Íþróttatímar falla niður

Íþróttahúsið verður lokað á morgun föstudaginn 30. okt eftir hádegi vegna vinnu við loftræstikerfi hússins.   Þetta eru æfingar í frjálsum hjá Kristínu Höllu   Fótbolti 5-4-3 flokkur kvenna hjá Adda   Stubbabolti hjá Röggu   4-3 flokkur  karla hjá Tomma   2 - meistaraflokkur kvenna hjá Tomma   Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Bangsadagurinn á bókasafninu

  Bangsadagurinn er þriðjudaginn 27. október.  Upplestur fyrir börn með bangsa er á fimmtudaginn 29. okt. kl. 17:00. Alla vikuna er getraun og verður tilkynnnt í lestrarstundinni hver er getspakastur.   Munið eftir fráteknum tímum fyrir foreldra og börn á miðvikudögum, stórfjölskylduna á fimmtudögum og fjarnemendur á þriðjudögum alltaf frá kl. 16:30.   Bókasafnið er góður staður fyrir stefnumót.                  Sjáumst, Sunna. Bangsinn frá 2008 er Björn L. Hann er einmana og þiggur heimsóknir.

Handavinna - Handverk - Tískublöð

Við lífgum upp á safnkostinn og höfum fengið nokkur tímarit af hannyrðablöðum frá október og nóvember 2009 og jólablöð koma í nóvember.   Það verða minni innkaup á bókasafninu fyrir jól og á næsta ári. Góður grunnur er til af fræðiefni (miðað við stærð safns) frá síðustu árum og því höfum við afþreyingu og tómstundir í fyrirrúmi næstu misseri.  

Pub Quiz nr 4

Þriðjudaginn 27. Okt (í kvöld) kl 21:00 heldur hið geysivinsæla Pub Quiz áfram á Kaffi 59 og nú verða spurningarnar tengdar kvikmyndum þannig að allir geta verið með. Síðasta Pub Quiz heppnaðist gríðarlega vel og munaði minnstu að spyrlarnir þyrftu að fækka fötum. þetta var virkilega gaman. Við hvetjum alla til að mæta. Þetta kostar aðeins 500 kr á haus og rennur allur ágóðinn til styrktar Meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu.  

Jól í skókassa

Móttaka verður á skókössum í safnaðarheimilinu Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 31. október frá kl: 13:00 - 17:00. Við eigum skókassa ef ykkur vantar. Hægt er að finna allar upplýsingar um verkefnið ða heimasíðu KFUM & KFUK. www.skokassar.net Salbjörg sími 896 6650 og Hugrún sími 438 1275  

Breytingar á tímatöflu UMFG í íþróttahúsi

Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á tímatöflu UMFG í íþróttahúsinu og taka þær gildi nk. mánudag. Hér má sjá breytta tímatöflu. 

Blak

Í íþróttahúsinu í Grundarfirði     Fyrsti heimaleikur UMFG karla. Mánudaginn 26.10.2009. klukkan 20:30 (hálf níu) UMFG - Fylkir   Mætum öll og styðjum strákana til sigurs. 15 ára og yngri frítt inn, 16 ára og eldir kr. 500.

Glæsileg dagskrá Rökkurdaga

Í dag verður hátíðin "Rökkurdagar 2009" sett í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði.  Hátíðin hefur verið árlegur viðburður á haustdögum frá árinu 2004 og er þetta því í sjötta sinn sem hún er haldin.  Það fer vel á því að hafa hátíðina um veturnætur þegar húmið sígur að.  Þessar hátíðir hafa alltaf verið helgaðar menningartengdu efni og hafa margvíslegir menningarstraumar fengið að njóta sín í ræðu, riti, tónlist og myndlist.  Dagskrá hátíðarinnar einstaklega glæsileg og vill undirritaður með þessum pistli hvetja Grundfirðinga og gesti til þess að fjölmenna á þau atriði sem fram fara.  Góða skemmtun.   Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri. 

Rökkurdagar í Grundarfirði

Rökkurdagar fara í gang á morgun í Grundarfirði. Rökkurdagar eru menningarhátíð Grundfirðinga og eru jafnan haldnir að hausti. Að þessu sinni stendur hátíðin í tíu daga og er dagskráin með glæsilegasta móti.   Fræðslu- og menningarmálanefnd.  

Handverkshópurinn

Handverkshópurinn mun hittast í húsi bókasafnsins að Borgarbraut 16 á morgun fimmtudag 22. október klukkan 20.00. Allir velkomnir.