Fyrstu síldinni landað í Grundarfirði

Frétt á vef Skessuhorns: Stærsta fiskveiðiskip Íslendinga, Vilhelm Þorsteinsson EA, kom að landi í Grundarfirði í gærkvöldi og landaði 500 tonnum af frystri síld sem fékkst í Grundarfirði síðustu fimm daga. Aflinn verður nú geymdur í nýja frystihóteli Snæfrosts sem nýverið var tekið í notkun. Síðustu vikurnar hafa veiðst um 60 þúsund tonn af síld í Grundarfirði og hingað til hefur aflanum verið siglt langar leiðir til löndunar, en með komu Vilhelms Þorsteinssonar nú hefur orðið ákveðin breyting þar á því Vilhelm er fyrsta skipið sem landar síld í Grundarfirði á þessari síldarvertíð.

Stefnumótun í ferðaþjónustu í Grundarfirði formlega hafin

Bæjarstjóri lýsir í grein helstu verkefnum sem tekist verður á við í stefnumótun í ferðaþjónustu sem vinna er hafin við.  Ráðgjafafyrirtækið ALTA hefur tekið verkefnið að sér og verður það unnið á tímabilinu nóvember 2007 - apríl 2008.   Hér má sjá greinina í heild.

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ályktar um aðgang íbúa í dreifbýli að háhraðatenginum

Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar þ. 22. nóvember sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: "Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ályktar að allt of lengi hafi dregist að efla fjarskiptabúnað í dreifbýli.  Íbúar landsins sitja ekki við sama borð varðandi öryggi og möguleika til þátttöku í upplýsingasamfélagi nútímans.  Bæjarráð skorar á Póst- og fjarskiptastofnun og samgönguráðuneytið að vinna að úrbótum með meiri hraða og á skilvirkari hátt en verið hefur."   Ályktun bæjarráðsins verður komið á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun og samgönguráðuneytið.

Íþróttamaður Grundarfjarðar 2007

Íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2007 var kjörinn á fjölskylduskemmtun Kvenfélagsins Gleim mér ei sem haldinn var í samkomuhúsinu laugardaginn 24. nóvember sl.  Guðmundur Haraldsson hlaut titilinn að þessu sinni fyrir árangur í blaki.  Guðmundur er  í byrjunarliði unglingalandsliðs 16 ára og æfir einnig með unglingalandsliði 17 ára en Guðmundur er einungis 15 ára og á því bjarta framtíð fyrir sér í blakíþróttinni.     Alls voru sjö íþróttarmenn tilnefndir, þau eru eftirtalin:  Dominik Bjada fyrir árangur í knattspyrnu, Jóhanna Gústafsdóttir fyrir árangur í knattspyrnu, Kolbrún Grétarsdóttir fyrir árangur í hestaíþróttum, Steinunn Júlía Víðisdóttir fyrir árangur í frjálsum íþróttum, Valgeir Hólm Kjartansson fyrir árangur í mótorkross, Þór Geirsson fyrir árangur í golfi og Guðmunhur Haralddsson fyrir árandur í blaki.   Hér má sjá fleyri myndir

Nýjum Grundfirðingum færðar sængurgjafir

Í dag, 22. nóvember, færði Grundarfjarðarbær og Heilsugæslustöð Grundarfjarðar öllum ellefu Grundfirðingunum sem fæddir eru á þessu ári sængurgjöf frá sveitungum sínum.  Gjöfin innihélt m.a. fatnað, beisli, fræðslubækur, pollagalla, leikfang o.fl.  Börnum og foreldrum barna sem fædd eru á árinu var boðið í safnaðarheimilið í morgun til þess að taka við gjöfinni.   Hér má sjá myndir.  

Fyrsti saltfarmurinn í skemmu Saltkaupa

Frétt af vef Skessuhorns í dag Fyrsta saltið var sett í nýju saltskemmu Saltkaupa sem reist var í Grundarfirði í sumar. Komu alls um 1100 tonn af salti frá Túnis með skipi á laugardaginn. Jón Rúnar Halldórsson framkvæmdastjóri Saltkaupa segir í samtali við Skessuhorn að gert sé ráð fyrir að saltþörfin á Snæfellsnesi sé um 5000 tonn á ári.

Menningarráð Vesturlands auglýsir styrki til menningarviðburða fyrir árið 2008

  Samkvæmt samningi ríkisins og sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsir menningarráð Vesturlands styrki til menningarverkefna á Vesturlandi fyrir árið 2008. Umsóknarfrestur rennur út laugardaginn 5. janúar 2008.      

Hin árlega fantasíukeppni haldin í Eden.

Í síðustu viku var hin árlega fantasíukeppni haldin í Eden. Þemað í ár var Þjóðsögur Íslendinga. Einungis þrjú lið skráðu sig til keppni en oftar hafa þau nú verið fleiri. Því voru veitt verðlaun fyrir öll sætin og fengum við Guðrúnu Ósk, sem dæmdi förðun, Guðbjörgu Friðfinns sem dæmdi fatahönnun og Eygló sem dæmdi hárgreiðslu, til að koma til okkar og hjálpa okkur með þessa frábæru keppni unglinganna.   Hér má sjá myndir af keppninni

Silfurleikar ÍR

  Hinir árlegu silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum voru haldnir laugadaginn 17. nóvember í nýju frjálsíþróttaaðstöðunni í laugardal.  2 keppendur fóru frá HSH að þessu sinni þau Arnar Þór Hafsteinsson Snæfelli og Steinunn Júlía Víðisdóttir UMFG.  Steinunn Júlía keppti í kúluvarpi meyja 15 – 16 ára og bætti sinn persónulega árangur.  Arnar Þór keppti í 11 – 12 ára flokknum og gekk vel í sínum greinum og kom heim með þrjú brons.   Steinunn Júlía og Arnar Þór  

Héraðsmót HSH.

Sonja, Guðbjörg og Alexandra                                               Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum var haldið sunnudaginn 11. nóv. síðastliðin í Stykkishólmi.  25 keppendur mættu frá UMFG og stóðu sig öll með stakri prýði.  Þau Jóhannes Geir Guðmundsson og Gréta Sigurðardóttir vöktu mikla athygli fyrir góðan árangur í hástökki og Gréta einnig fyrir 600 m hlaup þar sem hún hljóp í strákariðlinum og var á hælunum á þeim sem vann.  Frjálsíþróttadeildin skartar nýjum keppnistreyjum sem Kaupþing banki gaf og hafa krakkarnir vakið ómælda athygli fyrir að vera öll eins klædd.  Einnig auðveldar það þjálfara að fylgjast með krökkunum í keppni. Þeir sem vilja skoða úrslit mótsins geta farið inn á www.hsh.is  í úrslit móta.