjá myndir frá æfingunni. 

Landaður afli í febrúar 2008

Hér má sjá landaðan afla í febrúar 2008 og samanburðartölur fyrri ára.

Eldri borgarar athugið

Að söngæfing fellur niður í dag 12 mars og fram yfir Páska. Næsta söngæfing verður á  miðvikudaginn 26. mars. Einnig minnum við á að skráningu á fiskihlaðborðið.

2. fundur um stefnumótun í ferðaþjónustu

  Þann 10. mars sl. var haldinn opinn samráðsfundur með hagsmunaaðilum og áhugafólki um ferðaþjónustu í bæjarfélaginu, í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga.  

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn þann 13. mars 2008 í sal við hliði bókasafnsins að Borgarbraut 16, kl. 16.15. Hér má sjá fundarboð.