Auglýsing um kjörfund í Grundarfjarðarbæ

Sbr. ákvæði 2. málsliðar 68. gr. laga nr. 24/2000 m. s. br.   Alþingiskosningar verða laugardaginn 12. maí 2007 skv. ákvæðum laga nr. 24/2000 með síðari breytingum.   Kjörfundur í Grundarfjarðarbæ hefst kl. 10.00 og honum lýkur kl. 22.00 laugardaginn 12. maí 2007.  Ein kjördeild verður fyrir sveitarfélagið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar.  

Opnunartími Sundlaugarinnar

Opnunartími í sundlauginni er frá kl.  07:00 – 08:00 og frá kl. 16:00 – 21:00 alla virka daga.  Um helgar verður opið frá kl. 12:00 - 18:00. 

Hjólað í vinnuna

Fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ísland á Iði, stendur fyrir "Hjólað í vinnuna", heilbrigðri fyrirtækjakeppni um allt land dagana 2. - 22. maí.   Meginmarkmið "Hjólað í vinnuna" er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.   Sérstaklega eru vinnustaðir hvattir til þess að taka sig saman og skrá sig til keppni um verðlaun sem veitt eru í mörgum flokkum.    Nánari upplýsingar er að fá á vef ÍSÍ www.isi.is 

Fjölmenningardagur verður á laugardaginn 28. Apríl

Fjölmenningardagur verður á laugardaginn 28. Apríl nk. frá kl. 13-17 í félagsheimilinu Klifi Ólafsvík. Fulltrúar frá 16 þjóðum munu kynna mismunandi menningu og hefðir frá sínu landi. Allir velkomnir. Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar.  

Fundur um þjóðlendumál í Borgarnesi 26. apríl

Búnaðarsamtök Vesturlands boða til opins fundar um þjóðlendumál, fimmtudaginn 26. apríl 2007 á Hótel Borgarnesi og hefst fundurinn kl. 13.00.  Dagskrá:1. Ólafur Björnsson hæstaréttarlögmaður fjallar um lög um þjóðlendur og framkvæmd þeirra.2. Gunnar Sæmundsson bóndi, fjallar um aðkomu Bændsamtaka Íslands að  þjóðlendumálinu.3. Guðný Sverrisdóttir formaður Samtaka Landeigenda kynnir sjónarmið samtakanna.4. Umræður.

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir félagsráðgjafa og tómstunda- og forvarnarfulltrúa

Félagsráðgjafi þarf að sinna fjölbreyttum verkefnum félagsþjónustunnar. Um er að ræða félagsráðgjafa eða einstakling með menntun á félags- eða uppeldissviði og helst með reynslu af störfum innan félagsþjónustu og barnaverndar.   Starf tómstunda- og forvarnarfulltrúa er samstarfsverkefni Félags- og skólaþjónustunnar og Fjölbrautarskóla Snæfellinga með möguleika á kennslu í hlutastarfi . Nánari upplýsingar varðandi kennsluna  gefur Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari í síma864-9729.

Grein um trjárækt og heppilegar trjátegundir fyrir Grundarfjörð

Hér er stutt grein eftir Sunnu Njálsdóttur um trjárækt og heppilegar tegundir trjáa fyrir byggðina í Grundarfirði.  Greinin veitir gagnlegar leiðbeiningar um hvaða tegundir eru þolnar á það veðurfar sem hér er ríkjandi og getur forðað frá mistökum í því efni  

Dagur umhverfisins

Dagur umhverfisins er haldinn á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður hreinni orku og loftslagsmálum.                                               Skógræktarfélag Eyrarsveitar og Grundarfjarðarbær standa fyrir opnu húsi í Samkomuhúsinu miðvikudaginn 25. apríl kl. 16-20. Kynningar og fyrirlestrar með áherslu á loftslag, orkunotkun og heilbrigðan lífstíl. Til umhugsunar í tilefni af Degi umhverfisins 25. apríl 2007. Heimildir og fróðleikur Gerum daginn eftirminnilegan, mætum og fræðumst Sækjum hvatningu um hreinna og umhverfisvænna umhverfi  Undirbúningsnefndin  Dagskráin:

Svar við spurningu vikunnar

Skoðanakannanir virðast ekki hafa mikil áhrif á ákvörðunartöku fólks hvað eigi að kjósa í næstu alþingiskosningum. 158 manns svöruðu spurningunni og sögðu 136 eða 86,1% að  skoðanakannanir hefðu ekki áhrif á þeirra ákvarðanatöku. 

Blóðbankabíllinn í Grundarfirði

  Í dag þriðjudaginn 24. apríl 2007Við Esso skálann frá kl. 12:00-17:00Allir sem eru heilsuhraustir á aldrinum 18-60 ára ( virkir blóðgjafar til 65 ára ) eru velkomnir. Framvísa þarf persónuskilríkjum með mynd í hvert skipti sem komið er í blóðgjöf.