Lausaganga hunda í Grundarfirði

Að gefnu tilefni er fólk vinsamlegast beðið að passa það að hundar séu bundnir og gangi alls ekki lausir um bæinn. Fjöldi fólks er hrætt við hunda og eru hundaeigendur beðnir að sýna því tillitsemi.  

Handverkshópurinn

Handverkshópurinn vill minna á að það verður mæting í kvöld klukkan 20:00 í herberginu við hliðina á bókasafninu.

Literatura DLA DZIECI

Literatura DLA DZIECI Wypozyczanie Miedzybiblioteka Ksiazki polskim

Losun á grænu tunnunum

Grænu tunnurnar verða tæmdar í dag, þriðjudaginn 27. janúar 2009. 

„Unga fólkið og heimabyggðin“

Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni standa fyrir  verkefni  fyrir nemendur 12 ára og eldri.  Markmið verkefnisins er m.a. að efla bjartsýni unga fólksin á framtíðina, að unga fólkinu finnist að framlag þess skipti máli og á það sé hlustað, efli þjóðarvitund og að unga fólkið kynnist betur sinni heimabyggð.  

Sorphirða

Sorphirða verður í dag mánudaginn 26. janúar. 

Sveinn Þór Elínbergsson ráðinn forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Sveinn Þór Elínbergsson   Á síðasta hausti var auglýst eftir nýjum forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (fssf).  Albert Eymundsson hefur sagt því starfi lausu, en hann hefur gegnt því frá því í september 2006.  Stjórn fssf samþykkti á síðasta fundi sínum að ráða Svein Þór Elínbergsson, aðstoðarskólastjóra Smáraskóla í Kópavogi, í starfið.  Sveinn var áður skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar og er frá Ólafsvík.  Sveinn mun hefja störf á vormánuðum.  Sveinn Þór er boðinn velkominn til starfa á þessum vettvangi.

Komdu í land

  Dagana 15. og 16. janúar var haldinn vinnufundur á Hótel Framnesi. Tilefnið var verkefnið Komdu í land sem skipulagt er af Útflutningsráði, Ferðamálastofu og Cruise Iceland samtökunum. Markmið þess er að efla byggðarlög sem taka á móti skemmtiferðaskipum, sérstaklega í að byggja upp aukna þjónustu fyrir gesti og áhafnir skemmtiferðaskipa. Mjög mikill áhugi var á verkefninu hér í Grundarfirði og mættu flestir sem málið varða til leiks. Það var mikill kraftur í fundarmönnum og margar skemmtilegar hugmyndir voru lagðar fram. Nú á næstu dögum verður gerð samantekt vinnufundarins og í framhaldi verður unnið áfram að verkefninu.  

Þorskkvóti aukinn

Fram kemur á mbl.is í dag að Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi gefið út reglugerð þar sem hámarksafli í þorski er aukinn um 30 þúsund tonn. Heildaraflamark verður því 160 þúsund tonn í stað 130 þúsund tonna.

Northern Waves haldin í annað sinn

  Alþjóðlega Stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í annað skiptið helgina 27. febrúar næstkomandi til 1. mars í Grundarfirði. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í febrúar 2008 og vakti mikla ánægju meðal Grundfirðinga og allra þeirra sem að sóttu hátíðina heim. Vegna mikillar hvatningar hefur hátíðin nú verið gerð að árlegum viðburði. Í ár hafa borist rúmlega 90 stuttmyndir og tónlistarmyndbönd frá 15 löndum. Aðeins 50 af þessum myndum verða þó sýndar í ár og er samkeppnin mun harðari en í fyrra.