Þorrablót í kvöld.

Í kvöld er 40. þorrablót hjónaklúbbs Eyrarsveitar. Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst kl 20. Skemmtinefndin er búin að setja saman glæsilega dagskrá, leggja á borðin og skreyta húsið. Allt tilbúið fyrir frábært þorrablót. Góða skemmtun !   e.s. síðast þegar fréttist voru 10 miðar lausir

Reglur um úthlutun bæjarstjórnar Grundarfjarðar á byggðakvóta

Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðfest eftirfarandi reglur bæjarstjórnar Grundarfjarðar um úthlutun byggðakvóta og hafa þær verið birtar á heimasíðu ráðuneytisins.  

Bókasafnið - Stærsta setustofan í bænum. Við eigum hana öll

Heimsóknum á Bókasafn Grundarfjarðar hefur fækkað síðustu tvö árin. Árið 2002 komu 1464 fullorðnir og 1352 börn á safnið eftir kl. 15 á daginn. 2004 hafði þeim fækkað niður í 1132 fullorðna og 798 börn. Þetta fólk fékk lánaðar um 8000 bækur og tímarit en það er fækkun um tæp 2 þús. Þetta er fyrir utan notkun nemenda og kennara.  

395 fréttir á grundarfjordur.is árið 2004

Á nýliðnu ári voru 395 fréttir skrifaðar hér á vef Grundarfjarðarbæjar, þar af tæpar 60 fréttir frá Ungmennafélagi Grundarfjarðar. Þetta eru tæpar 8 fréttir að meðaltali í hverri viku og hefur því verið skrifuð meira en ein frétt á dag hvern virkan dag ársins.

Umferðarmál við Grunnskólann

Breytingar urðu á akstursleiðum við grunnskólann sl. haust en helstu breytingar voru þær að vegur fyrir framan var færður lítið eitt til vesturs og eins hafa bílastæði verið færð til eða afmörkuð að nýju.  Vegurinn fyrir framan skólann skiptist nú upp í tvær leiðir sem afmarkað er með steinum til bráðabirgða. Þeir sem aka upp Borgarbraut og eiga leið að íþóttamannvirkjum, tónlistarskóla eða Ölkelduvegi, aka nú veginn sem er vestan megin á planinu (hægra megin við steinana). Á meðfylgjandi yfirlitsmynd er þessi akstursleið merkt með grönnum pílum.    

Hvað er að gerast í sjónum

Stjórn Snæfells, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi hefur ákveðið að efna til opins fundar um sjávarútvegsmál. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík miðvikudaginn 26. janúar kl 20:00.   Á fundinum sem er öllum opinn verða flutt stutt erindi (10-15mín), að þeim loknum verða leyfðar fyrirspurnir til frummælenda úr sal.    Fundarstjóri verður Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar   

Íslandsmótið innanhúss !

5.flokkur kvenna spilar á íslandsmótinu innanhúss í Ólafsvík laugardaginn 22 janúar.  Mótið átti að vera á síðasta sunnudag en var frestað því Reykjarvíkurliðin sá sér ekki fært að mæta vegna veðurs. Mótið hefst kl 14:15 og tekur um 2 tíma. Endilega mætið á pallana og hvetjið stelpurnar okkar áfram.

Auglýsing um niðurfellingu fasteignaskatts

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt tekjumörk til viðmiðunar við niðurfellingu fasteignaskatts af íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega.   Miðað er við tekjur ársins 2003, þ.e.a.s. álagningu 2004, nema miklar breytingar hafi orðið á tekjum fólks á árinu 2004.  

Þorrablót hjónaklúbbsins

  Æfingar fyrir þorrablótið ganga bara vel og lítur út fyrir að þetta verði þrusu skemmtun. Miðar verða seldir sunnudaginn 23.janúar og verður spennandi að sjá hver verður fyrstur á húninn heima hjá Önnu og  Dagbjarti. Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu, myndin er af þeim Jónu og Söndru Ósk og það fer ekkert á milli mála að eitthvað skemmtilegt er í gangi á sviðinu.   Ætlar þú ekki örugglega að mæta !   Þorrablótsnefndin  

Bæjarstjórnarfundur

52. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 19. janúar 2005 kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru fundargerðir bæjarráðs, fræðslu- og menningarmálanefndar, umhverfisnefndar og hitaveitunefndar, síðari umræða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana, tillögur um nýtingu tekjustofna, tillaga um merki fyrir Slökkvilið Grundarfjarðar, samningur um kaup Grundarfjarðarbæjar á eignarhluta ríkissjóðs í landi innan þéttbýlismarka Grundarfjarðar, vinabæjarheimsókn Grundfirðinga til Paimpol, erindi sýslumanns Snæfellinga umsögn um umsókn um veitingu leyfis til sölu gistingar í Suður-Bár auk ýmissa gagna til kynningar.   Bæjarstjóri