Endurvakning!

  Slysavarnardeildin Snæbjörg verður endurvakin miðvikudaginn 6.febrúar kl 20:30. Fundurinn verður í húsi Björgunarsveitarinnar Klakks. Deildin hefur verið í dvala undanfarin ár en nú stendur til að endurvekja starfsemi deildarinnar. Hvetjum áhugasama til að mæta. Gamlir félagar sérstaklega boðnir velkomnir!  

"Sólin hátt á himni skín"

 Í dag sást til sólarinnar í fyrsta sinn inni í Grundarfjarðarbæ á nýbyrjuðu ári.  Sólin gægðist örlítið upp fyrir fjallsbrún upp úr hádeginu.  Þetta er árvisst merki um að daginn er tekið að lengja svo um munar og það styttist í vorið.

Dagur leikskólans

Samband íslenskra sveitarfélaga og Menntamálaráðuneytið hafa ákveðið að blása til Dags leikskólans og verður hann nk. miðvikudag. Félag leikskólakennara átti frumkvæðið að þessu og fékk ofangreindar stofnanir til liðs við sig. Á forsíðu heimasíðunnar undir gaman að skoða er slóð á bækling sem gefin var út í tilefni þessa dags. Sjá einnig hér.

Gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar

Ný gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar var samÞykkt á fundi hafnarstjórnar þann 29. janúar sl. Gjaldskrána má skoða undir flipanum stjórnsýsla og gjaldskrár og einnig hér.  

Foreldrar og aðrir forráðamenn vinsamlegast athugið

Vinsamlegast brýnið fyrir börnunum að vera ekki að leika sér og búa til snjóhús og því umlíkt í ruðningum við götur bæjarins. Mikil hætta getur skapast þegar verið er að hreinsa göturnar á ný og snjóruðningstæki bæta meiri snjó í ruðningana.

Minnt er á auglýsingar eftir umsóknum um framlög úr sjóðum vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar

Umsóknarfrestur vegna umsókna um framlög til eflingar ferðaþjónustu er til og með 5. febrúar n.k.  Allir sem hug hafa á því að sækja um framlög úr þessum sjóði sem er samtals að fjárhæð 160 m.kr. ættu að huga að þessu fljótt.  Unnt er að fá aðstoð hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands (hjá SSV) sem er til húsa í Borgarnesi að Bjarnarbraut 8, sími 437-1318.     Einnig er auglýst eftir umsóknum um framlög til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar.  Ríkisstjórnin veitir 100 m.kr. til þessara verkefna.  Umsóknarfrestur í þennan sjóð er til og með 19. febrúar n.k.  Umsóknum ber að skila til Atvinnuráðgjafar Vesturlands.  Hér má sjá auglýsinguna frá Byggðastofnun.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga eflir tengslin við samfélagið

Frétt á heimasíðu Skessuhorns: “Við héldum nokkra samráðsfundi fyrir jól í kjölfarið á úttekt sem gerð var á starfsemi skólans síðastliðin þrjú ár,” segir Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Fundirnir voru þrír talsins og haldnir með íbúum á svæðinu, sveitarstjórnarmönnum, foreldrum, nemendum, skólanefndarmönnum og starfsfólki skólans svo dæmi séu tekin. Þeir voru liður í því að marka stefnu skólans til framtíðar og ræða hvort og hvernig hann gæti verið leiðandi í starfi sínu. 

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009. Auglýst eftir umsóknum, frestur til að skila rennur út 19. febrúar.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 100 milljónum króna árið 2008 til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar vegna skerðingar þorskaflaheimilda Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 100 milljónum króna árið 2008 til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar þorskaflaheimilda.  Styrkhæf svæði eru sveitarfélög og eyjar þar sem hlutfall starfa í veiðum og vinnslu er 10% eða hærra. 

Haldið verður áfram að leita að heitu vatni

Haldinn var samráðsfundur bæjarstjórnar og fulltrúa frá Orkuveitu Reykjavíkur um heitavatnsleit fimmtudaginn 17. janúar sl.  Á fundinum komu fram upplýsingar um stöðu málsins og upplýst var um hver næstu skref verða í leit að heitu vatni.  Boraðar verða hitastigulsholur í Hraunsfirði eftir nokkrar vikur til þess að kortleggja betur sprungusvæði þar.  Vonast er til þess að staður fyrir borun vinnsluholu verði fundinn þegar kemur lengra fram á árið.  Orkuveitan gaf út fréttatilkynningu um stöðuna og má nálgast hana hér. 

Fyrsta skóflustunga að byggingu Snæfellingshallarinnar

                                Föstudaginn 18. janúar sl. var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu reiðhallar Snæfellingshallarinnar ehf.  Reiðhöllin verður byggð fyrir styrk frá ríkinu, hlutafjárframlag Grundarfjarðarbæjar og hlutafjárframlög frá Hesteigendafélags Grundarfjarðar o.fl.  Styrkurinn frá ríkinu er sams konar og aðrar reiðhallir eru byggðar fyrir víða um landið.  Fyrsta skóflustunguna tók bæjarstjórinn Guðmundur Ingi Gunnlaugsson og síðan var boðið til kaffisamsætis í félagsheimili Hesteigendafélags Grundarfjarðar, Fákaseli.   Hér má sjá fleiri myndir frá athöfninni.