Leikskólinn fékk gjöf frá nemendum á starfsbraut FSN.

Í síðustu viku komu þeir Hilmar Atli Þorvarðarson og Ómar Hall Sölvason, nemendur á starfsfbraut FSN í heimsókn til okkar hér í leikskólann. Þeir komu færandi hendi og gáfu okkur spil sem þeir höfðu búið til sjálfir. Við færum þeim okkar bestu þakkir fyrir.  

Það er byrjað að huga að ungbörnum á vegum Rauða krossins!

Verðum að sauma í vinahúsinu í Sögumiðstöðinni á miðvikudögum kl 13:00 til 16:00 Allir velkomnir, kaffi á könnunni. Barnaföt 0-1 árs, sængurföt, fleace, garn o.fl. Vel þegið.   Rauða kross deild Grundarfjarðar    

Syngjandi konur á Vesturlandi

Enn á ný er blásið til söngbúða með Kristjönu Stefánsdóttur, djass söngkonu,þar sem öllum syngjandi konum á Vesturlandi er velkomið að taka þátt.    Söngbúðirnar verða í Hjálmakletti í Borgarnesi helgina 1.-2. mars 2014. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Kristjönu Stefánsdóttur.  Zsuzsanna Budai mun vera hennar hægri hönd við að þjálfa hópinn. Allar nánari upplýsignar er að finna hér.  

Hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á Sögumiðstöð

Grundarfjarðarbær efnir til hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á Sögumiðstöð, Grundargötu 35. Á síðustu mánuðum hafa miklar breytingar á starfsemi hússins átt sér stað. Húsið gegnir nú hlutverki menningar- og samfélagsmiðstöðvar. Þangað geta félagasamtök og klúbbar leitað og fengið aðstöðu fyrir fundi.  

Að berjast við hálkuna

Það hefur ekki farið framhjá íbúum Grundarfjarðar frekar en landsmönnum öllum það tíðarfar sem verið hefur undanfarið. Þar hefur mikill klaki og hálka gert íbúum erfitt um vik með að komast ferðar sinnar á öruggan hátt. Ástandið þykir óvenjulegt og hafa elstu menn varla upplifað annað eins. Hið sama á við víða um landið. Ástandið er erfitt og ekki síst hversu langan tíma það hefur varað.   Starfsmenn bæjarins og verktakar við snjómokstur hafa unnið sleitulaust að því að vinna bug á þessum erfiða vanda. Salt og sandur hefur verið notaður í ómældu magni til að reyna að vinna bug á klakanum, en saltað hefur verið upp á hvern einasta dag frá jólum. Saltnotkun frá jólum er orðin meiri en hún var allan veturinn á undan.    

Bæjarstjórn skorar á stjórnvöld vegna stöðu Fellaskjóls

Bæjarstjórn Grundarfjarðar lýsir yfir áhyggjum vegna forsendubrests við rekstur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls. Miðað við núverandi stöðu er rekstrargrundvöllur dvalarheimilis brostinn vegna fækkunar hjúkrunarrýma og of lágra daggjalda. Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn að hækka daggjöld til dvalar- og hjúkrunarheimila nú þegar.   Bókun bæjarstjórnar á fundi 23. janúar 2014.   Bæjarstjórn Grundarfjarðar lýsir áhyggjum vegna forsendubrests við rekstur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls. Heimilið er sjálfseignarstofnun og hefur frá upphafi verið rekið af mikilli útsjónarsemi. Nú er hins vegar svo komið að daggjöldin sem koma frá ríkinu nægja ekki fyrir kostnaði. Sambærileg staða virðist vera uppi um allt land, jafnt á stórum og smáum hjúkrunarheimilum.    Jafnframt hefur hjúkrunarrýmum á Fellaskjóli verið fækkað um eitt, meðan þörf fyrir hjúkrunarrými fer vaxandi. Brýnt er að sú ákvörðun verði afturkölluð.   Bæjarstjórn Grundarfjarðar skorar á heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn að hækka nú þegar, daggjöld til dvalar- og hjúkrunarheimila.    

Stofnun Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Laugardaginn 25. janúar kl. 12:00 verða stofnuð Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Stofnfundurinn verður haldinn á sjúkrahúsinu á Akranesi sem er starfsstöð stofnunarinnar. Grundarfjarðarbær hvetur íbúa til að mæta á fundinn og gerast þannig stofnfélagar.  Lagt er til að árgjald verði kr. 3000. Þeir sem ekki komast á fundinn geta að honum loknum gerst félagar m.a. með því að fara inn á heimasíðu samtakanna vesturlandsvaktin.is, en heimasíðan verður opnuð á stofnfundinum. Einnig verður hægt að fylgast með starfsemi samtakanna á Facebook:  https://www.facebook.com/vesturlandsvaktin?ref=hl.    

Bókasafnið losar sig við eldri bækur

Áhugafólk um sagnfræði,  almanök og bókmenntir. Kíkið á myndir af bókum sem verða tiltækar næstu tvær vikurnar. Fyrstur kemur, fyrstur fær.   Sjá hillur í fordyri Borgarbrautar 16.   Oftast opið yfir daginn.     Bókasafnið í Sögumiðstöðinni. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 14-18   Í Sögumiðstöðinni er kassi og hilla með íslenskum og enskum aukabókum, gömlum og nýjum, nokkrar norskar og sænskar og auka dagblöð.   Flökkubækur   

Hundahreinsun

Dýralæknirinn verður í áhaldahúsinu miðvikudaginn 5. febrúar næstkomandi kl. 12:30-16:00.  Öllum hundeigendum er skylt að mæta með hunda sína.   

Leikskólinn Sólvellir auglýsir eftir leikskólakennara í 100% stöðu

Leikskólinn Sólvellir er tveggja deilda leikskóli með um 60 nemendur. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldisfræði. Einkunnarorð leikskólans eru: vinátta – virðing – velvild.   Nánari upplýsingar hér.