Í dag verður hátíðin "Rökkurdagar 2009" sett í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Hátíðin hefur verið árlegur viðburður á haustdögum frá árinu 2004 og er þetta því í sjötta sinn sem hún er haldin. Það fer vel á því að hafa hátíðina um veturnætur þegar húmið sígur að. Þessar hátíðir hafa alltaf verið helgaðar menningartengdu efni og hafa margvíslegir menningarstraumar fengið að njóta sín í ræðu, riti, tónlist og myndlist. Dagskrá hátíðarinnar einstaklega glæsileg og vill undirritaður með þessum pistli hvetja Grundfirðinga og gesti til þess að fjölmenna á þau atriði sem fram fara. Góða skemmtun.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri.