Söfnuðu fyrir vatnsrennibraut

  Þau Adam, Embla, Svanhildur og Elva (Elvu vantar á myndina) söfnuðu 2.526 kr. með því að halda tombólu til að safna fyrir vatnsrennibraut fyrir sundlaugina, er þeim hér með þakkað fyrir dugnaðinn.  

"Það voru forréttindi að fá að alast upp í Grundarfirði"

Áslaug Karen Jóhannsdóttir hélt hátíðarræðu við 17. júní hátíðahöldin í Grundarfirði.  Áslaug Karen, sem er Grundfirðingur, útskrifaðist í vor sem fjölmiðlafræðingur frá Háskólanum á Akureyri.  Ræðan vakti athygli viðstaddra og var gerður góður rómur að henni.  Hér er hægt að lesa ræðuna í heild.

Bæjarstjórnarfundur

123. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Grunnskóla Grundarfjarðar, fimmtudaginn 24. júní 2010, kl.16.30. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Kvennahlaup

Árlegt kvennahlaup ÍSÍ var haldið laugardaginn 19. júní kl. 11:00, en um 35 konur mættu til þess að hlaupa. Í ár var bæði boðið upp á ratleik og þær sem vildu gátu skokkað eða gengið. Ratleikurinn fólst í ýmsum þrautum s.s. húlla, sippa, skjóta í mark á sparkvellinum, teikna og fleira.

Duglegir krakkar

Þau Anna Halldóra Kjartansdóttir, Hrönn þorsteinsdóttir og Anton Ingi Kjartansson létur sitt ekki eftir liggja við að safna fyrir vatnsrennibraut fyrir sundlaugina og héldu tombólu. Þau söfnuðu 9.013 kr.  Er þeim hér með þakkað fyrir dugnaðinn.  

Staða bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar auglýst

 Á fyrsta fundi bæjarstjórnar þann 15. júní s.l. var forseta bæjarstjórnar veitt heimild til að auglýsa stöðu bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar lausa til umsóknar. Auglýsing um stöðuna mun birtast í helstu prentmiðlum nú um helgina.   Hér má sjá auglýsingu um stöðu bæjarstjóra.

Ný bæjarstjórn Grundarfjarðar tekin til starfa

Ný bæjarstjórn Grundarfjarðar hélt sinn fyrsta fund þriðjudaginn 15. júní s.l. Hennar fyrsta verk var að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar. Sigurborg Kr. Hannesdóttir var kjörin forseti og Þórður Á. Magnússon varaforseti. Kosið var í nefndir og ráð. Ennfremur var afgreidd tillaga um heimild til að auglýsa stöðu bæjarstjóra lausa til umsóknar. Tvær tillögur lágu fyrir fundinum um breytingu á gjaldskrá Leikskólans Sólvalla er varða sérstakt álag á gjald vegna barna undir 24ra mánaða aldri. Var þeim vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.Að lokum var skrifstofustjóra falið að kanna  möguleika á að lengja lán Íbúðalánasjóðs sem tilheyra hússjóðnum Hrannarstíg 28 – 40, með það að markmiði að lækka mánaðarlegar leigugreiðslur.   Listi yfir fulltrúa í nefndum Grundarfjarðarbæjar.        

Vel heppnuð 17. júní hátíðahöld í frábæru veðri í Grundarfirði

                                Grundfirðingar héldu þjóðhátíðardaginn 17. júní hátíðlegan í frábæru veðri.  Byrjað var á Kvernár og Grundarhlaupum um morguninn.  Síðan tók við andlitsmálun, skrúðganga, ávarp fjallkonu, skemmtiatriði í Paimpol garði, leikir með skátunum og sundlaugarpartí.  Allir fundu eitthvað við sitt hæfi og nutu hátíðarinnar.  Sverrir Karlsson tók meðfylgjandi mynd og fleri myndir sem birtast hér ,,,

Dagskrá 17. júní 2010

Hér má sjá dagskrá fyrir 17. júní 2010.

Bæjarstjórnarfundur

122. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar, þriðjudaginn 15. júní 2010, kl.16.30. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.