Háhyrningar í Grundarfjarðarhöfn

Í Grundarfirði er ekki óalgeng sjón að sjá háhyrninga á sundi við höfnina. Hér eru myndir sem teknar voru af þessum glæsilegu skepnum við Grundarfjarðarhöfn í gær.    

Netkönnun Framkvæmdaráðs Snæfellsness

     

Bæjarstjórnarfundur

157. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar 2013, kl. 16:30 í Grunnskólanum.   Dagskrá fundarins: 

Laus staða leikskólakennara

Leikskólinn Sólvellir auglýsir eftir leikskólakennara til starfa sem fyrst. Ef ekki fæst leikskólakennari í stöðuna er heimild til að ráða í stöðu leiðbeinenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.    

Franski sendiherrann í heimsókn

Björn Steinar Pálmason, Marc Bouteiller og Þórður MagnússonÍ síðustu viku kom sendiherra Frakklands í heimsókn til Grundarfjarðar. Í heimsókninni kynnti hann sér sveitarfélagið og starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja og fjölbrautaskólans.   Vinabæjartengsl eru á milli Grundarfjarðar og Paimpol á Bretagne skaga í Frakklandi sem Frakkar hafa ávallt sýnt mikinn áhuga. Heimsókn sendiherrans var einkar ánægjuleg og styrkir enn frekar vaxandi tengsl við franska vini okkar.      

Þakkir fyrir skjót viðbrögð

Bæjaryfirvöld hafa fylgst náið með og hvatt til viðbragða vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar þann 15. febrúar 2013 var líkt og áður farið yfir stöðu mála.   Bæjarráð þakkar ráðuneytum og stofnunum ríkisins fyrir skjót viðbrögð vegna hreinsunar sildar í fjörum Kolgrafafjarðar. Bæjarráð vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi vegna þessa máls.  

Félagsvist Felags eldri borgara

Félagsvist í Samkomuhúsinu föstudaginn 15. febrúar kl 16:00. Athugið breyttan tíma.   Félag Eldri borgara í Grundarfirði.  

Franskt kaffihúsakvöld

Grundapol, vinabæjarfélag Paimpol og Grundarfjarðar, býður ykkur velkomin á franskt kaffihúsakvöld.   Í fyrra vor fór kirkjukórinn í eftirminnilega ferð til Frakklands, meðal annars Paimpol.   Þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 20, eru allir Grundfirðingar og áhugamenn velkomnir að koma í samkomuhúsið, skoða myndir og heyra meira um ferð kirkjukórsins og um vinabæ okkar, Paimpol. Veitingar í boði.   Vonumst til að sjá sem flesta!   Stjórn Grundapol

Öskudagsball

Öskudagsball fyrir leikskóla og 1-7 bekk verður í samkomuhúsinu miðvikudaginn 13. febrúar frá klukkan 17:00-18:30.   Sjá nánari auglýsingur hér.    

Tvö einkastæði við flotbryggju laus

Tvö einkastæði eru laus við flotbryggju (fingur) áhugasamir hafi samband við hafnarstjóra.   Hafsteinn símar 438 6705 eða 863 1033.